Stjórn Hlíðarfjalls

5. fundur 02. september 2020 kl. 08:15 - 10:15 Hlíðarfjall
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Andri Teitsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Hlíðarfjall - rekstur 2020

Málsnúmer 2020020385Vakta málsnúmer

Farið yfir sex mánaða rekstrarstöðu Hlíðarfjalls.

Stefán Gunnarsson starfandi forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls felur starfsmönnum fyrir næsta fund að greina betur launakostnað og þjónustukaup og eins að gera grein fyrir ráðstöfun þess fjármags sem samþykkt var að veita í reksturinn á fundi bæjarráðs þann 25. júlí sl.



2.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Stefán Gunnarsson starfandi forstöðumaður Hlíðarfjalls gerði grein fyrir stöðu mála við uppsetningu á stólalyftu.

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. ágúst 2020 frá Stefáni Gunnarssyni þar sem velt er upp breytingum á rekstri með tilkomu lyftunnar.
Stjórn Hlíðarfjalls leggur á það áherslu að allur frágangur við lyftuna verði með þeim hætti að ekki muni falla til kostnaður á Akureyrarbæ eftir að lyftan er komin í gang.

3.Sumaropnun í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2020050264Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um aðsókn að Hlíðarfjalli í júlí og ágúst.

4.Skíðafélag Akureyrar - samningur vegna aðstöðu

Málsnúmer 2019110186Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að samningi við Skíðafélag Akureyrar.
Stjórn Hlíðarfjalls felur starfsmanni að gera breytingar á drögunum út frá umræðum á fundinum.

5.Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni.
Stjórnin telur æskilegt að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til að koma að rekstri Hlíðarfjalls, annað hvort að hluta eða öllu leyti og felur starfsmanni að undirbúa málið.


Stjórnin mun koma saman á vinnufundi þriðjudaginn 8. september nk. til að fara betur yfir framtíðarrekstrarstarfsemi Hlíðarfjalls.

Fundi slitið - kl. 10:15.