Bæjarráð

3611. fundur 18. október 2018 kl. 08:15 - 11:49 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir varaformaður
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Gunnar Gíslason
  • Þórhallur Jónsson
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Þórhallur Jónsson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

Í upphafi fundar leitaði varaformaður afbrigða til að taka á dagskrá mál sem ekki var í útsendri dagskrá, 2016030107 - Skíðalyfta í Hlíðarfjall, sem yrði 2. liður á dagskrá. Var það samþykkt.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 13.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þríhliða samkomulagi milli Stólalyftu ehf., G Hjálmarssonar hf. og Akureyrarbæjar um uppgjör og verklok vegna jarðvinnu við uppsetningu stólalyftu í Hlíðarfjalli.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og bæjarlögmanni að ganga frá samkomulaginu fyrir hönd Akureyrarbæjar og útbúa viðauka vegna málsins.

3.Straumlínustjórnun - Lean - innleiðing

Málsnúmer 2018100030Vakta málsnúmer

Umræða um stöðu innleiðingar straumlínustjórnunar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir skriflegu stöðumati á verkefninu.

4.Jafnvægisvog - boð um þátttöku

Málsnúmer 2018090207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. september 2018 frá Evu Magnúsdóttur f.h. Félags kvenna í atvinnulífinu þar sem Akureyrarbæ er boðið að taka þátt í verkefninu Jafnvægisvogin sem á að stuðla að jafnara kynjahlutfalli í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og sveitarfélaga. Erindinu fylgir viljayfirlýsing til undirritunar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til þess að vinna að því jafna hlutfall karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og sveitarfélaga á Íslandi með þátttöku í Jafnvægisvoginni og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsingu þess efnis.

5.Akureyrarflugvöllur

Málsnúmer 2018010214Vakta málsnúmer

Málefni Akureyrarflugvallar tekin til umræðu að beiðni Gunnars Gíslasonar D-lista með vísan til umræðu í bæjarstjórn 18. september sl. Ræddar voru hugmyndir um að fara í gerð viðskiptaáætlunar sem tæki mið af því að Akureyrarbær taki yfir rekstur flugvallarins af Isavia ohf. með samningi við ríkið.
Bæjarráð óskar eftir að AFE að afli gagna á grundvelli greinargerðar sem lögð var fram á fundinum og felur varaformanni bæjarráðs að fylgja málinu eftir. Jafnframt felur bæjarráð formanni að kalla eftir fundi með forsvarsmönnum Isavia ohf.
Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi kl. 09:28.

6.Sorpmál Akureyrarbæjar - framtíðarsýn

Málsnúmer 2018080972Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. september 2018:

Lagt til að skipaður verði launaður fimm manna vinnuhópur um framtíðarsýn í sorpmálum Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Andra Teitsson L-lista og Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista til setu í vinnuhópnum. Ráðið óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá bæjarráði, Vistorku og Moltu.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Björk Reynisdóttur sem fulltrúa sinn í vinnuhópnum.

7.Félagssvæði KA - beiðni um fjárframlag vegna framtíðaruppbyggingar

Málsnúmer 2018100230Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. október 2018 frá Ingvari Gíslasyni formanni Knattspyrnufélags Akureyrar f.h. aðalstjórnar félagsins þar sem óskað er eftir þriggja milljóna króna fjárframlagi til að vinna frumkostnaðaráætlun um uppbyggingu á félagssvæði KA og til stofnunar á sjálfseignarfélagi um framkvæmdir á félagssvæði KA við Dalsbraut.
Hilda Jana Gísladóttir bar upp vanhæfi sitt til að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Hún vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur formanni bæjarráðs að ræða við formann KA.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2018

Málsnúmer 2018080202Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 4. október 2018.
Liður 1 telst afgreiddur af skipulagsráði. Bæjarráð vísar liðum 2 og 3 til skipulagsráðs, lið 4 til bæjarstjóra, liðum 5, 7 og 8 til umhverfis- og mannvirkjasviðs og lið 6 til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

9.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 119. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 28. september 2018.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð felur forstöðumanni upplýsinga- og þjónustudeildar að ræða við formann hverfisráðs um mögulega dagsetningu aðalfundar.

Bæjarráð telur ekki ástæðu til að breyta núverandi fyrirkomulagi kosninga fulltrúa í hverfisráð. Liður 3 er lagður fram til kynningar.

10.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október frá Kristjáni Þ. Halldórssyni og Evu Pandoru Baldursdóttur f.h. Byggðastofnunar þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni fulltrúa í verkefnastjórnir brothættra byggða í Hrísey og Grímsey í stað Matthíasar Rögnvaldssonar sem lét af störfum samfara sveitarstjórnarkosningum sl. vor.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Björk Reynisdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar.

11.Eyþing - fulltrúaráð

Málsnúmer 2018100114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2018 frá verkefnastjóra Eyþings. Í erindinu er vísað í gr. 5.2 í lögum Eyþings um kosningu í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráð eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum. Akureyrarbær á 5 fulltrúa í fulltrúaráðinu og þarf að skipa 3 fulltrúa nú auk varamanna til viðbótar þeim 2 sem eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið þar sem þeir eru stjórnarmenn í Eyþingi.
Bæjarráð skipar Guðmund Baldvin Guðmundsson, Höllu Björk Reynisdóttur og Evu Hrund Einarsdóttur sem aðalfulltrúa í fulltrúaráð Eyþings og Ingibjörgu Ólöfu Isaksen, Andra Teitsson og Rósu Njálsdóttur sem varafulltrúa.

12.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 310. fundar stjórnar Eyþings dagsett 26. september 2018 og 311. fundar dagsett 9. október 2018. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir-1

13.Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023

Málsnúmer 2018100186Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. október 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0173.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar um samgönguáætlunina á fundi 16. október sl. og felur bæjarstjóra að ganga frá og senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

14.Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033

Málsnúmer 2018100186Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. október 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, 173. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0174.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar um samgönguáætlunina á fundi 16. október sl. og felur bæjarstjóra að ganga frá og senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:49.