Bæjarráð

3767. fundur 13. apríl 2022 kl. 08:15 - 09:34 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Reglur um símenntun starfsfólks - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022041944Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að endurskoðuðum reglum um símenntun starfsfólks Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Verklagsreglur bæjarráðs um kjaraákvarðanir og hlunnindi

Málsnúmer 2022042258Vakta málsnúmer

Með vísan í Jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. apríl 2022 er lögð fram til umfjöllunar tillaga að verklagsreglum bæjarráðs um heimildir vegna kjaraákvarðana og hlunninda sem setja skulu skýran ramma um framkvæmd jafnlaunastefnu. Verklagsreglur þessar skulu endurskoðaðar af bæjarráði eftir þörfum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir verklagsreglurnar með fimm samhljóða atkvæðum.

3.Félagsstofnun stúdenta - tilnefning fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2022042171Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 11. apríl 2022 frá Jóhannesi Baldri Guðmundssyni framkvæmdastjóra Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri þar sem óskað er eftir tilnefningu aðal- og varafulltrúa í stjórn FÉSTA til tveggja ára.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Margréti Tryggvadóttur sem aðalfulltrúa í stjórn Félagsstofnunar stúdenta og Dan Jens Brynjarsson til vara.

4.Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2022

Málsnúmer 2022042067Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2022 frá Jóhanni Steinari Jóhannssyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins miðvikudaginn 4. maí nk. kl. 16:00. Fundurinn verður rafrænn en hlekkur á fundinn og upplýsingar um atkvæðagreiðslu verða sendar fulltrúum í tölvupósti þegar nær dregur fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Akureyrarbæjar á fundinum.

5.Sveitarstjórnarkosningar maí 2022

Málsnúmer 2022030876Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 4. apríl 2022 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarbæ verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Lagt er til að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og að í Grímsey verði kjörstaður í Grímseyjarskóla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, einn í Hrísey og einn í Grímsey. Þá hefur kjörstjórn ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 2022.

6.Vinnuskóli 2022

Málsnúmer 2022042227Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjölda tíma hjá 14, 15, 16 og 17 ára ungmennum í vinnuskólanum í sumar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að tímafjöldi ungmenna í vinnuskólanum sumarið 2022 verði sem hér segir: 14 ára 105 tímar, 15 ára 120 tímar, 16 ára 140 tímar og 17 ára 175 tímar.

7.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 - síðari umræða

Málsnúmer 2021090476Vakta málsnúmer

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

8.Holtahverfi norður - auglýsing lóða: Þursaholt 2-10

Málsnúmer 2021070119Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. apríl 2022:

Lagt fram erindi Búfesti hsf. dagsett 1. apríl 2022 þar sem óskað er eftir formlegri úthlutun lóðarinnar Þursaholts 2-10 til samræmis við viljayfirlýsingu bæjarstjórnar frá 4. maí 2021. Er miðað við að fyrsti áfangi framkvæmdar verði uppbygging bílakjallara auk húsa 2, 4 og 6 og stefnt skuli að framkvæmdum sem fyrst.

Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Búfesti hsf. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um skiptingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að afla frekari upplýsinga.

9.Skíðalyfta í Hlíðarfjalli - nafn

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga fulltrúa Akureyrarbæjar og Vina Hlíðarfjalls að nafni á nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að kynna nafngiftina í tengslum við Andrésar Andar leikana sem hefjast 20. apríl nk.

10.Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í Samráðsgátt

Málsnúmer 2022041933Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hafa verið birt í Samráðsgátt.

Innviðaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 11. apríl 2022. Drögin má finna á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3189

Fundi slitið - kl. 09:34.