Frístundaráð

71. fundur 05. febrúar 2020 kl. 12:00 - 13:50 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Jóhannesson varaformaður
  • Maron Pétursson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varamaður fulltrúa ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Maron Pétursson L-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur.
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varaáheyrarfulltrúi ungmennaráðs mætti í forföllum Þuru Björgvinsdóttur.

1.Punkturinn - færsla á starfsemi upp í Víðilund

Málsnúmer 2020010598Vakta málsnúmer

Barbara Hjartardóttir og Guðrún Margrét Jónsdóttir fulltrúar notenda á Punktinum mættu á fundinn til að koma á framfæri sjónarmiðum notenda vegna breytinga á starfsemi Punktsins.
Frístundaráð þakkar Barböru og Guðrúnu Margréti fyrir komuna á fundinn.

2.Bridgefélag Akureyrar - kjördæmamót Bridgesambands Íslands á Akureyri 2020

Málsnúmer 2020010357Vakta málsnúmer

Erindi frá Stefáni Vilhjálmssyni formanni Bridgefélags Akureyrar með ósk um styrk vegna kjördæmamóts Bridgesambands Íslands á Akureyri 16.- 17. maí 2020.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við beiðni um afslátt eða niðurfellingu á leigugjaldi.

3.Frístundastyrkur / tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar upplýsingar um skráningar og nýtingu frístundastyrks til 6-17 ára barna árið 2019.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því að safnað verði saman upplýsingum um þróun æfingagjalda hjá íþrótta- og tómstundafélögum sl. 3-5 ár.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Endurskoðuð starfsáætlun frístundaráðs, m.t.t. samþykktrar fjárhagsáætlunar, lögð fram til samþykktar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir endurskoðaða starfsáætlun. Helstu breytingar eru m.a. að:

- Draga úr framlagi til sumarvinnu skólafólks

- Færa starfsemi Punktsins að hluta til upp í Víðilund

- Fækka vinnustundum um 20 hjá 16 og 17 ára ungmennum í Vinnuskólanum

- Draga úr yfirvinnu í Ungmennahúsi og í starfsemi félagsmiðstöðva

- Loka Glerárlaug yfir sumarmánuðina.



Fjárhagsrammi frístundaráðs í málaflokki 106 (Æskulýðs- og íþróttamál) er kr. 2.292.461.000 og í málaflokki 102 (tómstundamál) kr. 104.889.000.



Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista sat hjá.

5.Kostnaðar- og sviðsmyndagreining um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2019020227Vakta málsnúmer

Greinargerð frá Sundfélaginu Óðni vegna skýrslu starfshóps um íþróttamannvirki á Akureyri lögð fram til kynningar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

6.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 13:50.