Bæjarráð

3521. fundur 08. september 2016 kl. 08:30 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri ráðhúss ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Logi Már Einarsson S-lista boðaði forföll og einnig varamaður hans.

1.Hlíðarfjall - starfsemi og rekstur - úthýsing

Málsnúmer 2014050114Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 1. september 2016:

Farið yfir stöðuna á vinnu við mögulega úthýsingu Hlíðarfjalls. Lögð fram samantekt frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi úthýsingu Hlíðarfjalls. Einnig lagt fram til kynningar yfirlit frá Karli Guðmundssyni um rekstur Hlíðarfjalls 2009-2015.

Íþróttaráð þakkar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar fyrir samantektina.

Íþróttaráð leggur til að skoðaðir verði möguleikar á að fara í úthýsingu á rekstri Hlíðarfjalls til lengri tíma og í samræmi við tillögur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir með íþróttaráði að skoðaður verði möguleiki á úthýsingu á rekstri Hlíðarfjalls til lengri tíma og felur bæjarstjóra og forstöðumanni íþróttamála að ganga til samstarfs við AFE um frekari útfærslu á grundvelli tillagna þeirra. Tillögu um frekari útfærslu skal skila til bæjarráðs fyrir 17. október nk.

2.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júní 3016 frá Vinum Hlíðarfjalls, Markaðsstofu Norðurlands og Skíðafélagi Akureyrar. Í erindinu óska Vinir Hlíðarfjalls eftir heimild til að vinna að undirbúningi og kaupum á notaðri stólalyftu þar sem heildarkostnaður verði allt að 350 m.kr. Vinir Hlíðarfjalls munu leggja fram 100 m.kr. í hlutafé sem ekki verður krafist ávöxtunar af og allt að 250 m.kr. verði t.d. fjármagnaðar með lánsfé en á móti muni bærinn reka lyftuna og ábyrgjast þannig að Vinir Hlíðarfjalls geti staðið undir afborgunum af lánum og vöxtum.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, Guðmundi Baldvini Guðmundssyni og Gunnari Gíslasyni að ræða við bréfritara.

3.AkureyrarAkademía - húsaleigusamningur

Málsnúmer 2015080086Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 31. ágúst 2016 frá Margréti Guðmundsdóttur fyrir hönd stjórnar AkureyrarAkademíunnar. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á leigusamningi stofnunarinnar við Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

4.Göngu- og hjólastígur frá Hrafnagilshverfi að Akureyri

Málsnúmer 2016090032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 3. september 2016 frá Jóni Stefánssyni oddvita Eyjafjarðarsveitar. Í erindinu er óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um þátttöku bæjarins í lagningu göngu- og hjólastígs frá Hrafnagilshverfi að Akureyri og tengingu við göngu- og hjólastíg við Drottningarbraut.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

5.Beiðni um tilnefningu fulltrúa á samráðsvettvang SSH

Málsnúmer 2016090013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 31. ágúst 2016 frá Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í erindinu er óskað eftir tilnefningu Akureyrarbæjar á einum fulltrúa á sérstakan samráðsvettvang vegna Sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2015-2019. Í ljósi þess að við samsetningu samráðsvettvangsins verður gætt eins og kostur er aldurs- og kynjasjónarmiða, er óskað eftir því að við tilnefningu verði sett fram tvö nöfn, bæði karls og konu, þannig að unnt verði að velja annan hvorn aðilann þegar tilnefningar allra aðila liggja fyrir.
Bæjarráð tilnefnir þau Guðmund Baldvin Guðmundsson og Evu Hrund Einarsdóttur í samráðshópinn.

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa október 2016 - maí 2017 - áætlun

Málsnúmer 2016090022Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa frá október 2016 til maí 2017.

Áætlunin er birt á heimasíðu Akureyrarbæjar, slóðin er: http://www.akureyri.is/stjornkerfid/baejarstjorn/
Bæjarráð samþykkir áætlunina.

Fundi slitið - kl. 10:55.