Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Kl. 10:00 mættu þau Halla Björk Reynisdóttir formaður framkvæmdaráðs, Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður umhverfisnefndar á fundinn.
Kl. 10:45 mætti Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar.
Kl. 11:15 mættu þeir Víðir Benediktsson formaður stjórnar Hafnasamlags Norðurlands og Pétur Ólafsson hafnarstjóri.
Kl. 11:45 mættu þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku og Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sátu bæjarfulltrúarnir Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Silja Dögg Baldursdóttir L-lista fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð Akureyrar skorar á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að boða sem allra fyrst til fundar með sveitarstjórnum til þess að ræða á lausnarmiðaðan hátt þá alvarlegu stöðu sem er yfirvofandi í grunnskóla- og tónlistarskólastarfi vegna kjaradeilna Félags grunnskólakennara og Félags tónlistarkennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar verði tekin umræða um það hvernig megi leysa þessar deilur, hvaða áhrif ákveðnar lausnir hafa á stöðu sveitarfélaganna og hvernig hægt er að móta samningsferli við aðildarfélög Kennarasambands Íslands þannig að komast megi hjá svo alvarlegum deilum sem iðulega koma upp í aðdraganda kjarasamninga við þessi félög.