Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020 - tekjuáætlun og fjárhagsrammi

Málsnúmer 2016050137

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3506. fundur - 19.05.2016

Rætt um fjárhagsáætlunaferlið 2017-2020.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Guðmundi Baldvini Guðmundssyni og Gunnari Gíslasyni, með hliðsjón af samþykktum tillögum aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar, að yfirfara fjárhagsáætlunarferli sveitarfélagsins í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu 2017-2020 og koma með tillögur að breytingum á því. Sérstaklega verði litið til tímasetninga og samræmingu á vinnulagi og framsetningu gagna og skulu endanlegar tillögur liggja fyrir við lok fjárhagsáætlunarvinnu 2017-2020.

Bæjarráð - 3507. fundur - 26.05.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlanaferlis.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3508. fundur - 02.06.2016

Lögð fram drög að tekjuáætlun og fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fullvinna tekjuáætlun og fjárhagsramma í samræmi við umræður á fundinum og legga fram á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð - 3509. fundur - 09.06.2016

Lögð fram tillaga um fjárhagsáætlunarferlið og tillaga að tekjuáætlun og fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um fjárhagsáætlunarferlið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða tillögu um tekjuáætlun og fjárhagsramma.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3510. fundur - 16.06.2016

Lagðar fram forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur.

Bæjarráð - 3525. fundur - 13.10.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3526. fundur - 20.10.2016

Farið yfir fjárhagsáætlun og tölfræði starfsáætlunar stoðþjónustudeilda.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3526. fundur - 20.10.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3527. fundur - 27.10.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3400. fundur - 01.11.2016

Bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um framkvæmdaáætlun 2017-2020.
Almennar umræður fóru fram um málið.

Bæjarráð - 3528. fundur - 03.11.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Dagbjört Pálsdóttir S-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3401. fundur - 08.11.2016

Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 3. nóvember 2016 fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram tillögu að breyttri framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu bæjarfulltrúa D-lista að breyttri framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020 til frekari yfirferðar í bæjarráði.


Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3529. fundur - 10.11.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Ingibjörg Ólöf Ísaksen formaður íþróttaráðs, Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs og Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið auk Ellerts Arnars Erlingssonar framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar og Þórgnýs Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu einnig fund bæjarráðs undir þessum lið auk bæjarfulltrúans Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista.

Bæjarráð - 3530. fundur - 17.11.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.



Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar, Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar sátu fundinn undir þessum lið ásamt Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra.



Einnig sátu Dagbjört Elín Pálsdóttir bæjarfulltrúi S-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi B-lista og Silja Dögg Baldursdóttir bæjarfulltrúi L-lista fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3531. fundur - 24.11.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Kl. 10:00 mættu þau Halla Björk Reynisdóttir formaður framkvæmdaráðs, Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður umhverfisnefndar á fundinn.

Kl. 10:45 mætti Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar.

Kl. 11:15 mættu þeir Víðir Benediktsson formaður stjórnar Hafnasamlags Norðurlands og Pétur Ólafsson hafnarstjóri.

Kl. 11:45 mættu þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku og Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku.



Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.



Einnig sátu bæjarfulltrúarnir Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Silja Dögg Baldursdóttir L-lista fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3532. fundur - 29.11.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs.

Jafnframt sátu fundinn bæjarfulltrúarnir Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Silja Dögg Baldursdóttir L-lista.

Bæjarráð - 3533. fundur - 01.12.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sátu fundinn undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista.

Bæjarráð - 3534. fundur - 08.12.2016

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Einnig sat Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi D-lista fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2017-2020 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3534. fundur - 08.12.2016

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Einnig sat Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi D-lista fundinn undir þessum lið.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um að hækkanir á gjaldskrám vegna aldraðra íbúa verði endurskoðaðar.


Preben Jón Pétursson Æ-lista lagði fram tillögu um að gjaldskrá Hlíðarfjalls verði breytt með þeim hætti að frítt verði í Hólbraut fyrir 17 ára og yngri og þeim kostnaði mætt með hækkun á lyftugjöldum í aðrar lyftur á svæðinu.


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég geri athugasemdir við hækkanir á heimaþjónustu bæði hvað varðar aðstoð við almenn heimilisstörf og heimsendan mat en báðir liðir hækka umfram almennar verðlagshækkanir. Báðir liðir hækkuðu einnig umfram almennar verðlagshækkanir á síðasta ári en hækkuðu í samræmi við almennar verðlagshækkanir árið 2014.


Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða gjaldskrá en mun kalla eftir skýringu og leiðum til að takmarka hækkanir er snúa að auknum kostnaði á þjónustu til eldri borgara.

