Bæjarráð

3499. fundur 23. mars 2016 kl. 10:20 - 12:36 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Rætt um rekstur ÖA.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í ljósi yfirlýsingar ríkisstjórnar um aðkomu ríkisins að rekstrarvanda hjúkrunarheimila, að kalla þegar í stað eftir viðræðum við heilbrigðis- og fjármálaráðherra um rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

2.Menningarfélag Akureyrar - MAk

Málsnúmer 2016030110Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 21. mars 2016 með beiðni um aðstoð vegna lausafjárvanda félagsins.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi við MAk í samræmi við umræður á fundinum. Samkomulagið á ekki að hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið.

3.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 10. mars 2016 frá bakhópi sem starfar innan Akureyrarbæjar vegna móttöku flóttamanna.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi vegna húsaleigu flóttamanna þannig að hún falli undir félagslegar íbúðir bæjarins sem er í samræmi við verklag annarra sveitarfélaga við móttöku flóttamanna. Kostnaður vegna þessa er áætlaður 2,5 milljónir króna á árinu 2016. Gerð viðauka er frestað og vísað til aðgerðarhóps um framtíðarrekstur bæjarins.

4.Hrísey - byggðafesta

Málsnúmer 2016030153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2016 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar vegna samkomulags Byggðastofnunar og K&G ehf um að auka byggðafestu í Hrísey.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að staðfesta það fyrir hönd bæjarins.

5.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 17. mars 2016:

Tekið fyrir ódagsett erindi frá Vinum Hlíðarfjalls um kaup á skíðalyftu.

Íþróttaráð þakkar Vinum Hlíðarfjalls áhugann og vinnuna sem þeir hafa sýnt uppbyggingu í Hlíðarfjalli.

Mikil vinna hefur verið í gangi í aðgerðarhópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar og á meðan á þeirri vinnu stendur hefur íþróttaráð ekki heimild til að bæta í rekstur Hlíðarfjalls.

Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Vina Hlíðarfjalls um nánari útfærslu á sameiginlegri aðkomu þeirra og bæjarins við frekari uppbyggingu í Hlíðarfjalli. Jafnframt tekur bæjarráð undir bókun íþróttaráðs frá 17. mars sl. þar sem ráðið felur forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning á úthýsingu rekstrar Hlíðarfjalls.

6.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - ársreikningur 2015

Málsnúmer 2016030152Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar fyrir árið 2015.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Legatsjóður Jóns Sigurðssonar

Málsnúmer 2016030151Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 16. desember 2015 frá Svavari Pálssyni fyrir hönd Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar. Í erindinu er verið að leita sjónarmiða sveitarfélaganna við Eyjafjörð um hvernig rétt þykir að standa að tilnefningu fulltrúa þeirra í stjórn sjóðsins.
Bæjarráð vísar erindinu til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

8.Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál

Málsnúmer 2016030136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. mars 2016 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál 2016.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0267.html

Fundi slitið - kl. 12:36.