Frístundaráð

22. fundur 25. janúar 2018 kl. 12:00 - 13:07 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Kraftlyftingafélag Akureyrar - ósk um leiðréttingu á rekstrarstyrk

Málsnúmer 2017120363Vakta málsnúmer

Alex Orrason, framkvæmdastjóri Kraftlyftingarfélags Akureyrar, og Grétar Skúli Gunnarsson mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa og óskuðu eftir endurupptöku á ákvörðun frístundaráðs um húsnæðisstyrk til Kraftlyftingafélags Akureyrar sem ákveðinn var á þessu ári. Lögðu þeir fram gögn með erindinu.

Á fundi bæjarráðs þann 11. janúar sl. var samþykkt að vísa erindinu til frístundaráðs.

Með vísan til 2. mgr. 19. gr. samþykktar frístundaráðs er erindinu vísað til bæjarráðs.

2.Þarfagreining vegna 50 m innisundlaugar

Málsnúmer 2018010304Vakta málsnúmer

í starfsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að hefja kostnaðar- og þarfagreiningu á uppbyggingu 50 m innisundlaugar.
Frístundaráð samþykkir að mynda þriggja manna vinnuhóp til fara í þessa vinnu.

Ráðið felur deildarstjóra íþróttamála að leiða þessa vinnu og samþykkir jafnframt að skipa Arnar Þór Jóhannesson sem fulltrúa ráðsins í vinnuhópnum.

Óskað verður eftir tilnefningu frá fræðsluráði og umhverfis-og mannvirkjaráði.

3.Frístundastyrkur - tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Erindin dagsett 23. janúar 2018 frá Vísindaskóla unga fólksins þar sem óskað er eftir því að hægt verði að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar á námskeið Vísindaskólans. Skólinn er á vegnum Háskólans á Akureyri og er fyrir 11-13 ára börn.
Frístundaráð samþykkir erindið.

4.Frístundaráð - 10 ára áætlun

Málsnúmer 2018010303Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur fagráðum að vinna að gerð 10 ára áætlunar fyrir Akureyrarbæ og skila til bæjarráðs fyrir 15. mars nk.
Frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að undirbúa vinnufund þar sem ráðið fer yfir 10 ára áætlun.

5.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100405Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að jafnréttisviðurkenningu Akureyrarbæjar.
Frístundaráð samþykkir tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga og felur sviðsstjóra að finna dagsetningu til afhendingar.

Fundi slitið - kl. 13:07.