Bæjarstjórn

3420. fundur 03. október 2017 kl. 16:00 - 18:51 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Preben Jón Pétursson
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Baldvin Valdemarsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Elías Gunnar Þorbjörnsson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

1.Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2017090031Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 27. september 2017:

Erindi dagsett 5. september 2017 þar sem Guðmundur Karl Jónsson fyrir hönd Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, kt. 480101-3830, sækir um breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 13. september 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 27. september 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Leitað var umsagna á grundvelli draga að skipulagsbreytingu.

Fjórar umsagnir bárust:

1) Frístundaráð, dagsett 14. september 2017.

Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. september 2017.

Engar fornleifar eru þekktar á umræddu svæði og eru því ekki gerðar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu.

Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

3) Skíðafélag Akureyrar, dagsett 19. september 2017.

Skíðafélagið gerir engar athugasemdir við breytinguna.

4) Veðurstofa Íslands, dagsett 25. september 2017.

Veðurstofan hefur áður gefið umsögn um varnir fyrir lyftuna í bréfi dagsettu 6. júlí 2017 til forstöðumanns skíðasvæðisins. Veðurstofan telur að varnirnar sem lagðar eru til fyrir lyftuna veiti fullnægjandi vörn til þess að öryggi skíðamanna verði viðunandi og í samræmi við reglugerð um hættumat fyrir skíðasvæði nr. 636/2009. Forsenda varnanna er að fylgst verði með stöðugleika snjóalaga ofan lyftunnar og að snjóflóð verði sprengd niður úr upptakasvæðinu þegar dýpt nýsnævis nálgast 1m. Bent er á að lyftan auðveldar aðgengi skíðamanna að skíðaleiðum sem snjóflóð geta fallið yfir. Nauðsynlegt er að öryggisáætlun fyrir skíðasvæðið taki mið af þessu og tryggi öryggi skíðamanna á skipulögðum skíðaleiðum með fullnægjandi hætti.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn áætlun um fundi

Málsnúmer 2017050158Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að áætlun um fundi bæjarstjórnar á árinu 2018.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða áætlun með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki 8

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 21. september 2017:

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 8 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 8 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Norðurslóðamál 2017 - stefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017070047Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 21. september 2017:

Lögð fram tillaga að stefnu Akureyrarbæjar í Norðurslóðasamstarfi.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða stefnu Akureyrarbæjar í Norðurslóðasamstarfi með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 2007110127Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um Reykjavíkurflugvöll og framtíð hans.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar leggur áherslu á að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs fyrir landið allt, þar til jafngóð eða betri lausn finnst. Fram hefur komið á undangengnum vikum að það er langtímaverkefni að finna jafngóða eða betri lausn og getur tekið tugi ára. Það er því óhjákvæmilegt að tryggja rekstur Reykjavíkurflugvallar þannig að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir s.s. að byggja nýja flugstöð og lagfæra útlit umhverfis flugvöllinn svo sómi sé að. Þá ítrekar bæjarstjórn bókun bæjarráðs Akureyrar frá 5.1.2017 þar sem þess var krafist að SV/NA flugbrautin verði opnuð aftur svo tryggja megi að sjúkraflugvélar geti lent á Reykjavíkurflugvelli, en það gerðist ítrekað sl. vetur að ekki var hægt að lenda á vellinum vegna veðurs eftir lokun brautarinnar. Það er svo enn alvarlegra mál að slík flugbraut er ekki til á öllu SV horni landsins, þar sem eina hátæknisjúkrahús landsins er staðsett.

Bæjarstjórn Akureyrar skorar því á stjórnvöld og ekki síst tilvonandi þingmenn að beita sér áfram í þessu máli og finna lausn til frambúðar.



Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Jöfnun á eldsneytiskostnaði vegna millilandaflugs til og frá Akureyri og Egilsstöðum

Málsnúmer 2017090319Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um jöfnun á eldsneytiskostnaði vegna millilandaflugs til og frá Akureyri og Egilsstöðum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á stjórnvöld, fjármálaráðherra og ekki síst tilvonandi þingmenn að beita sér fyrir breytingu á núgildandi lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara. Í núgildandi lögum er kveðið á um að jöfnun á flutningskostnaði nái ekki til eldsneytis vegna millilandaflugs. Staðan er því sú að flugvélaeldsneyti vegna millilandaflugs er mun dýrara á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík og Reykjavík. Unnið hefur verið að því um árabil að koma á millilandaflugi til Akureyrar og áhugi flugrekstraraðila á því hefur aukist. Ljóst er að verð á eldsneyti getur skipt sköpum í því að þetta verði að veruleika og því afar mikilvægt að nú þegar verði tryggt að verð á flugvélaeldsneyti til notkunar í millilandaflugi sé það sama á öllum alþjóðaflugvöllum landsins. Hér er um byggðasjónarmið að ræða sem skiptir miklu máli við að styðja við og efla byggð í landinu. Það er ljóst að með því að fjölga gáttum inn í landið má jafna fjölda ferðamanna um landið og fjölga þeim ferðamönnum sem koma aftur, en þá á aðra staði en suður- og vesturhluta landsins. Þetta er ekki síður mikilvægt í ljósi þess að dvalartími ferðamanna hefur styst og ein afleiðing þess virðist vera fækkun gistinátta á Norðurlandi. Með tilkomu Flugþróunarsjóðs átti að veita flugfélögum styrki til að hefja millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða en eins og staðan er nú fer megnið af áætluðum styrk til jöfnunar á eldsneytisverði sem aldrei var ætlunin í upphafi. Það er því ófrávíkjanleg krafa bæjarstjórnar að jöfnun á flutningskostnaði á flugvélaeldsneyti verði að veruleika sem allra fyrst.



Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Raforkumál og raforkuflutningur

Málsnúmer 2017050017Vakta málsnúmer

Umræður um raforkumál og raforkuflutning í Eyjafirði.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir áhyggjum af stöðu raforkumála. Ástand orkumála í Eyjafirði er og hefur verið mjög viðkvæmt og hamlandi til atvinnuuppbyggingar sem þarfnast raforku eins og t.d. létts iðnaðar. Þá lenda fyrirtæki í firðinum reglulega í vandræðum vegna ótryggra raforkuflutninga inn á svæðið ásamt spennuflökti sem hefur valdið mörgum fyrirtækjum vandræðum og jafnvel tjóni. Bæjarstjórn Akureyrar gerir athugasemdir við seinagang stjórnvalda og opinberra aðila í þessum málum og skorar á tilvonandi þingmenn að beita sér í málinu en afar mikilvægt er að jafna aðstöðu landsmanna til atvinnuuppbyggingar og búsetu.

Verði ekki hægt að tryggja raforku inn á svæðið frá vatns- og gufuaflsvirkjunum á næstu þremur árum þá sér bæjarstjórn ekki annan möguleika en að reistar verði díeselrafstöðvar sem geti annað fyrirsjáanlegri þörf á Eyjafjarðarsvæðinu á komandi árum, þar til umhverfisvænni lausnir verða að veruleika.



Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 21. september 2017
Bæjarráð 21. og 28. september 2017
Frístundaráð 14. og 28. september 2017
Fræðsluráð 12. og 18. september 2017
Skipulagsráð 27. september 2017
Stjórn Akureyrarstofu 14. og 21. september 2017
Velferðarráð 12., 20. og 27. september 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:51.