Bæjarráð

3545. fundur 23. febrúar 2017 kl. 08:30 - 12:23 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Preben Jón Pétursson Æ-lista boðaði forföll og einnig varamaður hans.

1.Öldrunarheimili Akureyrar - úttekt á reksti

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Kynnt staða á úttekt á rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Magnús Kristjánsson frá KPMG, Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Róbert Freyr Jónsson varaformaður velferðaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2016

Málsnúmer 2016040185Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til desember 2016.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.AkureyrarAkademía - húsaleigusamningur

Málsnúmer 2015080086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 16. febrúar sl.

Lagt fram erindi dagsett 30. janúar 2017 frá Kristínu Hebu Gísladóttur verkefnastjóra fyrir hönd AkureyrarAkademíunnar. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á leigusamningi AkureyrarAkademíunnar við Akureyrarbæ vegna Háhlíðar 1 (Árholt).

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að framlengja húsaleigusamninginn til áramótanna 2017/2018.

4.Hafnarstræti 28 104 - kaup á íbúð

Málsnúmer 2017020090Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 16. febrúar 2016:

Lagt fram samþykkt kauptilboð í Hafnarstræti 28 104.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kauptilboðið og vísar því til samþykktar í bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð í Hafnarstræti 28 104.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki 2

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 2 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Tónræktin - styrkbeiðni

Málsnúmer 2017020092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2017 frá Guðmundi Magna Ásgeirssyni, Ármanni Einarssyni og Brynleifi Hallssyni fyrir hönd Tónræktarinnar. Í erindinu er óskað eftir að gerður verði samningur um styrkveitingu til Tónræktarinnar til 5 ára.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til frístundaráðs.

7.Erlend samskipti

Málsnúmer 2014090064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi móttekið 14. febrúar 2017 þar sem bæjarstjóra Akureyrarbæjar er boðið að mæta á stofnfund Arctic Mayors Roundtable sem halda á í Farirbanks í Alaska 11. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga - landsþing

Málsnúmer 2014060058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. febrúar 2017 frá Magnúsi Karel Hannessyni sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í erindinu kemur fram að þann 24. mars nk. verður XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Reykjavík. Rétt til setu á landsþinginu eiga 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum. Að auki eiga seturétt á landsþinginu með málfrelsi og tillögurétt bæjar- og sveitarstjórar, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og þeir stjórnarmenn í sambandinu sem ekki eru kjörnir landsþingsfulltrúar fyrir sitt sveitarfélag.

Meðfylgjandi er skrá um landsþingsfulltrúa sveitarfélaganna og varamenn þeirra, samkvæmt kjörbréfum sem send hafa verið skrifstofu sambandsins.

Ef breytingar hafa orðið á þarf viðkomandi sveitarstjórn að samþykkja nýtt kjörbréf sem sent skal skrifstofu sambandsins í síðasta lagi 6. mars nk.

9.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 291. og 292. fundar stjórnar Eyþings dagsettar 25. janúar og 15. febrúar 2017. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir

10.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2016100117Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. febrúar 2017.
Bæjarráð vísar 1. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 2. og 3. lið til skipulagssviðs og 4. lið til bæjarstjóra.

11.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 105. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 13. febrúar 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1., 2. og 3. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 4. lið til bæjarstjóra og 5. lið til fræðslusviðs.

12.Rafræn stjórnsýsla

Málsnúmer 2017020108Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um uppsetningu á rafrænni íbúagátt.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að heimila kaup á rafrænni íbúagátt.

Fundi slitið - kl. 12:23.