Bæjarráð

3568. fundur 21. september 2017 kl. 08:15 - 11:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.

1.Stofnstyrkir - reglur og lóðir

Málsnúmer 2017090056Vakta málsnúmer

Umræður um reglur og úthlutun lóða stofnstyrkjaíbúða.

Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsráðs mætti á fund bæjarráðs og fór yfir málið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Ósk um styrk vegna húsaleigu í Sunnuhlíð 12

Málsnúmer 2017030094Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 7. september 2017:

Til umræðu húsnæðismál KFA.

Þórunn Sif Harðardóttir D-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Við ákvörðun á húsnæðisstyrk til Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA) verði miðað við mannvirkjaleigu íþróttafélaganna á Akureyri sem eru í mannvirkjum í eigu Akureyrarbæjar. Þar mætti t.d. horfa til mannvirkjaleigu sem reiknuð er á Ungmennafélag Akureyrar (UFA) og yrði húsnæðisstyrkurinn þá á bilinu 7 - 8 milljónir á ári.Tillagan er felld með þremur atkvæðum Óskars Inga Sigurðssonar B-lista, Silju Daggar Baldursdóttur L-lista og Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista. Jónas Björgvin Sigurbergsson Æ-lista sat hjá.Tillaga frá Óskari Inga Sigurðssyni B-lista, Silju Dögg Baldursdóttur L-lista og Arnari Þór Jóhannessyni S-lista:

Húsnæðismál Kraftlyftingafélags Akureyrar hafa verið til umfjöllunar hjá frístundaráði í nokkrun tíma. Ljóst er að Akureyrarbær á ekkert húsnæði á lausu sem hæfir þeim óskum sem félagið hefur sett fram samkvæmt þeirra þarfagreiningu sem hljóðar upp á 895 - 1150 fermetra. ÍBA hefur, með stuðningi Akureyrarbæjar, greitt leigu fyrir aðstöðu félagsins í Sunnuhlíð 12. Mikil óvissa hefur verið með hvort félagið geti haldið þeirri aðstöðu. Eigendur húsnæðisins hafa nú boðið áframhaldandi leigusamning til 4 ára en leiguverð mun hækka um tæp 35%.

Eina húsnæðið sem Akureyrarbær getur boðið félaginu er norðursalur í íþróttahúsinu við Laugargötu, 136 fermetrar.

Lagt er til að KFA verði boðin aðstaða í Laugargötu. Ef félagið hafnar því verði óskað eftir því við bæjarráð að félaginu verði veittur styrkur að upphæð kr. 4.000.000 á ári næstu fjögur árin (2018-2021). Jafnframt verði óskað eftir viðauka að upphæð kr. 1.333.000 til að veita félaginu styrk fyrir mánuðina september - desember 2017.Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum Óskars Inga Sigurðssonar B-lista, Silju Daggar Baldursdóttur L-lista og Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista. Þórunn Sif Harðardóttir D-lista og Jónas Björgvin Sigurbergsson Æ-lista greiddu atkvæði á móti.Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram eftirfarandi bókun og tillögu:

