Bæjarráð

3527. fundur 27. október 2016 kl. 08:30 - 11:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá
Logi Már Einarsson S-lista boðaði forföll og einnig Sigríður Huld Jónsdóttir varamaður hans.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Búsetudeild Jörvabyggð

Málsnúmer 2016050255Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 19. október 2016:

Í ágúst síðastliðnum var bætt við næturvakt og aukið við mönnun um helgar í búsetukjarnanum við Jörvabyggð. Þær aðstæður sem brugðist var við með ofangreindum hætti eru enn til staðar.

Kostnaður er áætlaður 1,6 mkr. á mánuði. Heildarkostnaður vegna viðbótarinnar er um 6,5 mkr. á yfirstandandi ári. Framkvæmdastjóri búsetudeildar óskar eftir að fjárheimildir kostnaðarstöðvarinnar verði auknar um 6,5 mkr. til að mæta kostnaðinum.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að fjárheimildir búsetudeildar vegna kostnaðarstöðvar 1025590 verði auknar um 6,5 mkr. og vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð 6,5 milljónir króna vegna næturvakta og aukinnar mönnunar um helgar í búsetukjarnanum við Jörvabyggð, kostnaðarstöð 1025590 og vísar til gerðar viðauka.

3.Almennar íbúðir - stofnframlag

Málsnúmer 2016060056Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning ódagsett frá Íbúðalánasjóði um umsókn um stofnframlag. Í tilkynningunni kemur fram að Íbúðalánasjóði hafi borist umsókn um stofnframlög ríkisins á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir vegna íbúða sem staðsettar eru innan Akureyrarbæjar. Umsóknir bárust frá eftirtöldum félögum:

Búseta Norðurlandi/Búfesti hsf. f.h. óstofnaðs hses.

Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins.

Getið er í tilkynningunni að Íbúðalánasjóður muni á næstu dögum yfirfara allar umsóknir sem hafa borist og meta hvort uppfyllt séu skilyrði laganna fyrir veitingu stofnframlags ásamt því að forgangsraða umsóknum ef þörf er á. Í tilkynningunni er það áréttað sérstaklega að það sé grundvallarskilyrði fyrir veitingu stofnframlags ríkisins að hlutaðeigandi sveitarfélag samþykki einnig veitingu stofnframlags af þess hálfu. Umsækjendur hafa fengið viðbótarfrest til að skila samþykki sveitarfélagsins til 16. nóvember nk.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur áherslu á að verkefnahópur um húsnæðismál skili tillögum sínum sem fyrst og felur fjármálastjóra að ræða við forsvarsmenn Búseta Norðurlandi/Búfesta hsf. f.h. óstofnaðs hses. og Brynju, Hússjóð Öryrkjabandalagsins og upplýsi þá um framgang mála.

4.Bandalag íslenskra skáta - 15th World Scout Moot 26.- 29. júlí 2017

Málsnúmer 2016100036Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 18. október 2016:

Erindi dagsett 5. október 2016 frá Jóni Ingvari Bragasyni framkvæmdastjóra 15th World Scout Moot þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna heimsleika skáta sem fara fram að hluta til á Akureyri í júlí 2017.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar því að heimsleikar skáta fari að hluta til fram á Akureyri sumarið 2017.

Beiðni um aðgengi að sundlaug á Akureyri er vísað til íþróttaráðs en öðrum liðum erindsins er vísað til bæjarráðs þar sem umbeðin styrkfjárhæð rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ráðsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og kalla eftir frekari upplýsingum sem lagðar verði fyrir bæjarráð.

5.Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Umræður um tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu.

Fundi slitið - kl. 11:55.