Frístundaráð

59. fundur 14. ágúst 2019 kl. 12:00 - 14:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Aðstöðumál frjálsíþróttadeildar KFA

Málsnúmer 2019070366Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2019 frá stjórn frjálsíþróttadeildar KFA vegna aðstöðumála félagsins, óásættanlegs rógburðar í garð þjálfara deildarinnar og vinnubragða ÍBA í málefnum KFA-frjálsar frá stofnun deildarinnar.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð bendir á að samkvæmt samþykktri íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA skal aðeins ein íþróttagrein vera stunduð í einu félagi að knattspyrnu og handbolta undanskildum. Samkvæmt mati ÍBA er UFA frjálsíþróttafélagið á Akureyri og nýtur forgangs er varðar úthlutun tíma. Er varðar rógburð í garð þjálfara deildarinnar getur frístundaráð ekki tekið afstöðu til þess.

2.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbygging frá 2014

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Rúnar Þór Björnsson formaður Siglingaklúbbsins Nökkva og Tryggvi Heimisson mættu á fundinn og kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir og fyrirætlanir klúbbsins með nýja siglinga- og sjósportsmiðstöð við Pollinn.
Frístundaráð þakkar Rúnari og Tryggva fyrir kynninguna.

3.Stofnun fimleikadeildar KA - samruni FIMAK

Málsnúmer 2019060211Vakta málsnúmer

Ívar Örn Björnsson formaður FIMAK, Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastóri FIMAK og Inga Stella Pétursdóttir, gjaldkeri FIMAK mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu sameiningarviðræðna á milli FIMAK og KA.
Frístundaráð þakkar fulltrúum FIMAK fyrir komuna á fundinn og veittar upplýsingar. Frístundaráð óskar eftir því að fimleikafélagið vinni málið hratt og faglega og haldi ráðinu upplýstu um framgang málsins.

4.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á framkvæmdum við nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli.
Ljóst er að kostnaður mun falla á Akureyrarbæ vegna uppsetningu nýrrar lyftu í Hlíðarfjalli sem mun kalla á viðauka við fjárhagsáætlun. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.

5.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020.

Fundi slitið - kl. 14:30.