Íþróttaráð

127. fundur 07. mars 2013 kl. 14:00 - 15:30 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Bergur Þorri Benjamínsson áheyrnarfulltrúi
  • Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá
Þorvaldur Sigurðsson L-lista boðaði forföll á síðustu stundu og varamenn áttu ekki heimangengt.

1.Golfklúbbur Akureyrar - ósk um styrk vegna vetrarskaða á svæði klúbbsins

Málsnúmer 2013020215Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. febrúar 2013 frá Höllu S. Svavarsdóttur framkvæmdastjóra GA um styrk vegna björgunaraðgerða vegna vetrarskaða hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í slíkar styrkveitingar í fjárhagsáætlun ársins 2013.

2.KA svæðið og Akureyrarvöllur - ósk um styrk vegna vetrarskaða á grasvöllum

Málsnúmer 2013020256Vakta málsnúmer

Erindi dags. 19. febrúar 2013 frá Sævari Péturssyni framkvæmdastjóra KA þar sem óskað er eftir styrk vegna björgunaraðgerða á grasvöllum á KA svæði og Akureyrarvelli.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í slíkar styrkveitingar í fjárhagsáætlun ársins 2013.

3.Þórssvæðið - ósk um styrk vegna vetrarskaða á svæði klúbbsins

Málsnúmer 2013020221Vakta málsnúmer

Erindi ódags. frá Eiði Arnari Pálmasyni framkvæmdastjóra Þórs um styrk vegna björgunaraðgerða á grasvöllum á Þórssvæði.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í slíkar styrkveitingar í fjárhagsáætlun ársins 2013.

4.Sundlaug Akureyrar - beiðni um kaup á tímatökubúnaði

Málsnúmer 2013030030Vakta málsnúmer

Erindi dags. 22. febrúar 2013 frá Höllu B. Halldórsdóttur formanni Sundfélagsins Óðins vegna beiðni til kaupa á tímatökubúnaði við Sundlaug Akureyrar.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins og felur formanni íþróttaráðs og forstöðumanni íþróttamála að leita lausna í samstarfi við Sundfélagið Óðinn.

5.Skólahreysti 2013-2015

Málsnúmer 2013030036Vakta málsnúmer

Erindi dags. 1. febrúar 2013 frá Einari Vilhjálmssyni hjá Skólahreysti þar sem óskað er eftir þátttöku Akureyrarbæjar í kostnaði vegna leigu Íþróttahallarinnar í einn sólarhring á ári árin 2012-2015 að báðum meðtöldum.

Íþróttaráð samþykkir að veita Skólahreysti/Icefitness ehf aðgang að Íþróttahöllinni, mótshöldurum að kostnaðarlausu næstu 3 árin. Forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni Íþróttahallarinnar falið að ganga frá samningi þess efnis.

Erlingur Kristjánsson B-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Dýrleif Skjóldal V-lista vék af fundi kl. 14:33.

6.Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda 2013

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Erindi (ódags.) frá Erlu B. Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (SÍMEY) varðandi ósk um að SÍMEY fái að taka á móti tómstundaávísnunum vegna þátttöku barna á námskeiðum í tölvuleikjaforritun á vegum SÍMEY og Skema.

Íþróttaráð heimilar SÍMEY að taka á móti tómstundaávísunum til niðurgreiðslu vegna námskeiðs fyrir börn í tölvuleikjaforritun.

7.Fjárhagsáætlun 2012 - íþróttaráð

Málsnúmer 2011080055Vakta málsnúmer

Yfirlit yfir styrki íþróttaráðs 2012 lagt fram til kynningar.

8.ÍRA - úthlutun þjálfara- og námskeiðsstyrkja

Málsnúmer 2013020202Vakta málsnúmer

Umræður um drög að viðmiðunar- og vinnureglum vegna þjálfara- og námskeiðsstyrkja ÍRA.

Fundi slitið - kl. 15:30.