Frístundaráð

67. fundur 20. nóvember 2019 kl. 12:00 - 15:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri fór yfir stöðu verkefnisins.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóra ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar Hrafnhildi fyrir kynninguna. Frístundaráð óskar eftir því við fræðsluráð og bæjarráð að sett verði fjármagn í verkefnið svo hægt sé að setja af stað tilraunaverkefni með tvo skóla í janúar 2020.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun frístundaráðs.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóra ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Afgreiðslu frestað.

3.Golfklúbbur Akureyrar - viðbygging við félagsheimili GA

Málsnúmer 2019110272Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. nóvember 2019 frá Steindóri Kr. Ragnarssyni framkvæmdastjóra GA þar sem kynnt er tækifæri til lausna á húsnæðisvanda annarra aðildarfélaga ÍBA samhliða hugmyndum um inniaðstöðu félagsins að Jaðri.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vísar erindinu til bæjarstjórnar og það verði tekið til umræðu samhliða skýrslu um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja.



Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA lagði fram eftirfarandi bókun:

Á fundi frístundaráðs þann 23. október sl. var tekið fyrir erindi frá ÍBA dagsett 19. október 2019 varðandi aðstöðumál KFA og bogfimideildar Akurs. Í bókun ráðsins kemur fram að deildarstjóra íþróttamála og framkvæmdastjóra ÍBA var falið að kalla eftir frekari upplýsingum frá félögunum og koma með tillögu að lausn.



ÍBA hefur nú átt samtöl við KFA og Akur en einnig við Golfklúbb Akureyrar (GA) vegna þeirrar hugmyndar að KFA og bogfimideild Akurs flytji starfsemi sína í kjallara Íþróttahallarinnar þar sem GA rekur vetrarstarfsemi sína í dag.



Tillaga ÍBA er sú að gerður verði samningur við GA um byggingu viðbyggingar við félagsheimili félagsins og styður því þær hugmyndir sem fram koma í erindi GA til frístundaráðs dagsett 14. nóvember 2019. Þannig yrði kjallari Íþróttahallarinnar losaður fyrir starfsemi KFA og/eða bogfimideild Akurs.



Líkt og fram kemur í erindi GA þá sparast um 4,6 milljónir árlega vegna húsaleigu í Austursíðu 2 og mætti nýta þá fjármuni til uppbyggingar á félagssvæði GA.

4.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað vegna kostnaðar við uppsetningu stólalyftu.

5.Íþróttafélagið Þór - auglýsingar utan á Bogann

Málsnúmer 2019110211Vakta málsnúmer

Erindi dagssett 14. nóvember 2019 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á vesturgafl Bogans.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið. Meint vanhæfi var borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Anna Hildur vék af fundi við umræðu málsins.

Ráðið samþykkir að fela deildarstjóra íþróttamála að útbúa reglur um auglýsingaskilti utan á íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar sem og um nafngiftir á íþróttamannvirkjum.

Frístundaráð frestar afgreiðslu erindis þar til reglurnar liggja fyrir.

6.Fimleikafélag Akureyrar - ársreikningur 2018

Málsnúmer 2019100356Vakta málsnúmer

Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastóri FIMAK og Inga Stella Pétursdóttir gjaldkeri FIMAK mættu á fundinn og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fulltrúum FIMAK fyrir framlögð gögn er varðar fjárhagsstöðu félagsins.

Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að gera tillögu að nýju samkomulagi er varðar endurgreiðslu á láni félagsins við Akureyrarbæ.

7.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til október 2019.

Fundi slitið - kl. 15:00.