Bæjarstjórn

3427. fundur 23. janúar 2018 kl. 16:00 - 17:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Preben Jón Pétursson
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá, 7. lið, Frístundaráð - stefnumótun - íþróttastefna og 9. lið, Skýrsla bæjarstjóra, í útsendri dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Lyngholt 9 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017100032Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. janúar 2018:

Erindi móttekið 3. október 2017 þar sem Björn Þorkelsson leggur inn fyrirspurn um hvort hann fái leyfi til að byggja bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda á fundi 11. október 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan er dagsett 6. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Tillagan var grenndarkynnt 16. nóvember með athugasemdafresti til 15. desember 2017. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

2.Rangárvellir 2 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017090146Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. janúar 2018:

Erindi dagsett 20. september 2017 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um stækkun á byggingarreit fyrir matshluta 06 á lóðinni Rangárvöllum 2. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 27. september 2017. Breytingartillagan er dagsett 9. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Erindið var grenndarkynnt 30. nóvember með athugasemdafresti til 29. desember 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Landsnet, dagsett 12. desember 2017. Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir en óskað er eftir að afmörkun breytinganna nái eingöngu til byggingarreits Norðurorku.

Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð tekur tillit til framkominnar ábendingar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki 9

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 28. desember 2017:

Lagður fram viðauki 9.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 9 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 9 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Reglur um lóðaveitingar - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015030039Vakta málsnúmer

21. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 13. desember 2017:

Skipulagnefnd fól Tryggva Má Ingvarssyni og Edward Hákoni Huijbens á fundi 23. mars 2016 að leggja fram tillögur til endurskoðunar reglna um lóðaveitingar. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 29. mars, 31. maí og 25. október 2017. Tillaga að endurskoðuðum reglum er nú lögð fram eftir yfirferð bæjarlögmanns.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að endurskoðaðar reglur um lóðaveitingar verði samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um úthlutun lóða með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Brú lífeyrissjóður, samkomulag um uppgjör

Málsnúmer 2017120515Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 18. janúar 2018:

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 28. desember sl.

Lagt fram samkomulag Akureyrarkaupstaðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016.

Bæjarráð vísar samkomulaginu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga sem er tilkomið vegna samkomulags aðila vinnumarkaðarins á breytingum á lífeyrissjóðakerfinu, á A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, sbr. breytingar á lögum nr. 1/1997 með lögum nr. 127/2016 og breytingum á samþykktum Brúar lífeyrissjóðs frá 8. maí 2017 sbr. staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra frá 1. júni 2017. Heildarskuldbinding Akureyrarkaupstaðar samkvæmt samkomulaginu er að fjárhæð kr. 2.511.054.530, sem skiptist þannig að framlag í jafnvægissjóð er kr. 626.011.315, framlag í lífeyrisaukasjóð er kr. 1.701.943.078 og framlag í varúðarsjóð er kr. 183.100.137.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd bæjarins.

6.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka 2018

Málsnúmer 2017120404Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 28. desember 2017:

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fór yfir fyrirhugaða lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga í tengslum við uppgjör á lífeyrisskuldbindingu við Brú lífeyrissjóð.

Bæjarráð leggur til að ábyrgð Akureyrarbæjar verði veitt fyrir lántöku allt að kr. 2,5 milljörðum vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 2.499.324.035 með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 2.472.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að gera upp áfallnar lífeyrisskuldbindingar við lífeyrissjóðinn Brú, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

7.Siðareglur kjörinna fulltrúa - umræður

Málsnúmer 2018010263Vakta málsnúmer

Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi V-lista óskaði eftir umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 14. og 20. desember 2017, 4., 11. og 18. janúar 2018
Bæjarráð 14. og 28. desember 2017, 11. og 18. janúar 2018
Frístundaráð 14. desember 2017 og 11. janúar 2018
Fræðsluráð 18. desember 2017 og 8. janúar 2018
Kjarasamninganefnd 18. desember 2017
Skipulagsráð 13. desember 2017, 10. og 17. janúar 2018
Stjórn Akureyrarstofu 20. desember 2017 og 18. janúar 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 15. desember 2017
Velferðarráð 6. og 20. desember 2017 og 17. janúar 2018


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:35.