Íþróttaráð

185. fundur 04. febrúar 2016 kl. 14:00 - 15:46 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Árni Óðinsson varaformaður
  • Birna Baldursdóttir
  • Sigríður Valdís Bergvinsdóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Dagskrá
Sigríður Valdís Bergvinsdóttir B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.

1.Sundkort til afreksmanna

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að verklags- og vinnureglum fyrir afhendingu sundkorta til afreksmanna á Akureyri.

Birna Baldursdóttir L-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að verklags- og vinnureglum vegna sundstyrks íþróttaráðs til landsliðsmanna.

2.Frístundastyrkur

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Úthlutunarreglur frístundastyrks Akureyrarbæjar endurskoðaðar.
Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

3.Akureyri á iði

Málsnúmer 2015040025Vakta málsnúmer

Umræður um Akureyri á iði 2016.
Íþróttaráð felur Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og Birnu Baldursdóttur ásamt forstöðumanni íþróttamála að vinna að undirbúningi "Akureyri á iði 2016" sem verður í maí nk.

4.Íþróttir og hreyfing í vetrarfríi

Málsnúmer 2016020029Vakta málsnúmer

Tækifæri til íþrótta og hreyfingar í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri 2016.
Íþróttaráð samþykkir að veita grunnskóla- og framhaldsskólanemendum frían aðgang í einn dag að Skíðastöðum Hlíðarfjalli og Sundlaugum Akureyrar í vetrarfríi skóla á Akureyri í febrúar 2016.

5.Íþróttaráð - önnur mál

Málsnúmer 2016020029Vakta málsnúmer

Almennar umræður um íþróttastarfsemi og stefnur.

Fundi slitið - kl. 15:46.