Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 188. fundur - 17.03.2016

Tekið fyrir ódagsett erindi frá Vinum Hlíðarfjalls um kaup á skíðalyftu.
Íþróttaráð þakkar Vinum Hlíðarfjalls áhugann og vinnuna sem þeir hafa sýnt uppbyggingu í Hlíðarfjalli.

Mikil vinna hefur verið í gangi í aðgerðarhópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar og á meðan á þeirri vinnu stendur hefur íþróttaráð ekki heimild til að bæta í rekstur Hlíðarfjalls.

Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3499. fundur - 23.03.2016

5. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 17. mars 2016:

Tekið fyrir ódagsett erindi frá Vinum Hlíðarfjalls um kaup á skíðalyftu.

Íþróttaráð þakkar Vinum Hlíðarfjalls áhugann og vinnuna sem þeir hafa sýnt uppbyggingu í Hlíðarfjalli.

Mikil vinna hefur verið í gangi í aðgerðarhópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar og á meðan á þeirri vinnu stendur hefur íþróttaráð ekki heimild til að bæta í rekstur Hlíðarfjalls.

Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Vina Hlíðarfjalls um nánari útfærslu á sameiginlegri aðkomu þeirra og bæjarins við frekari uppbyggingu í Hlíðarfjalli. Jafnframt tekur bæjarráð undir bókun íþróttaráðs frá 17. mars sl. þar sem ráðið felur forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning á úthýsingu rekstrar Hlíðarfjalls.

Bæjarráð - 3521. fundur - 08.09.2016

Erindi dagsett 30. júní 3016 frá Vinum Hlíðarfjalls, Markaðsstofu Norðurlands og Skíðafélagi Akureyrar. Í erindinu óska Vinir Hlíðarfjalls eftir heimild til að vinna að undirbúningi og kaupum á notaðri stólalyftu þar sem heildarkostnaður verði allt að 350 m.kr. Vinir Hlíðarfjalls munu leggja fram 100 m.kr. í hlutafé sem ekki verður krafist ávöxtunar af og allt að 250 m.kr. verði t.d. fjármagnaðar með lánsfé en á móti muni bærinn reka lyftuna og ábyrgjast þannig að Vinir Hlíðarfjalls geti staðið undir afborgunum af lánum og vöxtum.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, Guðmundi Baldvini Guðmundssyni og Gunnari Gíslasyni að ræða við bréfritara.

Íþróttaráð - 201. fundur - 01.12.2016

Framkvæmdarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Málið var síðast á dagskrá ráðsins 17. mars 2016.

Bæjarráð - 3534. fundur - 08.12.2016

Lagt fram minnisblað frá Dan Jens Bynjarssyni fjármálastjóra og Ellert Erni Erlingssyni forstöðumanni íþróttamála.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra, forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli að vinna að frekari útfærslu á kostnaðaráætlun og vinna drög að samningi við Vini Hlíðarfjalls um kaup og uppsetningu á lyftu og leggja fyrir fund bæjarráðs 12. janúar 2017.

Bæjarráð - 3540. fundur - 19.01.2017

Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá bæjarráðs 8. desember 2016 en þá samþykkti bæjarráð að fela fjármálastjóra, forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli að vinna að frekari útfærslu á kostnaðaráætlun og vinna drög að samningi við Vini Hlíðarfjalls um kaup og uppsetningu á lyftu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð vísar málinu til frístundaráðs til umfjöllunar þegar frekari gögn liggja fyrir.

Málið verður tekið fyrir aftur á fundi bæjarráðs 2. febrúar nk.

Frístundaráð - 2. fundur - 09.02.2017

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri sat fundinn undir dagskrárliðum nr. 1 og 2.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri lagði fram og kynnti upplýsingar varðandi hugmyndir um nýja skíðalyftu.

