Stjórn Hlíðarfjalls

2. fundur 11. mars 2020 kl. 09:00 - 12:20 Rósenborg - kennslustofa 3. hæð
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Andri Teitsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Zalibuna ehf - umsókn um afnot af aðstöðunni í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2014090022Vakta málsnúmer

Skypefundur með fulltrúum Zalibunu.

Páll Kr. Pálsson, Davíð Örn Símonarson og Sindri Rafn Sindrason fulltrúar Zalibunu fóru yfir samskiptasögu þeirra við Akureyrarbæ en verkefnið var fyrst kynnt fulltrúum Akureyrarbæjar á árinu 2014.
Stjórn Hlíðarfjalls tekur jákvætt í að sett verði upp Zalibuna í Hlíðarfjalli og felur starfsmanni að afla frekari gagna og vinna að samningsdrögum.

2.Skíðafélag Akureyrar - samningur vegna aðstöðu

Málsnúmer 2019110186Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu fulltrúar frá Skíðafélagi Akureyrar, þau Kristrún Lind Birgisdóttir formaður, Valbjörn Ægir Vilhjálmsson formaður skíðagöngunefndar, Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar, Kristinn Magnússon fulltrúi alpagreinanefndar og Kristján Bergmann Tómasson meðstjórnandi brettadeildar. Til umræðu voru ýmis mál sem tengjast starfsemi félagsins í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls þakkar fulltrúum SKA fyrir komuna á fundinn og fyrir upplýsandi umræðu. Stjórnin samþykkir að boða strax til fundar með forstöðumanni Hlíðarfjalls og fulltrúum SKA til að fara yfir stöðu mála gagnvart væntanlegu mótahaldi á vegum félagsins. Jafnframt samþykkir stjórn að farið verði í þá vinnu að endurskoða samning á milli félagsins og Akureyrarbæjar varðandi hin ýmsu mál er tengjast Hlíðarfjalli og að þeirri vinnu verði lokið nú á vormánuðum.

3.Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa

Málsnúmer 2018040115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2020 frá Kristrúnu Lind Birgisdóttur formanni Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 404.000 kr. til að kaupa stangir.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að veita SKA styrk að upphæð 400.000 kr. til að kaupa stangir.

4.Iceland winter games - samningur

Málsnúmer 2020020489Vakta málsnúmer

Íslensku vetrarleikarnir fara fram í Hlíðarfjalli 20.- 22. mars nk. Um er að ræða alþjóðlega vetraríþróttahátíð.
Stjórn Hlíðarfjalls felur sviðsstjóra samfélagssviðs að útfæra aðkomu bæjarins að hátíðinni og setja í samninginn sem Akureyrarstofa er með í burðarliðnum við Viðburðastofu Norðurlands.

5.Einkarekin þjónusta í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2020030113Vakta málsnúmer

Umræða um fyrirkomulag á einkarekinni þjónustu í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að móta verklagsreglur er varðar skíðakennslu á vegum einkaaðila í Hlíðarfjalli og jafnframt verði hugað að því að bjóða út veitingasölu.

6.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Verkfundargerðir vegna nýrrar stólalyftu lagðar fram til kynningar.

7.Skotveiði í landi Hlíðarfjalls

Málsnúmer 2020030124Vakta málsnúmer

Umræða um hvort banna eigi rjúpnaveiði (skotveiði) í landi Hlíðarfjalls.
Stjórn felur sviðsstjóra samfélagssviðs að afla frekari gagna vegna málsins.

Fundi slitið - kl. 12:20.