Stjórn Hlíðarfjalls

19. fundur 02. desember 2021 kl. 13:45 - 15:00 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Andri Teitsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður hlíðarfjalls
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds
  • Georg Fannar Haraldsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Georg Fannar Haraldsson fundarritari
Dagskrá

1.Hlíðarfjall - útboð á veitingarekstri

Málsnúmer 2020120222Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.

Lögð fram drög að samningi vegna veitingareksturs í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að ganga til samninga við óstofnað hlutafélag Sölva Antonssonar um veitingarekstur í Hlíðarfjalli og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningi.

2.Hlíðarfjall - rekstur skíðaleigu

Málsnúmer 2021102299Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.

Lögð fram drög að samningi vegna reksturs skíðaleigu í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að ganga til samninga við Stoðtæki ehf. og Fjallakofann ehf. með skíðaleigu í Hlíðarfjalli og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningi.

3.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu lyftumannvirkja í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls felur forstöðumanni viðhalds hjá umhverfis- og mannvirkjasviði að fylgja eftir verklokum og lokaúttekt á lyftumannvirkjum í Hlíðarfjalli.

4.Hlíðarfjall - gjaldskrá

Málsnúmer 2020090392Vakta málsnúmer

Framlenging forsöluafsláttar vetrarkorta tekin fyrir.
Sjórn Hlíðarfjalls samþykkir að framlengja forsöluafslátt vetrarkorta til og með 1. janúar 2022.

Fundi slitið - kl. 15:00.