Bæjarráð - 3544. fundur - 16.02.2017

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. janúar 2017:

Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá bæjarráðs 8. desember 2016 en þá samþykkti bæjarráð að fela fjármálastjóra, forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli að vinna að frekari útfærslu á kostnaðaráætlun og vinna drög að samningi við Vini Hlíðarfjalls um kaup og uppsetningu á lyftu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð vísar málinu til frístundaráðs til umfjöllunar þegar frekari gögn liggja fyrir.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð - 3546. fundur - 02.03.2017

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 16. febrúar sl.

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. janúar 2017:

Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá bæjarráðs 8. desember 2016 en þá samþykkti bæjarráð að fela fjármálastjóra, forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli að vinna að frekari útfærslu á kostnaðaráætlun og vinna drög að samningi við Vini Hlíðarfjalls um kaup og uppsetningu á lyftu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Akureyrarbær og ríkisvaldið gerðu með sér samning um Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri árið 1995 og uppbyggingu vetraríþrótta í bæjarfélaginu árið 1997 og aftur 2003. Seinni samningurinn rann út árið 2008 og hefur Akureyrarbær ítrekað óskað eftir því að nýr samningur verði gerður m.a. um frekari uppbyggingu í Hlíðarfjalli en ekkert hefur orðið af slíkum samningi. Akureyrarbær hefur þrátt fyrir það varið verulegum fjárhæðum eða um 120 milljónum króna til uppbyggingar vegna vetraríþrótta í Hlíðarfjalli frá árinu 2008.

Bæjarráð Akureyrar samþykkir að ganga til samninga við Vini Hlíðarfjalls um uppbyggingu nýrrar skíðalyftu í Hlíðarfjalli og felur bæjarstjóra að vinna að málinu en mikilvægt er að samningurinn taki mið af þeirri vinnu sem á sér stað við úthýsingu á rekstri Hlíðarfjalls sem og uppbyggingu Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég tel þetta verkefni ekki samræmast skynsamlegri nýtingu á skattfé, ekki síst í ljósi áforma um útvistun rekstrarins. Einnig tel ég í hæsta máta óeðlilegt að íbúar Akureyrar standi einir straum af kostnaði við uppbyggingu í Vetraríþróttamiðstöð Íslands og tel eðlilegt að þátttaka Akureyrarbæjar í verkefninu skilyrðist af þátttöku ríkisins.

Bæjarráð - 3553. fundur - 27.04.2017

Umræður um drög að samstarfssamningi um byggingu skíðalyftu í Hlíðarfjalli.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undur þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Frístundaráð - 11. fundur - 31.08.2017

Deildarstjóri íþróttamála, Ellert Örn Erlingsson, kynnti hugmyndir að næstu skrefum í þessu máli.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð lýsir yfir ánægju með þá rausnarlegu gjöf Samherja að gefa Vinum Hlíðarfjalls nýja stólalyftu. Ráðið hvetur til þess að framkvæmdum við uppsetningu verið flýtt eins og kostur er og felur deildarstjóra íþróttamála og forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna málið áfram.

Frístundaráð - 37. fundur - 05.09.2018

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 22. júlí 2018 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls varðandi kostnað og framkvæmdir við skíðaleiðir í tengslum við nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli.

Bæjarráð - 3611. fundur - 18.10.2018

Lögð fram drög að þríhliða samkomulagi milli Stólalyftu ehf., G Hjálmarssonar hf. og Akureyrarbæjar um uppgjör og verklok vegna jarðvinnu við uppsetningu stólalyftu í Hlíðarfjalli.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og bæjarlögmanni að ganga frá samkomulaginu fyrir hönd Akureyrarbæjar og útbúa viðauka vegna málsins.

Frístundaráð - 56. fundur - 16.05.2019

Til umræðu framkvæmdir við nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 59. fundur - 14.08.2019

Farið yfir stöðu á framkvæmdum við nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli.
Ljóst er að kostnaður mun falla á Akureyrarbæ vegna uppsetningu nýrrar lyftu í Hlíðarfjalli sem mun kalla á viðauka við fjárhagsáætlun. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.