Bæjarstjórn - 3404. fundur - 13.12.2016

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 8. desember 2016:

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Einnig sat Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi D-lista fundinn undir þessum lið.

Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um að hækkanir á gjaldskrám vegna aldraðra íbúa verði endurskoðaðar.

Preben Jón Pétursson Æ-lista lagði fram tillögu um að gjaldskrá Hlíðarfjalls verði breytt með þeim hætti að frítt verði í Hólabraut fyrir 17 ára og yngri og þeim kostnaði mætt með hækkun á lyftugjöldum í aðrar lyftur á svæðinu.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég geri athugasemdir við hækkanir á heimaþjónustu bæði hvað varðar aðstoð við almenn heimilisstörf og heimsendan mat en báðir liðir hækka umfram almennar verðlagshækkanir. Báðir liðir hækkuðu einnig umfram almennar verðlagshækkanir á síðasta ári en hækkuðu í samræmi við almennar verðlagshækkanir árið 2014.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða gjaldskrá en mun kalla eftir skýringu og leiðum til að takmarka hækkanir er snúa að auknum kostnaði á þjónustu til eldri borgara.
Fulltrúi V-lista Sóley Björk Stefánsdóttir leggur til að fallið verði frá fyrirhugaðri hækkun á gjaldskrá vegna aðstoðar við almenn heimilisstörf og heimsends matar og leggur til að þess í stað verði gjaldskrá hækkuð sem nemur þróun verðlags sem gæti verið nærri 3,5%.



Tillaga Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista, Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.



Lögð fram tillaga meirihluta bæjarstjórnar svohljóðandi:

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða gjaldskrá en vísar gjaldi á aðstoð við almenn heimilisstörf og heimsendingu matar aldraðra til endurskoðunar í velferðarráði með það að markmiði að draga úr hækkun ásamt því að leggja fram tillögur um hvernig lækkun tekna verði mætt innan málaflokksins.



Tillaga meirihluta bæjarstjórnar var borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsson D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3404. fundur - 13.12.2016

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 8. desember 2016:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Einnig sat Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi D-lista fundinn undir þessum lið.



Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:



Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2018

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2019

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2020

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2017-2020



A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Eignasjóður gatna o.fl.

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð



B-hluta stofnanir:

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Félagslegar íbúðir

Framkvæmdasjóður Akureyrar

Gjafasjóður ÖA

Hafnasamlag Norðurlands

Norðurorka hf

Strætisvagnar Akureyrar

Öldrunarheimili Akureyrar



Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2017-2020 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.
Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:



Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 15-19)

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -517.412 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 13.789.375 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



A-hluta stofnanir: (bls. 20)



I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 38.251 þús. kr.



II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 375.442 þús. kr.



III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða -7.375 þús. kr.



Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Samstæðureikningur (bls. 9)

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -111.095 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 28.018.956 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



B-hluta stofnanir: (bls. 20)

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:



I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -561 þús. kr.



II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 722 þús. kr.



III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -2.911 þús. kr.



IV. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -6.972 þús. kr.



V. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -8.467 þús. kr.



VI. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 117.498 þús. kr.



VII. Norðurorka hf, rekstrarniðurstaða 505.114 þús. kr.



VIII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 896 þús. kr.



IX. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 kr.



Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Samstæðureikningur Akureyrarbæjar: (bls. 3)

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 394.097 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 44.335.447 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2017: (bls. 25-26)

Aðalsjóður 715.000.000. kr.

A-hluti 1.237.000.000. kr.

B-hluti 2.266.900.000. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 3.503.900.000. kr.



Framkvæmdayfirlitið var borið upp og samþykkt með 6 atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2017 lagðar fram:



a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.



a) liður var samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.





b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.



b) liður var samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.





c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2017. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.



c) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.



Bókun:

Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.





Forseti lýsti yfir að 3. liður dagskrárinnar ásamt 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 8. desember 2016 séu þar með afgreiddir.



