Bæjarráð

3529. fundur 10. nóvember 2016 kl. 08:30 - 12:23 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð formaður bæjarráðs Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur S-lista velkomna á sinn fyrsta fund í bæjarráði sem varafulltrúi í bæjarráði.

Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.

1.Ferjusiglingar til Hríseyjar og Grímseyjar

Málsnúmer 2016100091Vakta málsnúmer

Umræður um ferjusiglingar til Hríseyjar og Grímseyjar.

Guðmundur Helgason forstöðumaður greiningadeildar Vegagerðarinnar, Ásta Þorleifsdóttir sérfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu og Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnastjóri Brothættra byggða í Hrísey og Grímsey sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Guðmundi, Ástu og Helgu Írisi fyrir greinagóðar upplýsingar um málið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Ingibjörg Ólöf Ísaksen formaður íþróttaráðs, Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs og Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið auk Ellerts Arnars Erlingssonar framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar og Þórgnýs Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu einnig fund bæjarráðs undir þessum lið auk bæjarfulltrúans Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019 - viðauki

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 3.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Kjararáð - úrskurður um þingfararkaup

Málsnúmer 2016110060Vakta málsnúmer

Umræður um nýlegan úrskurð kjararáðs um þingfararkaup.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð Akureyrar beinir því til Alþingis að bregðast við ákvörðun kjararáðs um þingfararkaup með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði. Jafnframt samþykkir bæjarráð að ekki verði gerðar breytingar á launum kjörinna fulltrúa og nefndafólks í samræmi við úrskurð kjararáðs í lok október sl. á meðan Alþingi hefur ekki fjallað um málið.

5.Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Umræður um tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu.
Bæjarráð skipar bæjarfulltrúana Dagbjörtu Pálsdóttur, Guðmund Baldvin Guðmundsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur í verkefnahóp til að skoða mögulegar útfærslur á persónukjöri. Þá felur bæjarráð Akureyrarstofu að hefja vinnu við upplýsingastefnu og skulu drög að stefnunni lögð fram fyrir 31. mars nk. Varðandi tillögu um íbúaráð er bæjarstjóra falið að boða til sameiginlegs fundar með bæjarfulltrúum og hverfisnefndum. Ennfremur er bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða möguleika á opnu bókhaldi og skoða í því sambandi nýlega útfærslu Kópavogsbæjar og samráð þeirra við íbúa við gerð fjárhagsáætlunar.

6.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 5. október 2016:

Lögð voru fram drög að greinargerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 dagsett 30. september 2016, þéttbýlisuppdrætti dagsett 26. september 2016 og uppdrætti fyrir Hrísey og Grímsey dagsett 29. september 2016. Frestað frá síðasta fundi.

Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagsdrögin, með breytingum í samræmi við umræður á fundinum, verði send til umsagnar innan bæjarkerfisins og jafnframt til hverfisráða Hríseyjar og Grímseyjar með 5 vikna umsagnarfresti.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

7.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2016

Málsnúmer 2016010050Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar 4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 27. október 2016:

Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samstarfssamningur sem undirritaður var af menntamálaráðherra og bæjarstjóranum á Akureyri þann 26. október sl. Um er að ræða endurnýjun eldri samnings en menningarsamstarfið teygir sig allt aftur til ársins 1997. Samningurinn nær til yfirstandandi árs og ársins 2017. Meginmarkmið með samningnum er að efla hlutverk Akureyrar sem miðju utan höfuðborgarsvæðisins í lista- og menningarlífi á Íslandi og stuðla að auknu atvinnustarfi í listum á Akureyri. Þetta er gert með stuðningi við meginstofnanir á sviði leiklistar, myndlistar og tónlistar. Samningurinn nær til reksturs Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs, en Menningarfélag Akureyrar hefur rekstur þeirra með höndum um þessar mundir, og einnig nær samningurinn til reksturs Listasafnsins á Akureyri. Fjárveitingar ríkisins til samningsins hækka úr 138 mkr. árið 2015 í 168 mkr. árið 2016. Á seinna ári hans hækkar framlagið sem nemur áætlaðri hækkun verðlags og verður 172,2 mkr. árið 2017.

Stjórn Akureyrarstofu staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

8.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2016/2017

Málsnúmer 2016090053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. október 2016 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017, 158 þorskígildistonn vegna Hríseyjar og 62 þorskígildistonn vegna Grímseyjar.

Í bréfinu kemur fram að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 30. nóvember 2016.

9.Alþingiskosningar 2016

Málsnúmer 2016090001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 4. nóvember 2016 frá formanni kjörstjórnar Akureyrarkaupstaðar, Helgu G. Eymundsdóttur. Í bréfinu kemur fram að í Alþingiskosningunum sem fram fóru þann 29. október sl. þá hafi kjörfundur hafist á öllum kjörstöðum Akureyrarkaupstaðar kl. 09:00 og lauk kl. 22:00 á Akureyri, kl. 10:30 í Grímsey og kl. 18:00 í Hrísey.

Á kjörskrá voru 13.941 en á kjörstað á kjördag kusu 9.038. Utan kjörfundar greiddu atkvæði 1.816 þannig að samtals greiddu 10.854 atkvæði og kosningaþátttakan 77,86% sem er undir meðallagi miðað við undanfarin ár á Akureyri.

Kjörfundur gekk mjög vel og sem endranær telur kjörstjórn ástæðu til að hrósa öllu starfsfólki sérstaklega fyrir þeirra framlag til kosninganna, en að venju var fumlaus framkoma þeirra og ósérhlífni við undirbúning og framgang kosninganna sem er lykill að velheppnaðri framkvæmd þeirra.
Bæjarráð þakkar kjörstjórn, undirkjörstjórnum og starfsmönnum framkvæmd og vel unnin störf.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2016

Málsnúmer 2016010056Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. október 2016. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Fundi slitið - kl. 12:23.