Bæjarráð

3560. fundur 06. júlí 2017 kl. 08:15 - 09:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir varaformaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Halldóra Kristín Hauksdóttir B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Hildur Friðriksdóttir V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

Í upphafi fundar bauð varaformaður Halldóru Kristínu Hauksdóttur velkomna á hennar fyrsta fund í bæjarráði.

1.Tímabundið tilraunaverkefni Leikskólanum Pálmholti

Málsnúmer 2015090067Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð kjarasamninganefnd dagsett 3. júlí 2017:

Tekið fyrir erindi frá leikskólanum Pálmholti um framhald tilraunaverkefnis sem hófst haustið 2015.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt til að framlengja tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti til vors 2018. Kjarasamninganefnd óskar eftir að fá í júní 2018 skýrslu sem byggir m.a. á könnun meðal starfsmanna, um reynslu af verkefninu.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

2.Starfsþróunarsetur háskólamanna

Málsnúmer 2017070001Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 3. júlí 2017:

Kynnt tillaga um að sótt verði um aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna fyrir tilgreindan hóp starfsmanna hjá Akureyrarbæ.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að sótt verði um aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna fyrir æðstu stjórnendur bæjarins sem tilgreindir eru í minnisblaði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

3.Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2017

Málsnúmer 2017060032Vakta málsnúmer

11. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. júní 2017:

Lögð fram tillaga að breytingum á mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir breytingarnar og vísar endurskoðaðri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar til bæjarstjórnar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.

4.Davíðshagi 6 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017050043Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 28. júní 2017:

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 6 við Davíðshaga. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,79 í 1,05.

Lóðarstækkun á bifreiðastæðalóðum um 16,7 m² vegna bifreiðastæða fyrir hreyfihamlaða.

Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,3 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 31. maí 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Lagðar eru fram tvær tillögur A og B sem eru dagsettar 28. júní 2017 og unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á bílastæðalóðum og nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga B verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

5.Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 28. júní 2017:

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsetta 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 26. október og 30. nóvember 2016 en samþykkti að lögð yrði fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla á fundi 26. apríl 2017. Tillagan er dagsett 14. júní 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

6.Hrísey, deiliskipulag hafnarsvæðis

Málsnúmer 2016020053Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 28. júní 2017:

Deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis Hríseyjar var auglýst frá 22. febrúar með athugasemdafresti til 5. apríl 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, í versluninni í Hrísey og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Bjarni Thorarensen, dagsett 3. apríl 2017.

Gerð er athugasemd við að götunafni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúrs) sé breytt í Hafnargötu 4.

2) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 1. apríl 2017.

Óskað er eftir að Hafnargata 1c verði skilgreind til móttöku og flokkunar á sorpi og að byggingarreitur verði gerður fyrir aðstöðuhús starfsmanns.

3) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 30. mars 2017.

Að mati hverfisráðs þyrfti að bæta við inn í deiliskipulagið sjósundsvæði, stækka geymslusvæði við ferjubryggju, bæta við göngustíg við Ægisgötu og malbika undir gáma í "Portinu".Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 27. febrúar 2017.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýrri göngugötu norðan við svonefnt "Salthús" og húsum norðan við hana. Hér þarf að árétta sérstaklega um nauðsyn á flutningi fráveitu vegna nýrra byggingarreita við þessa göngugötu. Áður en að úthlutun lóða þarna kemur þarf bærinn því að semja um flutning lagna við Norðurorku eða leggja kvaðir á lóðirnar um kostnað við flutninginn. Fráveitulögn liggur í gegnum eina lóðina.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu. Athygli er þó vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Þrjú hús eru friðuð á svæðinu og merkja þarf þau sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum.

3) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 23. mars 2017.

Lagt er til að hafnarsvæðið verði skilgreint eins og á meðfylgjandi teikningu og að samræmi verði milli deiliskipulagsins og aðalskipulagstillögu.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 26. apríl 2017. Lögð er fram endurbætt tillaga að deiliskipulaginu þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna og athugasemdar. Einnig er lagt fram kostnaðarmat frá Norðurorku vegna færslu lagnar.

Svör við innkomnum athugasemdum:

1)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.

2)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar og er heiti lóðarinnar nú Hafnargata 2.

3)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.Svör við innkomnum umsögnum:

1) Gengið verður frá samkomulagi við Norðurorku áður en lóðinni verður úthlutað.

2) Húsin þrjú eru sérstaklega tilgreind í greinargerð og telst það vera fullnægjandi.

3) Athugasemdinni er vísað til vinnslu nýs aðalskipulags.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að uppfærða deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki 6

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. júní 2017:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 6 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð staðfestir framlagðan viðauka 6.

8.Grunnskólar Akureyrarbæjar - gjaldfrjáls námsgögn

Málsnúmer 2017060154Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 26. júní 2017:

Undanfarin misseri hefur umræðan um gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum farið vaxandi.

Fyrr í vetur fengu stjórnvöld afhentan undiskriftalista frá hátt í sex þúsund manns þar sem skorað er á þau að beita sér fyrir breytingu á grunnskólalögum þannig að námsgögn í grunnskólum verði gjaldfrjáls. Þá hafa Barnaheill einnig talað fyrir því að grunnskólaganga barna verði alveg gjaldfrjáls.

Fræðsluráð leggur til að öllum grunnskólabörnum í grunnskólum Akureyrarbæjar verði veittur hluti nauðsynlegra námsgagna (s.s. ritföng, stílabækur, límstifti, möppur og einfaldir vasareiknar) þeim að kostnaðarlausu frá og með hausti 2017. Áætlaður kostnaður er um 16 milljónir króna.

Akureyrarbær hefur undirritað samning um að verða barnvænt sveitarfélag og hefur nú hafið innleiðingu að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gjaldfrjáls námsgögn eru liður í því að vinna gegn mismunun barna og því að börn njóti jafnræðis þegar að námi kemur.

Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð heimilar fræðslusviði að vinna áfram með málið og leita allra leiða til að ná sem heildstæðustu og hagstæðustu innkaupum.

9.Vinátta í verki - landssöfnun vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi

Málsnúmer 2017070012Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að bæjarráð samþykki að Akureyrarbær veiti styrk til landssöfnunarinnar, Vinátta í verki, vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 1.000.000 í landssöfnunina, Vinátta í verki, vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi. Styrkurinn færist af styrkveitingum bæjarráðs.

10.Verslunarmannahelgin 2017 - opnunartími skemmtistaða

Málsnúmer 2017070013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júní 2017 frá Sigurpáli Aðalsteinssyni framkvæmdastjóra Pósthúsbarsins og Cafe Amor fyrir hönd skemmtistaða á Akureyri þar sem óskað er eftir

lengingu á opnunartíma skemmtistaða um verslunarmannahelgina 2017 á þann veg að skemmtistaðir hafi leyfi til að hafa opið til kl. 02:00 aðfaranótt föstudags og að skemmtistaðir hafi leyfi til þess að hafa opið til kl. 05:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags.
Með vísan í 7. mgr. 25. gr. í Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað samþykkir bæjarráð að heimila veitingastöðum skv. flokki III að hafa opið um verslunarmannahelgina sem hér segir: Aðfaranótt laugardags og sunnudags til kl. 05:00. Bæjarráð samþykkir einnig beiðni um að aðfaranótt föstudags verði opið til kl. 02:00.

Fundi slitið - kl. 09:45.