Bæjarráð

3525. fundur 13. október 2016 kl. 08:30 - 13:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Tækifæri - sala hlutabréfa

Málsnúmer 2015050149Vakta málsnúmer

Umræður um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í Tækifæri hf.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar, Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf og bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Ingibjörg Ólöf Isaksen og Njáll Trausti Friðbertsson véku af fundi kl. 09:50 áður en bókun var afgreidd. Dan Jens Brynjarsson vék af fundi kl. 10:35.
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun/yfirlýsingu vegna sölu á hlutabréfum í Tækifæri hf.

Bæjarráð ákvað á fundi sínum þann 21. janúar sl. að ganga að kauptilboði KEA í eignarhlut bæjarins í Tækifæri hf. Það upplýsist hér með formlega að um var að ræða hlutafé að nafnvirði kr. 116.408.129 og var tilboðsfjárhæðin 116 milljónir króna en eignarhlutur bæjarins í Tækifæri hf. var bókaður á kr. 86.878.287 í ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2014. Var málið fært í trúnaðarbók og var bæjarstjóra falið að undirrita kauptilboðið.

Ákvörðun um að færa málið í trúnaðarbók byggðist á kröfu KEA um trúnað. Aldrei stóð til af hálfu bæjarráðs að viðhafa leynd vegna þessara viðskipta. Eftir á að hyggja hefði verið rétt að létta formlega trúnaði af málinu um leið og kauptilboðið var undirritað. Ljóst má vera að skýra þarf betur hvernig fara á með mál sem tímabundið kunna að vera færð í trúnaðarbók. Mun bæjarráð setja, í kjölfar þessa máls, skýrar reglur um meðferð mála sem færð eru í trúnaðarbók.

Í framhaldi af samþykki Akureyrarbæjar á kauptilboði KEA var öðrum hluthöfum í Tækifæri hf. boðið að nýta forkaupsrétt í samræmi við lög og nýtti Íslensk verðbréf hf. sinn forkaupsrétt. Endanleg sala á eignarhluta Akureyrarbæjar skiptist því þannig að KEA keypti 88,7% á kr. 102.843.851 og Íslensk verðbréf keyptu 11,3% á kr. 13.156.149.

Bæjarráð viðurkennir að það voru mistök að fara ekki með hlutabréfin í Tækifæri hf. í opið söluferli. Eftir á að hyggja var engin ástæða til að samþykkja kröfu KEA um trúnað vegna tilboðs fyrirtækisins í bréfin. KEA hefði alltaf á grundvelli forkaupsréttar getað gengið inn í hæsta tilboð eða gert opinbert tilboð í bréfin. Hvort opið söluferli hefði leitt til þess að hærra verð hefði fengist fyrir bréfin er óvíst, en ferlið hefði þá verið gagnsætt alla leið sem er mikilvægt.

Bæjarráð leggur áherslu á að við ákvörðun um söluna voru hagsmunir bæjarbúa hafðir að leiðarljósi. Lengi hefur verið vilji til að skoða sölu á hlut bæjarins í félaginu, með það að markmiði að nýta betur þá fjármuni sem bundnir hafa verið í félaginu í aðrar fjárfestingar. Í því sambandi hefur m.a. verið horft til frumkvöðlaseturs í eigu bæjarins.

Við mat á tilboðsfjárhæð var stuðst við álit og mat fjármálstjóra bæjarins sem þekkti vel til reksturs félagsins eftir áralanga setu í stjórn þess. Matið byggði fjármálastjórinn á ársuppgjöri Tækifæris hf. fyrir árið 2014. Vitað var að rekstur Baðfélags Mývatnssveitar ehf., sem er ein helsta eign Tækifæris hf. hafði gengið vel á árinu 2015 og framtíðarhorfur þess væru bjartar en mikil fjárfestingaþörf er framundan hjá félaginu.

Síðustu viðskipti sem vitað var um með bréf í Tækifæri hf. voru frá desember 2013 þegar KEA keypti eignarhluta Íslandsbanka hf., Arion banka hf., LBI hf. og Glitnis hf. á genginu 0,495. Þá bauðst Akureyrarbæ að nýta forkaupsrétt sinn sem var hafnað.

Ekkert formlegt verðmat frá utanaðkomandi aðila var framkvæmt á Tækifæri hf. í tengslum við tilboð KEA en forsvarsmenn KEA höfðu lagt fram sína nálgun á verðmæti Baðfélags Mývatnssveitar sem var helsti óvissuþáttur varðandi verðmat á Tækifæri hf. Var það því mat bæjarráðs á þeim tíma að ekkert benti til annars en að þær upplýsingar sem þá lágu fyrir væru fullnægjandi og samþykkti bæjarráð samhljóða tilboð kaupanda. Mistök bæjarráðs eru ekki síst þau að hafa ekki óskað eftir formlegu verðmati á heildareignum Tækifæris hf.

Í kjölfar sölu Akureyrarbæjar hafa nánast öll sveitarfélög sem hlut áttu í Tækifæri hf á þessum tíma, selt sinn hlut á sama verði og Akureyrarbær seldi sín bréf á.