Frístundaráð - 60. fundur - 28.08.2019

Áframhald umræðu um uppsetningu nýrrar lyftu í Hlíðarfjalli. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 14. ágúst sl.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2019 vegna framkvæmda í Hlíðarfjalli í tengslum við uppsetningu nýrrar stólalyftu. Um er að ræða framkvæmdir við að leggja háspennustreng að endastöð nýrrar lyftu að upphæð kr. 11.125.000 og kaup á aðgangsstýringarkerfi (hliðum) að upphæð kr. 4.000.000. Samtals kr. 15.125.000.

Bæjarráð - 3651. fundur - 05.09.2019

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 28. ágúst 2019:

Áframhald umræðu um uppsetningu nýrrar lyftu í Hlíðarfjalli. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 14. ágúst sl.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2019 vegna framkvæmda í Hlíðarfjalli í tengslum við uppsetningu nýrrar stólalyftu. Um er að ræða framkvæmdir við að leggja háspennustreng að endastöð nýrrar lyftu að upphæð kr. 11.125.000 og kaup á aðgangsstýringarkerfi (hliðum) að upphæð kr. 4.000.000. Samtals kr. 15.125.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir því að sviðsstjóri samfélagssviðs, forstöðumaður Hlíðarfjalls og formaður frístundaráðs mæti á næsta fund ráðsins.

Bæjarráð - 3652. fundur - 12.09.2019

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 28. ágúst 2019:

Áframhald umræðu um uppsetningu nýrrar lyftu í Hlíðarfjalli. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 14. ágúst sl.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2019 vegna framkvæmda í Hlíðarfjalli í tengslum við uppsetningu nýrrar stólalyftu. Um er að ræða framkvæmdir við að leggja háspennustreng að endastöð nýrrar lyftu að upphæð kr. 11.125.000 og kaup á aðgangsstýringarkerfi (hliðum) að upphæð kr. 4.000.000. Samtals kr. 15.125.000.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 5. september sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður frístundaráðs, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra samfélagssviðs og forstöðumanni Hlíðarfjalls að útbúa minnisblað vegna framkvæmdanna og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3653. fundur - 19.09.2019

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 28. ágúst 2019:

Áframhald umræðu um uppsetningu nýrrar lyftu í Hlíðarfjalli. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 14. ágúst sl.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2019 vegna framkvæmda í Hlíðarfjalli í tengslum við uppsetningu nýrrar stólalyftu. Um er að ræða framkvæmdir við að leggja háspennustreng að endastöð nýrrar lyftu að upphæð kr. 11.125.000 og kaup á aðgangsstýringarkerfi (hliðum) að upphæð kr. 4.000.000. Samtals kr. 15.125.000.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 5. september og 12. september sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir viðauka að fjárhæð 12,6 milljónir króna vegna framkvæmda við skíðaleiðir í Hlíðarfjalli og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá viðaukanum og leggja fyrir bæjarráð.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3659. fundur - 31.10.2019

Erindi dagsett 25. október 2019 þar sem Geir Gíslason og Ingi Björnsson f.h. Vina Hlíðarfjalls óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um breytingar á samningum frá 2017 um byggingu og rekstur skíðalyftu í Hlíðarfjalli.

Við upphaf þessa dagskrárliðar bar Hilda Jana Gísladóttir S-lista upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Hún vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Geir Gíslason og Ingi Björnsson mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa minnisblað vegna málsins og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu.

Frístundaráð - 66. fundur - 06.11.2019

Til umræðu staða framkvæmda við nýja skíðalyftu.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við uppsetningu lyftunar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir upplýsingum um hver kostnaður Akureyrarbæjar við uppsetningu lyftunnar sé orðinn.

Frístundaráð - 67. fundur - 20.11.2019

Lagt fram minnisblað vegna kostnaðar við uppsetningu stólalyftu.

