Bæjarstjórn

3410. fundur 07. mars 2017 kl. 16:00 - 18:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Sigríður Huld Jónsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Preben Jón Pétursson
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði varaformaður afbrigða og óskaði eftir að taka á dagskrá málið:
Niðurskurður á samgönguáætlun Alþingis, sem yrði 6. liður á dagskrá. Var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.

1.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - breyting á skipan þingfulltrúa

Málsnúmer 2014060061Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan aðal- og varaþingfulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Sigríður Huld Jónsdóttir, kt. 251169-4979, tekur sæti Loga Más Einarssonar, kt. 210864-2969, sem aðalþingfulltrúi og Dagbjört Elín Pálsdóttir, kt. 010980-5699, tekur sæti Sigríðar Huldar sem varaþingfulltrúi.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki 2

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 23. febrúar 2017:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 2 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 2 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki 3

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 2. mars 2017:

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 3 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 3 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Elísabet Eiríksdóttir - minningarorð

Málsnúmer 2017020174Vakta málsnúmer

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir að fá að minnast með nokkrum orðum Elísabetar Eiríksdóttur fyrrverandi bæjarfulltrúa á Akureyri. Á þessu ári eru 90 ár síðan hún var kosin í bæjarstjórn Akureyrar þar sem hún sat í 19 ár.

5.Frumvarp um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis

Málsnúmer 2017020146Vakta málsnúmer

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir umræðu um frumvarp um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimild um áfengisauglýsingar.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum (86/2011) um verslun með áfengi og tóbak.Sveitarfélög hafa síðustu 20 árin eflt forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna með góðum árangri. Í nýjustu evrópsku vímuefnarannsókninni sem er frá árinu 2015 kemur fram að íslenskir unglingar eru ólíklegri en evrópskir unglingar til að hafa drukkið áfengi.Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna og fjölmargir aðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum vara við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins og benda á að rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi, sem verður með mikilli fjölgun sölustaða, leiðir til aukinnar neyslu, meðal annars meðal barna og ungmenna.Verði frumvarpið samþykkt stangast það á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum, vinnur gegn forvarnastarfi sveitarfélaga undanfarin ár auk þess að stangast á við Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna.Bæjarstjórn Akureyrar leggur mikla áherslu á forvarnastarf og setur í forgang að búa börnum og ungmennum sem best uppvaxtarskilyrði. Heilsa íbúa, hagsmunir og velferð barna og ungmenna eiga að njóta forgangs í allri stefnumörkun ríkisins. Aukið aðgengi að áfengi og áróður í formi áfengisauglýsinga gengur gegn því sjónarmiði.Tillagan var borin upp og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

6.Niðurskurður á samgönguáætlun Alþingis

Málsnúmer 2016040162Vakta málsnúmer

Umræður um niðurskurð á samgönguáætlun Alþingis.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar telur það algjörlega óásættanlegt að nýsamþykkt samgönguáætlun hafi ekki verið fjármögnuð að fullu við gerð fjárlaga 2017. Áætlunin er vanfjármögnuð um 10 milljarða króna á árinu 2017 og því hefur samgönguráðherra lagt til mikinn niðurskurð á þeim verkefnum sem til stóð að framkvæma á árinu.Þriðji áfangi Dettifossvegar, er meðal þeirra verkefna sem samgönguráðherra leggur til að skorið verði niður og ljóst er að vegurinn mun því ekki klárast á árinu 2018 líkt og stefnt var að. Fjármagn í flughlaðið á Akureyri mætir niðurskurði og er ekki á áætlun.

Þessar framkvæmdir og fleiri sem fyrirhugað er að falla frá eru mikilvæg hagsmunamál fyrir byggðarlög í landinu og eru liður í því að styrkja innviði landsbyggðarinnar og stuðla að möguleikanum fyrir fjölbreytta uppbyggingu um allt land.

Áframhaldandi fjársvelti til samgöngumála getur leitt til hruns í samgöngukerfinu sem mun koma hart niður á umferðaröryggi, ferðaþjónustu, öðrum atvinnugreinum og íbúum landsins.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar skorar á Alþingi, ráðherra og ríkisstjórn að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja þegar það fjármagn sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun, þannig að uppbygging þessara samgöngumannvirkja sem og annarra um land allt komi til framkvæmda á árinu samkvæmt áætlun.

Bókunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2017 - frístundaráð

Málsnúmer 2017020013Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða frístundaráðs. Silja Dögg Baldursdóttir bæjarfulltrúi og formaður frístundaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.
Almennar umræður.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 23. febrúar og 2. mars 2017
Bæjarráð 23. febrúar og 2. mars 2017
Frístundaráð 23. febrúar 2017
Fræðsluráð 17. febrúar 2017
Skipulagsráð 22. febrúar 2017
Stjórn Akureyrarstofu 16. febrúar 2017
Umhverfis- og mannvirkjaráð 16. febrúar 2017
Velferðarráð 15. febrúar og 1. mars 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:40.