Frístundaráð

2. fundur 09. febrúar 2017 kl. 15:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista mætti ekki á fundinn né varamaður.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri sat fundinn undir dagskrárliðum nr. 1 og 2.

1.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri lagði fram og kynnti upplýsingar varðandi hugmyndir um nýja skíðalyftu.

2.Hlíðarfjall - starfsemi og rekstur - úthýsing

Málsnúmer 2014050114Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarsjóri kynnti upplýsingar frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um framgang verkefnisins varðandi úthýsingu reksturs í Hlíðarfjalli.
Frístundaráð felur AFE að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur og uppbyggingu skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli með það að markmiði að auka aðsókn og efla þjónustu við bæjarbúa, íþróttaiðkendur og ferðamenn. Jafnframt er formanni og forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram í samstarfi við AFE.

3.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri samfélagssviðs lagði fram tillögu um skipulag sviðsins og ráðningu millistjórnanda.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála vék af fundi undir þessum lið.
Frístundráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

4.Frístundaráð - stefnumótun - íþróttastefna 2017

Málsnúmer 2017020033Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála kynnti hugmyndir að vinnu við stefnumótunarvinnu íþróttamála á Akureyri og endurskoðun íþróttastefnu Akureyrarbæjar vetur og vor 2017.
Fristundaráð felur formanni og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og ganga til samninga við KPMG.

5.Netnotkun/skjánotkun barna og unglinga

Málsnúmer 2015020146Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar útgáfa samfélagssviðs á seglum með "Viðmið um skjánotkun" sem verður dreift inn á heimili á Akureyri.
Frístundaráð fagnar leiðbeinandi reglum um skjánotkun barna og ungmenna og þakkar öllum sem komu að verkefninu fyrir gott starf.

6.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. janúar 2017 frá skipulagssviði þar sem óskað er eftir skriflegri umsögn frístundaráðs á drögum að breytingum á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Tillagan er dagsett 5. janúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.
Frístundráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Fundi slitið - kl. 16:00.