Í kjölfar sölu bréfanna komu fram upplýsingar sem bentu til þess að virði bréfanna kynni að vera eitthvað hærra en í áðurnefndum viðskiptum. Í ársreikningi Tækifæris hf. 2015 dags 26. apríl kemur fram að eigið fé félagsins í árslok 2015 sé 988,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en var í árslok 2014 604,3 millj. kr. Hækkun milli ára tæp 39%. Verðmæti bæjarins á 15.22 % hlutur hefði því með réttu átt að endurspeglast í bættri afkomu félagsins og góðum vexti þess. Bæjarráð fól bæði lögmanni bæjarins og síðar utanaðkomandi lögfræðingi að kanna hvort upplýsingum hafi verið leynt og hvort bærinn gæti rift sölunni. Niðurstaða þeirra er að svo sé ekki.

Í umræðu um söluna hefur hæfi formanns bæjarráðs verið dregið í efa. Þegar tilboðið og salan var tekin fyrir í bæjarráði kom hæfi formanns til umræðu og var það mat lögmanns bæjarins og bæjarráðs að ekki væri um að ræða vanhæfi í þessu máli. Til að taka af allan vafa var kallað eftir áliti lögfræðings Sambands íslenskra sveitararfélaga og styður álit hans það mat.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2016

Málsnúmer 2016040185Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til ágúst 2016.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - viðaukar

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2016 frá innanríkisráðuneytinu. Tilefni erindisins er að skerpa á verklagi sveitarfélaga vegna gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - samkomulag SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga við SÍ

Málsnúmer 2015040217Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 6. október sl.

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lögðu fram og svöruðu spurningum varðandi samkomulag sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert við Sjúkratryggingar Íslands um meginatriði rammasamnings vegna þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila á landinu.

Að mati velferðarráðs er samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna (daggjalda, húsnæðisgjalda) og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi ÖA og hjúkrunarheimila almennt.

Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur til að Akureyrarbær sæki um aðild samkvæmt samkomulaginu og gerður verði þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að óska eftir skýringu á bókun 3 - Lífeyrisskuldbindingar á bls. 7 í samkomulaginu þar sem eftirfarandi kemur fram: "Náist ekki heildarsamkomulag um lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga fyrir nánar tilgreind tímamörk skal samkomulagið hvað varðar hjúkrunarheimilin falla úr gildi og allar ráðstafanir sem þá hafa verið gerðar á grundvelli þess ganga til baka."

6.Greið leið ehf - hlutafjáraukning - 2016

Málsnúmer 2012090013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2016 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf. Í erindinu kemur fram að í lánasamningi Vaðlaheiðargangna hf og ríkisins þá ber Greiðri leið ehf að auka hlut sinn um 40 milljónir króna árlega á árabilinu 2013-2017 eða alls um 200 milljónir króna. Hlutur Akureyrarbæjar er 69,79% eða krónur 27.146.402 á árinu 2016. Einnig er óskað eftir að hluthafar staðfesti að þeir falli frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.
Bæjarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt Akureyrarbæjar á árinu 2016 í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag þar um frá árinu 2013.

Bæjarráð samþykkir einnig að falla frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.

Í upphafi þessa dagskrárliðar bar Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Gunnar Gíslason D-lista tók við stjórn fundarins.

7.Stjórnsýslubreytingar 2016 - auglýsing sviðsstjóra

Málsnúmer 2016090161Vakta málsnúmer

Óskað eftir heimild fyrir bæjarstjóra og aðgerðahóp um að auglýsa stöður sviðsstjóra.
Bæjarráð samþykkir framlagðar starfslýsingar. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra og aðgerðahópi umboð til að auglýsa stöður sviðsstjóra lausar til umsóknar og ganga frá ráðningum í samráði við bæjarráð.

Í upphafi þessa dagskrárliðar tók Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs aftur við stjórn fundarins.

8.Leikfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna aldarafmælis 2017

Málsnúmer 2016100019Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 4. október 2016 frá Oddi Bjarna Þorkelssyni og Skúla Gautasyni fyrir hönd stjórnar Leikfélags Akureyrar. Í erindinu er óskað eftir styrk að upphæð kr. 3.320.000 til að standa straum af ýmsum viðburðum vegna aldarafmælis Leikfélags Akureyrar sem verður á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að veita Leikfélagi Akureyrar styrk að upphæð kr. 1,5 milljónir vegna 100 ára afmælis félagsins og vísar málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar 2017.

9.Snorraverkefnið - styrkbeiðni

Málsnúmer 2014110256Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2016 frá Ástu Sól Kristjánsdóttur verkefnastjóra f.h. stjórnar Snorrasjóðs þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið árið 2017.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 285. og 286. fundar stjórnar Eyþings dagsettar 7. og 22. september 2016.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir

11.Eyþing - aðalfundur 2016

Málsnúmer 2016080089Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 6. október 2016 frá Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra Eyþings þar sem fram kemur að aðalfundur Eyþings verður haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn, dagana 11. og 12. nóvember 2016.

12.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans Air 66N frá maí til september 2016.

Fundi slitið - kl. 13:00.