Íþróttaráð

124. fundur 17. janúar 2013 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Bergur Þorri Benjamínsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá
Bergur Þorri Benjamínsson D-lista sat fundinn sem varamaður fyrir Önnu Jennýju Jóhannsdóttur.

1.Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Endurskoðun á úthlutunarreglun fyrir niðurgreiðslu þátttökugjalda barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi á Akureyri.
Guðmundur Árnason frá Dynax kynnti Nóra, rafrænt þjónustukerfi fyrir hvatapeninga.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdarstjóri samfélags- og mannréttindadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Guðmundi Árnasyni fyrir kynninguna.

Íþróttaráð samþykkir að hækka aldursviðmið barna vegna niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi um tvö ár. Niðurgreiðslan mun gilda fyrir börn á aldrinum 6-13 ára.

2.Starfsáætlun íþróttaráðs 2013

Málsnúmer 2013010128Vakta málsnúmer

Tillaga að starfs- og fundaráætlun íþróttaráðs fyrir vor/sumar 2013 lögð fram.

Íþróttaráð samþykkir starfs- og fundaráætlun ráðsins fyrir vor/sumar 2013.

3.Arctic Heli Skiing - þyrluskíðaferðir

Málsnúmer 2013010126Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 5. desember 2012 frá Bergmönnum ehf þar sem þess er farið á leit við íþróttaráð að fá leyfi til að gera tilraun með sölu og markaðssetningu þyrluskíðaferða frá skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð samþykkir erindið gegn því að verkefnið verði unnið í fullu samráði við forstöðumann Hlíðarfjalls.

4.Grunnskólinn í Hrísey - beiðni um sparkvöll

Málsnúmer 2011110003Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 28. sepember 2012 frá nemendum og aðstandendum Hríseyjarskóla þar sem íþróttaráð er hvatt til að setja upp sparkvöll við skólann.

Íþróttaráð þakkar fyrir erindið og vísar því áfram til skólanefndar Akureyrarbæjar.

5.Hjólabrettafélag Akureyrar

Málsnúmer 2012110124Vakta málsnúmer

Erindi frá samfélags- og mannréttindaráði sem á fundi sínum 12. desember 2012 óskaði eftir formlegu samstarfi við íþróttaráð og Hjólabrettafélag Akureyrar um framtíðarlausn á málefnum félagsins og óskar eftir tilnefningum frá íþróttaráði.

Íþróttaráð tilnefnir Tryggva Þór Gunnarsson sem sinn fulltrúa í málefnum Hjólabrettafélags Akureyrar.

6.Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013010130Vakta málsnúmer

Hugmyndir um samræmd innkaup á vinnufatnaði fyrir starfsmenn íþróttamannvirkja lagðar fram.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samstarfi við forstöðumenn íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar.

7.Gervigras á æfingaaðstöðu að Jaðri - endurnýting gervigrass í Boganum

Málsnúmer 2013010127Vakta málsnúmer

Erindi frá Golfklúbbi Akureyrar dags. 5. desember 2012 þar sem óskað er eftir því að komi til þess að skipt verði út gervigrasi á völlum og í húsum bæjarins þá sitji golfklúbburinn að því að fá grasið á æfingaaðstöðu sína að Jaðri.

Íþróttaráð þakkar fyrir erindið og vísar því áfram til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

8.Aðstaða fyrir Golfklúbb Akureyrar í Íþróttahöllinni - golfhermir

Málsnúmer 2012050172Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála kynnti stöðu framkvæmda við aðstöðu GA í Íþróttahöllinni.

.

9.KA svæði - gervigrasvöllur

Málsnúmer 2012120333Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála kynnti stöðu framkvæmda við gervigrasvöll á svæði KA.

 

10.Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2015

Málsnúmer 2013010129Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála kynnti fyrirhugað samstarf Ungmennafélags Akureyrar, Akureyrarbæjar og UMFÍ vegna Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri 2015.

 

Fundi slitið - kl. 16:00.