Frístundaráð

56. fundur 16. maí 2019 kl. 12:00 - 14:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Haraldur Þór Egilsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Haraldur Þór Egilsson S-lista mætti í forföllum Arnars Þór Jóhannessonar.
Hulda Margrét Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Lýðheilsa ungs fólks á Akureyri

Málsnúmer 2018120001Vakta málsnúmer

Niðurstöður úr könnun frá Rannsókn og greiningu um vímuefnanotkun meðal nemenda í 8.- 10. bekk frá því í febrúar sl. lagðar fram til kynningar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð hvetur forvarna- og frístundadeild til að vinna áfram með niðurstöðurnar í samvinnu við skólastjórnendur.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2020. Tímalína fjárhagsáætlunar lögð fram til kynningar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

3.FÉLAK - rafíþróttir

Málsnúmer 2019050341Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2019 frá Guðmundi Ólafi Gunnarssyni forvarna- og félagsmálafulltrúa fyrir hönd FÉLAK þar sem óskað er eftir stuðningi við að koma upp búnaði fyrir rafíþróttir.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögn ungmennaráðs. Einnig óskar ráðið eftir nánari útfærslu á hugmyndinni frá starfsmönnum FÉLAK og kostnaðaráætlun.

4.Bílaklúbbur Akureyrar - rekstrar- og uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju drög að uppbyggingarsamningi við Bílaklúbb Akureyrar varðandi landmótun og jarðvegsvinnu á félagssvæði BA.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.



Sunna Hlín Jóhannesdóttir fulltrúi B-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Með þessari bókun vil ég undirstrika mikilvægi þess að þau félög/samtök sem fá uppbyggingarsamning við Akureyrarbæ gangi vel um á framkvæmdatíma, passi að á svæðinu séu einungis þau tæki og tól sem verið er að nota á tilteknum tíma, fjarlægi allt rusl sem til fellur við framkvæmd jafnóðum og gangi vel frá að framkvæmdum loknum. Þetta á við um alla sem fá slíkan samning og tengist á engan hátt því tiltekna félagi sem verið er að semja við núna.

5.Atvinnuþátttaka afreksíþróttaefna ÍBA

Málsnúmer 2019050161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2019 frá Helga Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA þar sem stjórn ÍBA óskar eftir að komið verði til móts við afreksíþróttaefni ÍBA með því að þau verði ráðin til sumarvinnu hjá Akureyrarbæ sem hentar þeirra aldri og reynslu og sinni þeirri vinnu þegar þau geta vegna æfinga og keppni. Einnig að þegar þau fara í æfinga- eða keppnisferðir vegna sinnar íþróttaiðkunar haldi þau sínum launum þrátt fyrir fjarveru.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir bar upp vanhæfi sitt og vék af fundi undir þessum lið.

Frístundaráð tekur jákvætt í erindið en samþykkir að óska eftir umsögn ungmennaráðs og felur deildarstjóra íþróttamála að útfæra verklagsreglur sem taka á útfærslu málsins.

6.Samstarf ÍBA, ÍSÍ, UNAK og Íþr.deildar um fræðslu fyrir íþróttahreyfinguna.

Málsnúmer 2019050273Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála kynnti fyrirhugað samstarf milli ÍBA, ÍSÍ, Háskólans á Akureyri og íþróttadeildar varðandi fræðslufyrirlestra á Akureyri.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð fagnar fyrirhuguðu samstarfi.

7.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir við nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

8.Beiðni um jarðvegsvinnu vegna fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæðis norðan Hjallabrautar

Málsnúmer 2019050306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2019 frá Kristrúnu Lind Birgisdóttur fyrir hönd stjórnar SKA þar sem óskað er eftir því að farið verði í jarðvegsvinnu í Hlíðarfjalli til að móta brautir fyrir fjölnota skíða-, hjóla og brettasvæði norðan Hjallabrautar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því að umhverfis- og mannvirkjasvið leggi mat á kostnaðaráætlun verksins.

9.Styrkbeiðni til frístundaráðs vegna Dance World Cup

Málsnúmer 2019050276Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2019 frá Katrínu Mist Haraldsdóttur f.h. Leik- og dansstúdíó Alice þar sem óskað er eftir styrk vegna keppnisferðar liðs Dansstúdíós Alice á Dance World Cup 2019 en mótið fer fram í Portúgal á komandi sumri.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að styrkja hópinn um kr. 150.000 vegna ferðarinnar.

10.Íþróttahöllin - foreldrafélag Brekkuskóla mótmælir samnýtingu mismunandi skólastiga

Málsnúmer 2019040252Vakta málsnúmer

Jóhann Gunnarsson formaður foreldrafélags Brekkuskóla mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og lagði fram erindi þar sem foreldrafélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af þeim fyrirætlunum að fara aftur að setja framhaldsskólanemendur inn í íþróttasal Íþróttahallarinnar á sama tíma og nemendur Brekkuskóla eru þar í kennslu. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að vísa erindinu til frístundaráðs.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð ítrekar bókun ráðsins frá 3. maí sl. og að úthlutun tíma til Brekkuskóla og VMA fyrir skólaveturinn 2019 - 2020 verður óbreytt.

11.Íþróttahöllin - reykingar rafretta við húsið

Málsnúmer 2019040253Vakta málsnúmer

Jóhann Gunnarsson formaður foreldrafélags Brekkuskóla mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og telur mikilvægt að banna rafrettureykingar við Íþróttahöllina.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að vísa erindinu til frístundaráðs.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð áréttar að reykingar og rafrettureykingar eru bannaðar við mannvirki Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 14:00.