Bæjarráð

3653. fundur 19. september 2019 kl. 08:15 - 12:06 Fundaraðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Vistorka - staða, hlutverk og framtíðarsýn

Málsnúmer 2018090196Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Vistorku ehf.

Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku ehf. mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Guðmundi Hauki fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð felur Vistorku ehf. að vinna hagkvæmnimat úrgangsmála í samvinnu við starfshóp um framtíðarsýn sorpmála Akureyrarbæjar.

2.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 28. ágúst 2019:

Áframhald umræðu um uppsetningu nýrrar lyftu í Hlíðarfjalli. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 14. ágúst sl.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2019 vegna framkvæmda í Hlíðarfjalli í tengslum við uppsetningu nýrrar stólalyftu. Um er að ræða framkvæmdir við að leggja háspennustreng að endastöð nýrrar lyftu að upphæð kr. 11.125.000 og kaup á aðgangsstýringarkerfi (hliðum) að upphæð kr. 4.000.000. Samtals kr. 15.125.000.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 5. september og 12. september sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir viðauka að fjárhæð 12,6 milljónir króna vegna framkvæmda við skíðaleiðir í Hlíðarfjalli og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá viðaukanum og leggja fyrir bæjarráð.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

3.Búsetusvið - reglur endurskoðun

Málsnúmer 2018110251Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 4. september 2019:

Til umræðu og samþykktar breytingar á reglum akstursþjónustu Akureyrarbæjar, áður á dagskrá 17. maí 2019.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 12. september sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar drögum að reglum um akstursþjónustu til bæjarstjórnar með þeim breytingatillögum sem fram komu á fundinum.

4.Samþykkt fyrir bæjarráð - endurskoðun 2019

Málsnúmer 2019090151Vakta málsnúmer

Rætt um endurskoðun samþykktar fyrir bæjarráð.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 12. september 2019 og var afgreiðslu þá frestað.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarlögmanni að gera tillögu að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð.

5.Stjórnsýslusvið - starfsáætlun 2020

Málsnúmer 2019050586Vakta málsnúmer

Unnið með drög að starfsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2020.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Fjársýslusvið - starfsáætlun 2020

Málsnúmer 2019060415Vakta málsnúmer

Unnið með drög að starfsáætlun fjársýslusviðs fyrir árið 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Fjárhagsáætlun 2020 - 121 - stjórnsýslusvið og fjársýslusvið

Málsnúmer 2019090024Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir málaflokk 121.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson vék af fundi kl. 11:10.

8.UMSA - viðaukar 2019

Málsnúmer 2019090073Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 13. september 2019:

Lagðir fram til annarrar umræðu og samþykktar viðaukar umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að samþykkja meðfylgjandi viðauka.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 12. september sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson mætti aftur til fundar kl. 11:45.

9.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010208Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. september 2019.
Bæjarráð vísar lið 1 til fræðsluráðs og frístundaráðs, liðum 2, 3 og 7 til umhverfis- og mannvirkjasviðs, lið 4 til bæjarstjóra, lið 5 til skipulagssráðs, lið 6 til umhverfis- og mannvirkjaráðs og lið 8 til skipulagssviðs.

10.Íshokkísamband Íslands - HM kvenna í íshokkí á Akureyri 2020

Málsnúmer 2019090039Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 11. september 2019:

Erindi dagsett 20. ágúst 2019 frá Konráði Gylfasyni framkvæmdastjóra Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir fjárhagslegri aðkomu Akureyrarbæjar að heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí sem fer fram á Akureyri 23.- 29. febrúar 2020.

Frístundaráð samþykkir að frítt verði í sund fyrir þátttakendur meðan á mótinu stendur.

Beiðni um styrk vegna hátíðarboðs er vísað til bæjarráðs.

Ráðið getur ekki orðið við öðrum beiðnum.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 600.000 og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara. Styrkurinn færist af styrkveitingum bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 12:06.