Ég geri alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu frístundaráðs á húsnæðisstyrk til Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA). Í minnisblaði þar sem tillagan um húsnæðisstyrkinn er rökstudd kemur fram að starfandi hafi verið starfshópur pólitískra fulltrúa og starfsmanna sem hafði það hlutverk að leita lausna á húsnæðisvanda KFA. Þegar ég tók sæti í starfshópnum s.l. vor var búið að halda einn fund eftir því sem mér var sagt. Á fyrsta fundi sem ég sat 17. maí s.l. var farið í skoðunarferð um húsnæði íþróttahúss í Laugargötu. Niðurstaða þess fundar var að það væri of lítið og gengi ekki að bjóða KFA það. Ég hef hins vegar ekki séð fundargerð frá þessum fundi og því er þetta óstaðfest að því leyti. Ákveðið var að leita annarra lausna og nokkrir kostir nefndir sem átti að skoða fyrir næsta fund. Annar fundur var haldinn 10. júlí s.l. og þar kom fram að það væri í raun ekkert búið að gera, þannig að ákveðið var að boða til fundar þegar búið væri að skoða hugsanlega kosti sem nefndir voru á fundinum 17. maí. Eftir þetta heyrist ekki hósti né stuna frá meirihlutanum fyrr en með minnisblaði sem dagsett er 30. ágúst og fylgir fundarboði frístundaráðs 7. september s.l. Þá liggur fyrir að meirihlutinn er búinn að taka ákvörðun í málinu, að bjóða KFA aðstöðu í Laugargötunni sem búið var að afgreiða í starfshópnum sem ófullnægjandi kost en að öðrum kosti að greiða þeim 4.000.000,- kr. í húsaleigustyrk. Afarkostir lagðir fram án alls samráðs. Þetta getur alls ekki talist góð stjórnsýsla og verður ekki hjá því komist að mótmæla þessum vinnubrögðum harðlega.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í frístundaráði lagði fram tillögu á fundi þann 7. september sem hljóðaði svo: Við ákvörðun á húsnæðisstyrk til Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA) verði miðað við mannvirkjaleigu íþróttafélaganna á Akureyri sem eru í mannvirkjum í eigu Akureyrarbæjar. Þar mætti t.d. horfa til mannvirkjaleigu sem reiknuð er á Ungmennafélag Akureyrar (UFA) og yrði húsnæðisstyrkurinn þá á bilinu 7 - 8 milljónir á ári.

Við teljum með engu móti ásættanlegt að miða upphæð húsnæðisstyrksins til KFA við styrk til Tónræktarinnar. Þar er engan samhljóm að finna. Það væri mun eðlilegra að skoða hvað mætti ætla að Akureyrarbær væri að leggja félaginu til ef það væri í húsnæði eða aðstöðu sem bærinn á sjálfur. Þá er eðlilegt að skoða þá innri leigu sem færð er á íþróttafélög í bænum sem eru í húsnæði á vegum bæjarins. Þegar það er gert er ekki óeðlilegt að leggja til að styrkurinn verði 7 - 8 milljónir á ári.

Það er því mín tillaga að bæjarráð hafni tillögu meirihluta frístunaráðs og samþykki tillögu um að húsnæðisstyrkurinn verði 8.000.000 kr. á ári þar til félagið fær aðstöðu í húsnæði í eigu Akureyrarbæjar.Tillagan var borin upp og felld með 4 atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Sigríðar Huldar Jónsdóttur S-lista, Silju Daggar Baldursdóttur L-lista og Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu frístundaráðs. Gunnar Gíslason D-lista greiðir atkvæði á móti.Meirihluti bæjarráðs stendur við ákvörðun meirihluta frístundaráðs um að félaginu verði veittur styrkur að upphæð kr. 4.000.000 á ári næstu fjögur árin (2018-2021) sem við teljum að nægi til kjarnastarfsemi félagsins.

Bæjarráð gerir athugasemdir við orðræðu einstakra félagsmanna KFA í kjölfar ákvörðunar frístundaráðs og felur frístundaráði að óska eftir að málið verði tekið upp á vettvangi ÍBA.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki 8

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 8 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Íbúðalánasjóður - möguleg kaup á fasteignum sjóðsins

Málsnúmer 2017060071Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 15. september 2017:

Lagt fram kauptilboð Akureyrarbæjar í Gránufélagsgötu 22, íbúð 0101, að upphæð kr. 7.000.000.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kauptilboðið og vísar því til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð.

5.Ósk um endurskoðun á fasteignagjöldum fyrir verbúðir í Sandgerðisbót - undirskriftalisti

Málsnúmer 2017090101Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk um endurskoðun á álagningu fasteignagjalda á verbúðir í Sandgerðisbót.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og formanni bæjarráðs að skoða málið og leggja tillögu fyrir bæjarráð í tengslum við fjárhagsáætlun.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga - forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda 2018 og þriggja ára áætlun

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 12. september 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Norðurslóðamál 2017 - stefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017070047Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að stefnu Akureyrarbæjar í Norðurslóðasamstarfi.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

8.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2017/2018

Málsnúmer 2017090075Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 11. september 2017 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um umsókn um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Umsóknarfrestur er til 15. október 2017.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.

9.Opið bókhald

Málsnúmer 2017090118Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs kynnti rafrænt opið bókhald sem opnað verður fyrir almenning síðar í dag.

Fundi slitið - kl. 11:45.