Íþróttaráð

201. fundur 01. desember 2016 kl. 14:00 - 16:08 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Birna Baldursdóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Árni Óðinsson S-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.

1.Íþróttabandalag Akureyrar - ósk um viðbótarframlag til ÍBA á rekstrarárinu 2016

Málsnúmer 2016110183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2016 frá formanni ÍBA þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi til ÍBA á árinu 2016.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir erindið og óskar eftir viðauka við fjárhagsáætun ráðsins 2016 að upphæð kr. 2.100.000.

Erindinu vísað til bæjarráðs.

2.Íþróttafélagið Þór - húsnæði fyrir píludeild

Málsnúmer 2016110182Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2016 frá stjórn ÍBA þar sem óskað er eftir viðræðum um annað húsnæði fyrir Píludeild Þórs.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu.

Erindinu vísað til vinnuhóps um nýtingu og sölu mannvirkja Akureyrarbæjar.

3.Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar samantektir frá ÍBA á ársreikningum aðildarfélaga ÍBA 2015 og fjárhagsáætlunum aðildarfélaga ÍBA 2017.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð þakkar Geir Kristni fyrir komuna á fund ráðsins.

4.Fjárhagsáætlun 2017 - íþróttaráð

Málsnúmer 2016050293Vakta málsnúmer

Umræður um fjárhagsáætlun ráðsins fyrir starfsárið 2017.

5.Vetraríþróttamiðstöð Ísland (VMÍ)

Málsnúmer 2014080131Vakta málsnúmer

Umræður um samstarf Akureyrarbæjar og VMÍ.
Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra og formanni að vinna áfram erindi vegna aðkomu VMÍ að uppbyggingu skautasvellsins á Akureyri.

6.Stjórnsýslubreytingar 2016

Málsnúmer 2016090161Vakta málsnúmer

Stjórnsýslubreytingar lagðar fram til kynningar.

Þórunn Sif Harðardóttir D-lista bókaði eftirfarandi:

Í samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinna sinn 17. mars 2015, segir í 50. gr. um ráðning í æðstu stjórnunarstöður: „Bæjarstjóri, í umboði bæjarstjórnar og að fenginni umsögn viðkomandi fagnefnda, ræður embættismenn sem heyra beint undir hann í skipuriti svo og framkvæmdastjóra fyrirtækja með sjálfstæðan fjárhag sem eru í eigu bæjarsjóðs og veitir þeim lausn frá starfi.“

Í ljósi þessa ákvæðis geri ég alvarlega athugasemd við þá ákvörðun bæjarstjóra að leita ekki eftir umsögn íþróttaráðs við ráðningu í stöðu sviðsstjóra samfélagssviðs.

7.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Framkvæmdarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Málið var síðast á dagskrá ráðsins 17. mars 2016.

Fundi slitið - kl. 16:08.