Bæjarstjórn

3409. fundur 21. febrúar 2017 kl. 16:00 - 19:14 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Jón Þorvaldur Heiðarsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista mætti í forföllum Silju Daggar Baldursdóttur.
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Bæjarstjórn - ósk um lausn frá störfum bæjarfulltrúa

Málsnúmer 2015030233Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar 2017 frá Margréti Kristínu Helgadóttur bæjarfulltrúa Æ-lista þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum bæjarfulltrúa til loka kjörtímabilsins.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Margrétar Kristínar Helgadóttur með 11 atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan varamanns í stjórn Akureyrarstofu:

Inda Björk Gunnarsdóttir tekur sæti varamanns í stjórn Akureyrarstofu í stað Silju Daggar Baldursdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 atkvæðum.

3.Sandgerðisbót - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015060121Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 8. febrúar 2017:

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna lóðar skolphreinsistöðvar. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt dagsett 30. janúar 2017 ásamt umhverfisskýrslu unnin af verkfræðistofnunni Eflu dagsett janúar 2017. Innkomin umsögn frá Umhverfisstofnun 2. febrúar 2017.

Skipulagsráð tekur undir sjónarmið Umhverfisstofnunar og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að láta uppfæra umhverfisskýrsluna til samræmis við umsögn Umhverfisstofnunar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði þannig breytt auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

4.Sjávargata 4 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016090007Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 8. febrúar 2017:

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Jónas V. Karlesson er með fyrirspurn fyrir byggingu 8 kornsílóa á lóð Bústólpa við Sjávargötu 2-4. Skipulagsnefnd samþykkti að erindið yrði grenndarkynnt á fundi 14. desember 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 27. desember 2016 og var athugasemdafrestur til 25. janúar 2017.

Engin athugasemd barst.

Þrjár umsagnir bárust.

1) Hafnasamlag Norðurlands.

Engin athugasemd er gerð.

2) Norðurorka, dagsett 23. janúar 2017.

Á lóðinni er mikið af lögnum allra veitna Norðurorku, auk kvaðar um dreifistöð rafveitu. Mikilvægt er að gera fyrirvara vegna mögulegra breytinga á veitulögnum og mögulegum kostnaði sem fellur á lóðarhafa vegna þeirra. Sama á við um dreifistöð rafveitu. Nauðsynlegt er fyrir lóðarhafa að ganga til samninga við Norðurorku hér að lútandi.

3) ISAVIA, dagsett 2. febrúar 2017.

Engin athugasemd er gerð en bent er á skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll sem ber að taka tillit til.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Umsækjandi gangi frá samningi, samanber umsögn Norðurorku, áður en byggingarleyfi verður gefið út og minnt er á skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

5.Krókeyri - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016110161Vakta málsnúmer

14. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 8. febrúar 2017:

Erindi dagsett 25. nóvember 2016 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð við Krókeyri. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. desember 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 23. janúar 2017 og unnin af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga.

Einungis er um að ræða minniháttar skipulagsbreytingu þar sem gerð er lóð fyrir dælustöð sem verður neðanjarðar. Breytingin varðar einungis Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

6.Glerárvirkjun II, stöðvarhús - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016120105Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. febrúar 2017:

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 8. febrúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni.

Tryggvi Gunnarsson S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

7.Innkaupareglur Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2016060084Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 16. febrúar 2017:

Rætt um endurskoðun á innkaupareglum Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að fella úr gildi innkaupareglur Akureyrarbæjar frá 2004 (með síðari breytingum). Framvegis verði einungis unnið eftir nýjum lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.

Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu bæjarráðs að fella úr gildi innkaupareglur Akureyrarbæjar frá 2004, með síðari breytingum og að framvegis verði einungis unnið eftir nýjum lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.

8.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 16. febrúar 2017:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 atkvæðum.

9.Glerárdalur - leyfi fyrir þyrluskíðaferðum í fólkvanginum

Málsnúmer 2016120037Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir umræðu um 2. lið í fundargerð umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 16. febrúar 2016:

Lögð fram ódagsett beiðni frá Bergmönnum ehf um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum í fólkvanginum á Glerárdal ásamt beiðni Umhverfisstofnunar um afstöðu Akureyrarbæjar til málsins dagsett 7. febrúar 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni frá Bergmönnum ehf um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum í Glerárdal. Ráðið gerir fyrirvara um að farið verði eftir reglugerðum er gilda um vatnsverndarsvæði og að leyfið verði veitt tímabundið til eins árs.

Hermann Ingi Arason V-lista óskar bókað: VG leggst alfarið gegn því að þyrluflug verði heimilað um fólkvanginn á Glerárdal.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn leggur til að málinu verði vísað til stjórnar Akureyrarstofu til umsagnar og hvetur stjórn Akureyrarstofu til að leita umsagna notenda fólkvangsins.

Tillagan var borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn atkvæði Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.

Jón Þorvald Heiðarsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

10.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2017 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2017020013Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða stjórnar Akureyrarstofu.

Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 21. apríl 2015 um að formaður fastanefndar sem ekki á sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram, mætti Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu og gerði grein fyrir starfsáætluninni.
Almennar umræður.

11.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 9. og 16. febrúar 2017
Bæjarráð 9. og 16. febrúar 2017
Frístundaráð 9. febrúar 2017
Fræðsluráð 6. febrúar 2017
Kjarasamninganefnd 3. og 7. febrúar 2017
Skipulagsráð 8. og 15. febrúar 2017
Stjórn Akureyrarstofu 31. janúar 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:14.