Bæjarráð - 3665. fundur - 12.12.2019

Erindi dagsett 25. október 2019 þar sem Geir Gíslason og Ingi Björnsson f.h. Vina Hlíðarfjalls óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um breytingar á samningum frá 2017 um byggingu og rekstur skíðalyftu í Hlíðarfjalli.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 31. október sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Hilda Jana Gísladóttir vakti máls á vanhæfi sínu í málinu. Var það samþykkt og vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að gengið verði til samninga við Vini Hlíðarfjalls um kaup á nýrri lyftu í Hlíðarfjalli. Með samningnum verði gert ráð fyrir að bærinn yfirtaki eignina við verklok í stað þess að leigja til næstu 15 ára eins og segir í uppbyggingarsamningi. Þessar breytingar á samningi eru til komnar vegna verulega aukins kostnaðar við uppsetningu lyftunnar. Vinir Hlíðarfjalls og Akureyrarbær munu leggja til aukin framlög og yrði hlutur bæjarins allt að 60 milljónum króna hærri en uppbyggingarsamningur gerði ráð fyrir auk meira vinnuframlags starfsmanna Hlíðarfjalls. Ekki er gert ráð fyrir að kostnaður Akureyrarbæjar til framtíðar verði meiri en í forsendum uppbyggingarsamningsins.

Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að gera drög að samningi og leggja fyrir bæjarráð.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna og leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég ítreka bókun mína frá 2. mars 2017 um að ég telji ekki að þetta verkefni sé skynsamleg nýting á skattfé enda hefur það orðið augljósara eftir því sem tíminn líður og þá enn betur fyrr í dag þegar bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar fjárhagsáætlun með tillögum að aðhaldsaðgerðum í fræðslu- og forvarnarmálum.

Stjórn Hlíðarfjalls - 2. fundur - 11.03.2020

Verkfundargerðir vegna nýrrar stólalyftu lagðar fram til kynningar.

Stjórn Hlíðarfjalls - 3. fundur - 18.05.2020

Ingi Björnsson fulltrúi Vina Hlíðarfjalls mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við uppsetningu á stólalyftu.

Stjórn Hlíðarfjalls - 5. fundur - 02.09.2020

Stefán Gunnarsson starfandi forstöðumaður Hlíðarfjalls gerði grein fyrir stöðu mála við uppsetningu á stólalyftu.

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. ágúst 2020 frá Stefáni Gunnarssyni þar sem velt er upp breytingum á rekstri með tilkomu lyftunnar.
Stjórn Hlíðarfjalls leggur á það áherslu að allur frágangur við lyftuna verði með þeim hætti að ekki muni falla til kostnaður á Akureyrarbæ eftir að lyftan er komin í gang.

Stjórn Hlíðarfjalls - 8. fundur - 03.11.2020

Ingi Björnsson frá Vinum Hlíðarfjalls mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við stólalyftu.
Stjórn Hlíðarfjalls þakkar Inga fyrir veittar upplýsingar. Ljóst er að afhendingartími verður ekki fyrr en að lokinni öryggisúttekt sem erlendir sérfræðingar þurfa að framkvæma. Miðað við stöðuna vegna COVID verður afhending líklegast ekki fyrr en í byrjun árs 2021. Stjórnin felur starfsmönnum að lista upp öll þau atriði sem eftir er að framkvæma tengt uppsetningu lyftunnar samkvæmt samningi og hvar kostnaður við einstök atriði muni lenda, þ.e. á Vinum Hlíðarfjalls eða Akureyrarbæ.

Stjórn Hlíðarfjalls - 9. fundur - 10.12.2020

Fulltrúar frá Vinum Hlíðarfjalls, Geir Gíslason og Ingi Björnsson mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda við stólalyftu.
Stjórn Hlíðarfjalls þakkar Geir og Inga fyrir komuna á fundinn og felur sviðsstjóra að kalla eftir skýrslu frá úttektaraðilum.

Stjórn Hlíðarfjalls - 10. fundur - 21.01.2021

Halla Björk Reynisdóttir formaður stjórnar gerði grein fyrir fundi sem hún og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs áttu með fulltrúum Vina Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls óskar eftir að tekinn verði saman kostnaður sem fallið hefur á Akureyrarbæ vegna uppsetningar lyftunnar og rekstraráætlun verði yfirfarin.

