Bæjarstjórn

3412. fundur 04. apríl 2017 kl. 16:00 - 18:22 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Preben Jón Pétursson
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Baldvin Valdemarsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Ólína Freysteinsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu í stjórn Hafnasamlags Norðurlands:

Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Víðis Benediktssonar.

Jóhannes Gunnar Bjarnason tekur sæti formanns í stað Víðis Benediktssonar og Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti varaformanns í stað Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - breyting á skipan fulltrúa

Málsnúmer 2017030595Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa Akureyrarbæjar í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar:

Tryggvi Már Ingvarsson tekur sæti Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum

3.Lækjargata 9a - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016060064Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 29. mars 2017:

Erindi dagsett 9. júní 2016 þar sem Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 9a við Lækjargötu.

Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 14. desember 2016.

Erindið var grenndarkynnt frá 27. desember 2016 til 25. janúar 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Erna Magnúsdóttir, dagsett 24. janúar 2017.

Ef skipta á upp bílastæðinu milli Lækjargötu 7 og 9a þá er óskað eftir því að það verði gert til helminga. Áratuga löng hefð er fyrir því að nýta bílastæðið sameiginlega. Ekki er hægt að koma fyrir bílastæði norðan við hús nr. 7 eins og sýnt er í skipulagi.

Óskað var eftir að mælt verði út það svæði sem er í eigu bæjarins til að sjá hversu stórt svæði hefur fylgt Lækjargötu 7 frá upphafi. Lögð fram athugun sviðsstjóra skipulagssviðs varðandi lausn bílastæðanna, en hann hafði rætt við eigendur húsa Lækjargötu 7 og 9a.

Skipulagsráð frestaði erindinu þann 15. febrúar 2017.

Skipulagsráð tekur undir innkoma athugasemd og samþykkir lóðarstækkun upp á 2,8 m til austurs í stað 3,0 m í samræmi við athugun sviðsstjóra skipulagssviðs.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Aðalstræti 19 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090131Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 29. mars 2017:

Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Björns Birgis Björnssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 19. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 25. janúar 2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar með athugasemdafresti til 3. mars 2017.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Tryggvi Sveinsson, dagsett 13. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd við að reistur verði bílskúr en þá þarf aðgengi að vera frá Aðalstræti. Þó þarf það að vera tryggt að hann verði notaður sem slíkur en ekki túristaskúr. Aðkoma að lóðinni á að vera frá Aðalstræti. Óskað er eftir skýringum af hverju aðgengi er nú frá Duggufjöru.

2) Undirskriftalisti 8 íbúa við Aðalstræti, dagsettur 27. febrúar 2017.

Gerð er athugasemd við byggingu bílskúrs þar sem rekstur gistihúss í Aðalstræti 19 með 8-10 herbergjum og þeirri bílaumferð sem því fylgir, þá er ekki pláss fyrir bílskúr á lóðinni. Að lágmarki þurfa að vera 6 bílastæði. Áhyggjur er uppi um að fyrirhuguð bygging verði nýtt sem aukið gistirými sem enn myndi auka þörf fyrir bílastæði. Verði samt sem áður þessi breyting leyfð er gerð sú krafa að ekki geti verið gistirými í byggingunni. Grenndarkynningin tekur ekki til Aðalstrætis 28 sem þó verður fyrir óþægindum vegna starfseminnar.

Íbúum Aðalstrætis 28 var sýnd grenndarkynningin af nágrönnum og skrifuðu einnig undir undirskriftalistann.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. mars 2017.

Svör við athugasemdum.

1) Í samræmi við gildandi deiliskipulag er aðkoma að lóð nr. 19 við Aðalstræti frá Duggufjöru. Í upphaflegu deiliskipulagi Duggufjöru var aðkoma að baklóðum við Aðalstræti skilgreind frá Duggufjöru þar sem rými væri þar meira en í Aðalstræti sem er þröng gata.

2) Í húsinu eru skráðar tvær íbúðir. Í rekstrarleyfi fyrir gistingu kemur fram að hvora íbúð skuli leigja út sem eina heild til eins aðila, en ekki er heimilt að leigja hvert herbergi út fyrir sig. Gert er ráð fyrir að rúmast geti 4-6 gestir í hvorri íbúð og leiga í kjallara er óheimil þar sem lofthæð er of lítil. Miðað við að þessi skilyrði séu uppfyllt og bílskúrinn nýist einnig fyrir bílastæði, er ekki þörf á fleiri bílastæðum á lóðinni.


Skipulagsráð áréttar að í samræmi við deiliskipulagstillöguna verður önnur notkun en bílgeymsla óheimil í fyrirhuguðu rými. Skipulagsráð tekur ekki á þætti gistiheimilisins en bendir umsækjanda og umsagnaraðilum á ákvæði um gistirými sem eru í gildi.


Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ólafur Kjartansson V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Davíðshagi 10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017010045Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 29. mars 2017:

Erindi dagsett 4. janúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingar á deiliskipulagi. Sótt er um að fjölga íbúðum og auka nýtingarhlutfall. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 25. janúar 2017 og heimilaði deiliskipulagsbreytingu á fundi 8. febrúar 2017.

Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingarhlutfall og fjölda íbúða. Þetta er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104Vakta málsnúmer

21. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 29. mars 2017:

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember og 14. desember 2016. Lögð eru fram drög að verklagsreglum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa vinnureglunum aftur til skipulagsráðs til umfjöllunar.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki 4

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 30. mars 2017:

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 4 en frestar afgreiðslu á viðauka vegna vinnu við gæðastefnu og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 4 með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 - seinni umræða

Málsnúmer 2016080102Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 30. mars 2017:

5. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 21. mars 2017:

Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Ársreikningurinn var síðan undirritaður.

9.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2017 - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2017020013Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.
Almennar umræður.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 16., 23. og 30. mars 2017
Bæjarráð 23. og 30. mars 2017
Frístundaráð 23. og 30. mars 2017
Fræðsluráð 20. mars 2017
Skipulagsráð 29. mars 2017
Stjórn Akureyrarstofu 16. og 23. mars 2017
Umhverfis- og mannvirkjaráð 17. og 31. mars 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:22.