Bókun bæjarfulltrúa D-lista:

Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn getum ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akureyrar árin 2017-2020. Í áætluninni er gert ráð fyrir því að A-hluti bæjarsjóðs verði rekinn með halla að upphæð kr. 111.095.000 árið 2017. Það er í raun óásættanleg niðurstaða og hefði mátt leggja meiri vinnu í að ná hallalausum rekstri í A-hlutanum. Þá er í framkvæmdaáætlun ársins og næstu þriggja ára forgangsröðun verkefna sem við getum ekki fallist á. Þar má nefna framkvæmdir við Listasafnið sem við teljum vera úr takti við núverandi stöðu bæjarsjóðs, samgöngumiðstöð sem staðsetja á við Ráðhúsið og þá er gert ráð fyrir þátttöku Akureyrarbæjar í göngu- og hjólastíg að Hrafnagili að upphæð kr. 40.000.000 þegar ólokið er ýmsum mikilvægum framkvæmdum í bænum, auk þess sem ekkert liggur fyrir fast í hendi með kostnað eða þátttöku Vegagerðarinnar í slíkum stíg. Við höfum lagt áherslu á að dreifa framkvæmdum aðeins meira í takt við líklegan framkvæmdatíma s.s. aðstöðu fyrir Nökkva sem tekið hefur verið tillit til. Þá höfum við lagt áherslu á að gert verði ráð fyrir meiriháttar viðhaldi og breytingum á öldrunarheimilinu Hlíð, sem komið er inn í áætlun árið 2020 en við hefðum viljað fara í 2018. Þá ber að fagna því að lokið verður við framkvæmdir á lóð Naustaskóla, en við höfum áhyggjur af því að 60.000.000 kr. sem eru áætlaðar til framkvæmdanna dugi ekki til.

Töluvert hefur verið rætt um samstarf flokka í bæjarstjórn og vill meirihlutinn halda því fram að samstarf allra flokka sé gott. Það má rétt vera um ýmsa þætti, en samstarf um gerð fjárhagsáætlunar þarf að vera mun meira ef það á að nást samstaða um hana. Þá þarf samstarfið að byggjast á því að allir komi að sama borði áður en ákvarðanir eru teknar. Svo var ekki í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar nú. Það verður þó að taka það fram að samstarfið hefur þó verið meira og betra að sumu leyti nú en áður, en betur má ef duga skal.

Fjárhagsáætlunarferlið hefur ekki verið nógu gott, óskýr ábyrgðarsvið, gögn verið að skila sér seint og illa og tvisvar þurft að fresta umræðu vegna þessa. Þetta þarf að lagfæra og skerpa á ábyrgð í ferlinu sjálfu.

Þá er rétt að benda á það sem betur hefur verið gert nú en áður. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum á undanförnum árum kallað eftir betri upplýsingum og greiningum við þessa vinnu svo byggja megi ákvarðanir á gögnum. Nú eru í fyrsta skiptið í mörg ár lagðar fram starfsáætlanir nefnda og deilda þar sem koma fram markmið, magntölur og upplýsingar um þjónustu. Þá er lögð fram heildstæð greinargerð með áætluninni sem gerir alla umræðu um áætlunina markvissari og málefnalegri. Þessu ber að fagna og skapast nú gott tækifæri til að þróa þessi gögn og tæki áfram. Við lýsum fullum vilja okkar til að koma að þeirri vinnu nú sem fyrr.

Bæjarráð - 3544. fundur - 16.02.2017

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3409. fundur - 21.02.2017

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 16. febrúar 2017:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 atkvæðum.

Bæjarráð - 3545. fundur - 23.02.2017

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 2 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3546. fundur - 02.03.2017

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 3 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3410. fundur - 07.03.2017

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 23. febrúar 2017:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 2 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 2 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3410. fundur - 07.03.2017

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 2. mars 2017:

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 3 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 3 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3550. fundur - 30.03.2017

Lagður fram viðauki 4.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 4 en frestar afgreiðslu á viðauka vegna vinnu við gæðastefnu og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3412. fundur - 04.04.2017

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 30. mars 2017:

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 4 en frestar afgreiðslu á viðauka vegna vinnu við gæðastefnu og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 4 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3556. fundur - 18.05.2017

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3416. fundur - 06.06.2017

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 18. maí 2017:

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 5 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3558. fundur - 22.06.2017

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 6 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3560. fundur - 06.07.2017

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. júní 2017:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 6 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð staðfestir framlagðan viðauka 6.

Bæjarráð - 3564. fundur - 17.08.2017

Lagður fram viðauki 7.

Viðaukinn er vegna ákvörðunar um að leggja til námsgögn í grunnskólum bæjarins sbr. fundargerð bæjarráðs þann 6. júlí sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 7.

Bæjarráð - 3568. fundur - 21.09.2017

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 8 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3420. fundur - 03.10.2017

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 21. september 2017:

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 8 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 8 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3581. fundur - 28.12.2017

Lagður fram viðauki 9.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 9 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3427. fundur - 23.01.2018

8. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 28. desember 2017:

Lagður fram viðauki 9.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 9 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 9 með 11 samhljóða atkvæðum.