Bæjarráð

3533. fundur 01. desember 2016 kl. 08:30 - 10:36 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Dagskrá
Preben Jón Pétursson Æ-lista og varamaður hans boðuðu forföll.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sátu fundinn undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista.

2.Álagning gjalda - útsvar 2017

Málsnúmer 2016110138Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2017 í Akureyrarkaupstað.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir hámarksútsvarsprósentu, 14,52%, fyrir árið 2017 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019 - viðauki

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 4.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Reglur um réttindi, skyldur og launakjör embættismanna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2016110076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 24. nóvember 2016:

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 17. nóvember sl.

Lögð fram drög að breytingum á reglum um réttindi, skyldur og launakjör embættismanna Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og felur bæjarstjóra og kjarasamninganefnd að koma þeim til framkvæmda.

5.Bandalag íslenskra skáta - 15th World Scout Moot 26.- 29. júlí 2017

Málsnúmer 2016100036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól á fundi sínum þann 27. október sl. bæjarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum um málið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

6.Þróun fasteignamats atvinnuhúsnæðis og álagning fasteignaskatta

Málsnúmer 2016090154Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 24. nóvember 2016:

Erindi dagsett 15. nóvember 2016 frá Félagi atvinnurekenda (FA) þar sem óskað er eftir rökstuðningi Akureyrarkaupstaðar fyrir beitingu heimilda í lögum til að leggja álag á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði. Að auki óskar FA upplýsinga um hvort kostnaðarmat liggi að baki ákvörðunar sveitarfélagsins að beita álagsheimildinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að undirbúa svar og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:36.