Stjórn Hlíðarfjalls - 11. fundur - 17.02.2021

Tekið fyrir erindi dagsett 12. febrúar 2021 frá Inga Björnssyni f.h. Vina Hlíðarfjalls þar sem tilkynnt er að komið er að því að afhenda Akureyrarbæ nýja stólalyftu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Stefán Gunnarsson svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls leggur til við bæjarráð sem tekur endanlega ákvörðun, að tekið verði við lyftunni með fyrirvara um að tímabundin heimild fáist frá Veðurstofu Íslands gagnvart núverandi verklagi við snjóflóðahættumat. Jafnframt leggur stjórn til að hluta greiðslu verði haldið eftir þangað til öllum verkþáttum að hálfu Stólalyftu ehf. verði lokið og eins ef eitthvað kemur upp á við rekstur lyftunnar sem rekja megi til ófullnægjandi búnaðar eða frágangs.

Fyrir liggur að rekstarkostnaður við lyftuna verður meiri en gert var ráð fyrir m.a. vegna snjóflóðavarna.

Bæjarráð - 3717. fundur - 18.02.2021

Rætt um mögulega afhendingu Vina Hlíðarfjalls á nýrri stólalyftu og samning þar að lútandi.

Málið var tekið fyrir á fundi stjórnar Hlíðarfjalls 17.febrúar 2021 og lögð fram eftirfarandi bókun:

Stjórn Hlíðarfjalls leggur til við bæjarráð sem tekur endanlega ákvörðun, að tekið verði við lyftunni með fyrirvara um að tímabundin heimild fáist frá Veðurstofu Íslands gagnvart núverandi verklagi við snjóflóðahættumat. Jafnframt leggur stjórn til að hluta greiðslu verði haldið eftir þangað til öllum verkþáttum að hálfu Stólalyftu ehf. verði lokið og eins ef eitthvað kemur upp á við rekstur lyftunnar sem rekja megi til ófullnægjandi búnaðar eða frágangs. Fyrir liggur að rekstarkostnaður við lyftuna verður meiri en gert var ráð fyrir m.a. vegna snjóflóðavarna.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs felur bæjarlögmanni, sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra samfélagssviðs að ganga til samninga við Stólalyftu ehf. um greiðslur og afhendingu lyftunnar í samræmi við tillögu stjórnar Hlíðarfjalls og umræður á fundinum. Drög að samningi verði lögð fyrir bæjarráð.

Hlynur Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði á móti.

Bæjarráð - 3718. fundur - 04.03.2021

Lögð fram drög að samningi við Stólalyftu ehf. um greiðslur og afhendingu nýrrar stólalyftu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Stjórn Hlíðarfjalls - 12. fundur - 09.03.2021

Akureyrarbær hefur formlega tekið við nýrri skíðalyftu af Vinum Hlíðarfjalls. Stefnt er að formlegri opnun lyftunnar á næstu dögum. Rætt um nafngift á lyftunni.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir tillögu frá Vinum Hlíðarfjalls um nafngift. Verður nafnið opinberað við formlega opnun lyftunnar.

Stjórn Hlíðarfjalls - 14. fundur - 17.05.2021

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður gerði grein fyrir stöðu á skíðalyftunni og þeim kostnaði sem þarf að leggja í til að tryggja að stólar skemmist ekki í miklum vindi.
Stjórn Hlíðarfjalls felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að fá verkfræðilega úttekt á þeirri lausn sem starfsmenn hafa lagt til.

Stjórn Hlíðarfjalls - 19. fundur - 02.12.2021

Farið yfir stöðu lyftumannvirkja í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls felur forstöðumanni viðhalds hjá umhverfis- og mannvirkjasviði að fylgja eftir verklokum og lokaúttekt á lyftumannvirkjum í Hlíðarfjalli.

Bæjarráð - 3767. fundur - 13.04.2022

Lögð fram tillaga fulltrúa Akureyrarbæjar og Vina Hlíðarfjalls að nafni á nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að kynna nafngiftina í tengslum við Andrésar Andar leikana sem hefjast 20. apríl nk.