Íþróttaráð

161. fundur 18. desember 2014 kl. 14:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá
Sigurjón Jónasson Æ-lista og Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista mættu ekki til fundar né varamenn þeirra.

Í upphafi fundar leitar formaður afbrigða til að taka á dagskrá málið Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda, frístundastyrkur, tómstundaávísun, sem verði 1. liður á dagskrá og var það

1.Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda, frístundastyrkur, tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 3. desember 2014 frá Þóreyju Árnadóttur sem frestað var á síðasta fundi íþróttaráðs. Þar er óskað eftir undanþágu samanber 6. gr. úthlutunarreglna íþróttaráðs um frístundastyrki.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu með tilliti til úthlutunarreglna frístundastyrkja.

2.Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2015

Málsnúmer 2013010129Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Unglingalandsmótsnefndar 2015 f.h. mótshaldara annarsvegar og Akureyrarbæjar hinsvegar um framkvæmd 18. Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri um verslunarmannahelgina 2015.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð samningsdrög og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

3.Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda, frístundastyrkur, tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Farið yfir úthlutunarreglur fyrir frístundastyrki til barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi á Akureyri.
Íþróttaráð samþykkir breytingar á úthlutunarreglum fyrir árið 2015.
Íþróttaráð samþykkir að hækka frístundastyrk í kr. 12.000 frá og með 1. janúar 2015.
Íþróttaráð samþykkir að hækka aldursviðmið barna vegna frístundastyrks í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi um fjögur ár. Frístundarstyrkurinn mun gilda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára frá og með næstu áramótum.
Íþróttaráð óskar Íþróttabandalagi Akureyrar til hamingju með 70 ára afmælið laugardaginn 20. desember 2014.

Íþróttaráð óskar öllum samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar samstarfið á líðandi ári.

Fundi slitið.