Bæjarráð

3526. fundur 20. október 2016 kl. 08:30 - 12:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - stoðþjónustudeildir

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun og tölfræði starfsáætlunar stoðþjónustudeilda.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Fjárhagsupplýsingakerfi - uppfærsla

Málsnúmer 2016100102Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð hagsýslustjóra er varðar uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfum bæjarins.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfum bæjarins og heimilar hagsýslustjóra að ganga frá samningi. Gert er ráð fyrir kostnaði við uppfærsluna í fjárhagsáætlun.

4.Fjárhagsáætlun 2017- framkvæmdadeild

Málsnúmer 2016080098Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 6. október 2016:

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir Umhverfismiðstöð og Bifreiðastæðasjóð og drög að framkvæmdaáætlun kynnt.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun þessara A og B fyrirtækja og vísar henni til bæjarráðs. Starfsmönnum framkvæmdadeildar er falið að vinna nánar tillögur að framkvæmdaáætlun.

Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að endurskoða gjaldskrá vegna bílastæðagjalds.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hækka gjaldskrá bílastæðasjóðs um 3%.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

5.Fjárhagsáætlun 2017- umhverfisnefnd

Málsnúmer 2016080098Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 11. október 2016:

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun deilda aðalsjóðs sem tilheyra umhverfisnefnd.

Umhverfisnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2017 þeirra málaflokka sem undir nefndina heyra.

Umhverfisnefnd óskar þar að auki eftir viðauka að upphæð 10 m.kr. vegna eyðingar plantna á bannlista s.s. risahvannir.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2017.

6.Fjárhagsáætlun 2017 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016080126Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 6. október 2016:

Lögð fram drög að viðhaldsáætlun, nýframkvæmdaáætlun og starfsáætlun FA 2017.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi kl. 20:00 og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir viðhalds- og rekstraráætlun ársins 2017 og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar framlagðri viðhalds- og rekstraráætlun til gerðar fjárhagsáætlunar árins 2017.

7.Verklagsreglur um viðskipti hlutabréfa og færslu í trúnaðarmálabók

Málsnúmer 2016100123Vakta málsnúmer

Umræður um gerð verklagsreglna um meðferð mála sem færð eru í trúnaðarmálabók bæjarráðs og um gerð verklagsreglna um viðskipti með hlutabréf og eignir Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa drög að reglum um meðferð mála sem færð eru í trúnaðarmálabók bæjarráðs og drög að gerð verklagsreglna um viðskipti með hlutabréf og eignir Akureyrarbæjar og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

8.Umboðsmaður Alþingis - beiðni um upplýsingar um meðferð og ráðstöfun eignarhluta sveitarfélaga

Málsnúmer 2016100111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. október 2016 frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu kemur fram að umboðsmaður Alþingis hafi um nokkurt skeið haft til athugunar mál sem lúta að meðferð og ráðstöfun eignarhluta sveitarfélaga í fyrirtækjum sem þau eiga eignaraðild að meðal annars með tilliti til meðferðar þeirra á eigendavaldi sínu og þess eftirlits sem sveitarstjórnum ber að hafa um málefni sveitarfélaga þar með talin ráðstöfun eigna þeirra. Í lögum nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis er honum sérstaklega falið að gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni. Af þessu tilefni og með hliðsjón af þeim upplýsingum sem fram hafa komið í fjölmiðlum um ráðstöfun Akureyrarbæjar á hlut sveitarfélagsins í fjárfestingarfélaginu Tækifæri hf snemma á þessu ári er þess óskað sbr. 7. gr. laga nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis að sveitarfélagið láti umboðsmanni í té upplýsingar og gögn varðandi málið.

Í erindinu kemur einnig fram að athugun umboðsmanns lúti ekki á þessu stigi að ráðstöfun Akureyrarbæjar á eignarhlut sveitarfélagsins í Tækifæri hf heldur sett fram í tilefni athugunar umboðsmanns á öðrum málum og með það fyrir augum að umbeðnar upplýsingar og gögn kunni að nýtast umboðsmanni við þá athugun.

Sjá nánar í meðfylgjandi erindi umboðsmanns Alþingis.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

9.Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Umræður um tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu.
Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi kl. 11:42.

10.Styrkir til ungmenna vegna þátttöku í ólympíuleikum í stærðfræði og skyldum greinum

Málsnúmer 2016100115Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs 12. maí sl. var bæjarstjóra falið að móta reglur um styrkveitingar vegna þátttöku í ólympíuleikum ungmenna í stærðfræði og skyldum greinum. Óskir um slíka styrki hafa borist bæjarfélaginu reglulega. Undanfarin ár hefur óskráða reglan verið sú að bæjarráð hefur veitt styrk að upphæð kr. 50.000 á hvern einstakling.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að farin verði ein af eftirtöldum leiðum:

1. Veittur verði styrkur að upphæð kr. 50.000.

2. Greidd verði laun í samræmi við sumarátak, 7 tímar á dag í 5 vikur.

3. Í boði verði vinna seinnihluta sumars í 7 tíma á dag í 5 vikur.

Jafnframt er lagt til að frístundaráði (samfélags- og mannréttindaráði/íþróttaráði) verði falið að sjá um móttöku umsókna og úthlutanir.

Frístundaráði verði einnig falið að skoða í hvaða öðrum tilvikum styrkir af þessu tagi gætu átt við. Hér er vísað til íþrótta- og tómstundaþátttöku ungmenna sem er sambærileg við ofangreint.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð í þeim tilgangi að gæta jafnræðis milli mismunandi hópa.

11.Ferjusiglingar til Hríseyjar og Grímseyjar

Málsnúmer 2016100091Vakta málsnúmer

Umræður um ferjusiglingar til Hríseyjar og Grímseyjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða fulltrúa Vegagerðarinnar og fulltrúa hverfisráðanna í Hrísey og Grímsey á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málið.

12.Harbin Ice and Snow Festival - boðsbréf

Málsnúmer 2016100078Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. október 2016 frá SONG Xibin bæjarstjóra Harbin Municipal People´s Government í Kína. Boðið er til Harbin Ice and Snow Festival sem haldin verður 4.- 7. janúar 2017 í Kína.
Bæjarráð þakkar boðið en getur ekki orðið við erindinu.

13.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2016100117Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 13. október 2016.
Bæjarráð vísar 1. lið til forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar og leggur áherslu á að mikilvægt sé að auka samráð við notendur varðandi kosti og galla breytinga á leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar. Bæjarráð vísar 2. og 4. lið til framkvæmdadeildar og 3. og 5. lið til samfélags- og mannréttindadeildar.


14.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 103. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 4. október 2016. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1., 2. og 4. lið til framkvæmdadeildar, 3. lið til safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri og 5. lið til Akureyrarstofu.

Fundi slitið - kl. 12:40.