Frístundaráð

60. fundur 28. ágúst 2019 kl. 12:00 - 15:55 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn hófst með skoðunarferð um þjónustumiðstöðina Víðilund. Að henni lokinni var fundi framhaldið í Rósenborg.

Formaður óskaði eftir afbrigði við útsenda dagskrá með því að taka mál nr. 2019080440 ÍBA - tímaúthlutun til aðildarfélaga 2019-2020 á dagskrá. Var það samþykkt.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Drög að fjárhagsáætlun og gjaldskrárbreytingum lögð fram til kynningar ásamt tillögum til hagræðingar.

2.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til júlí 2019 ásamt endurskoðaðri áætlun fyrir Hlíðarfjall.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

3.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Áframhald umræðu um uppsetningu nýrrar lyftu í Hlíðarfjalli. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 14. ágúst sl.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2019 vegna framkvæmda í Hlíðarfjalli í tengslum við uppsetningu nýrrar stólalyftu. Um er að ræða framkvæmdir við að leggja háspennustreng að endastöð nýrrar lyftu að upphæð kr. 11.125.000 og kaup á aðgangsstýringarkerfi (hliðum) að upphæð kr. 4.000.000. Samtals kr. 15.125.000.

4.Skautafélag Akureyrar - HM kvenna í íshokkí á Akureyri 2020

Málsnúmer 2019080225Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. ágúst 2019 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir aðstoð Akureyrarbæjar varðandi aðstöðumál á komandi heimsmeistaramóti í íshokkí kvenna á Akureyri í febrúar 2020.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því að starfsmenn umhverfis- og mannvirkjasviðs leggi mat á kostnað við umbeðnar framkvæmdir.

5.ÍBA - tímaúthlutun til aðildarfélaga 2019-2020

Málsnúmer 2019080440Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2019 frá Geir Kr. Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem ÍBA óskar eftir fleiri tímum í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar á haustönn 2019 vegna þeirra æfingatíma sem detta út vegna framkvæmda í íþróttahúsi Glerárskóla.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að verða við beiðni ÍBA um fleiri tíma í íþróttamannvirkjum og felur deildarstjóra íþróttamála að útfæra málið.

6.Endurnýjun gáma í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2019080401Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. ágúst 2019 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir endurnýjun á gámum sem eru hluti af þjónustuaðstöðu Hlíðarfjalls.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 2019080422Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um Landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga sem verður haldinn í Garðabæ 4.- 5. september 2019.

8.Styrkbeiðni til frístundaráðs vegna forvarnastarfs SAMAN-hópsins

Málsnúmer 2019080213Vakta málsnúmer

Erindi ódagssett maí 2019 frá SAMAN-hópnum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við forvarnastarf hópsins.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

9.Umsókn um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2019080426Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2019 frá Leik- og dansstúdíó Alice ehf þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk frá frístundaráði vegna starfseminnar.
Frístundaráð samþykkir að taka erindið fyrir í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

Fundi slitið - kl. 15:55.