Frístundaráð

49. fundur 06. febrúar 2019 kl. 12:00 - 14:40 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Þing um málefni barna - barnaþing 21.- 22. nóvember 2019

Málsnúmer 2019010200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2019 frá umboðsmanni barna þar sem tilkynnt er að ákveðið hafi verið að halda fyrsta þing um málefni barna eða barnaþing 21.- 22. nóvember nk. í Hörpu. Óskað er eftir því að Akureyrarbær tilnefni tengilið við embættið sem hefur það hlutverk að hafa milligöngu um þátttöku barna úr sveitarfélaginu á þinginu.
Frístundaráð samþykkir að tilnefna Ölfu Aradóttur deildarstjóra forvarna- og frístundadeildar sem tengilið.

2.Jafnréttisstefna - skipan þróunarleiðtoga

Málsnúmer 2018110171Vakta málsnúmer

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.
Frístundráð samþykkir að tilefna Arnar Þór Jóhannesson sem þróunarleiðtoga jafnréttismála.

3.Stuðningur við Vísindaskóla unga fólksins

Málsnúmer 2019010213Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Háskólann á Akureyri vegna Vísindaskóla unga fólksins.
Frístundaráð samþykkir að gerður verði samningur til þriggja ára með árlegri 50.000 kr. hækkun. Samningnum er vísað til samþykktar hjá bæjarráði.

4.Akvegur frá Hlíðarfjallsvegi að reiðhöll og dýraspítala

Málsnúmer 2018090259Vakta málsnúmer

Sigfús Ólafur Helgason framkvæmdastjóri Léttis mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 13. september 2018 til að ræða akveg að reiðhöll. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs þann 26. september 2018. Á verkefnafundi umhverfis- og mannvirkjasviðs 3. desember 2018 var erindinu varðandi uppbyggingu bílaplans við reiðhöllina vísað til frístundaráðs.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur undir erindi Sigfúsar um að laga þurfi akveginn að reiðhöllinni og bílaplanið. Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að kostnaðarmeta framkvæmdir við bílaplan m.t.t. fjárhagsáætlunargerðar 2020.

5.Sundlaug Akureyrar opni fyrr á morgnana

Málsnúmer 2019010217Vakta málsnúmer

Björg Leósdóttir kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 17. janúar sl.

Óskar eftir að opnunartími sundlaugarinnar sé rýmkaður og opnað kl. 06:30 svo betra sé fyrir fólk sem þarf að mæta snemma til vinnu að nýta aðstöðuna til heilsubótar.

Bæjarráð vísaði erindinu til frístundaráðs þann 24. janúar sl.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til stýrihóps um heilsueflandi samfélag og hvetur hópinn til að skoða mögulegar útfærslur á opnunartíma sundlaugarinnar.

6.Frístundastyrkur / tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar upplýsingar um skráningar og nýtingu frístundastyrks til 6-17 ára barna á Akureyri árið 2018.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

7.Lífshlaupið

Málsnúmer 2013010148Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um Lífshlaupið sem er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að fela deildarstjóra íþróttamála að útbúa tilboð í Hlíðarfjall í tengslum við Lífshlaupið. Jafnframt vill ráðið hvetja Akureyringa til þátttöku í Lífshlaupinu.

8.Íþróttahús Lundarskóla - viðhald á búningsklefum

Málsnúmer 2019010361Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti hugmyndir UMSA að viðhaldsverkefni við búningsaðstöðu í Íþróttahúsi Lundarskóla.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

9.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á úthlutunum úr Afrekssjóði Akureyrarbæjar 2018.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

10.Bílaklúbbur Akureyrar - rekstrar- og uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar fjögurra ára uppbyggingarsamningur við Bílaklúbb Akureyrar.

Með samningi þessum eru Akureyrarbær og BA að sameinast um að halda áfram uppbyggingu á félagssvæði BA við Hlíðarfjallsveg sem hófst árið 2011.

Samningur þessi nær til undirbúnings og uppbyggingar á hringaksturs- og spyrnubraut.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar samþykktar hjá bæjarráði.

11.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Lagðir fram til samþykktar rekstrarsamningar við Knattspyrnufélag Akureyrar og Íþróttafélagið Þór.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir framlagðan samning við KA með öllum greiddum atkvæðum og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.

Samningur við Íþróttafélagið Þór er samþykktur með atkvæðum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista. Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista greiða atkvæði á móti. Samningnum er vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.



Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista bóka að þau geti ekki samþykkt fyrirliggjandi drög að rekstrarsamningi við Þór, á þessari stundu, því að rekstrarforsendur liggja ekki allar fyrir.

12.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit þeirra stofnana sem heyra undir frístundaráð.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

13.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðum sem heyra undir frístundaráð.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 14:40.