ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1158. fundur - 23.01.2013

Lagt fram til kynningar minnisblað Halldórs Sigurðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA dags. 21. janúar 2013 varðandi innleiðingu EDEN hugmyndafræðinnar og frekari stefnumótun varðandi framkvæmd stefnunnar og annarrar starfsemi ÖA.

Félagsmálaráð - 1168. fundur - 21.08.2013

Framkæmdastjóri ÖA greindi frá að Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri hjá ÖA verði í námsleyfi frá 26. ágúst nk. til maíloka 2014.
Erla Björk Helgadóttir sjúkraliði og Ester Einarsdóttir iðjuþálfi, sem báðar eru starfsmenn við dagþjónustu ÖA, munu sinna verkefnum þjónustustjóra á námsleyfistímanum.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 1174. fundur - 13.11.2013

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA skýrðu frá helstu niðurstöðum úr starfsmannakönnunum frá því í mars og í júní á þessu ári. Einnig var kynnt staða Eden verkefnisins.

Félagsmálaráð þakkar upplýsingarnar.

Félagsmálaráð - 1177. fundur - 08.01.2014

Lagt fram minnisblað dags. 6. janúar 2014 frá framkvæmdastjóra vegna breytinga á stöðuheiti "hjúkrunardeildarstjóra", sem verður "forstöðumaður". Breytingin tekur gildi 1. janúar 2014 og gerð með samþykki viðkomandi starfsmanna og í samráði við Starfsmannaþjónustu bæjarins, enda felur stöðuheitisbreytingin ekki í sér neina aðra breytingu á starfslýsingu eða kjörum.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1177. fundur - 08.01.2014

Framkvæmdastjóri greindi frá að hafin væri undirbúningur að innleiðingu á "Vinnustund" viðveru- og vaktakerfi. Kerfið mun koma í stað eldri kerfa "Bakvarðar" tímaskráningarkerfis og "time-care" vaktakerfis, sem verið hafa í notkun á ÖA. Innleiðing er hafin á einu af heimilum ÖA (Víði- og Furuhlíð) og er áætlað að öll heimilin verði komin inn í nýtt viðveru- og vaktakerfi í vor.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1183. fundur - 09.04.2014

Sif Sigurðardóttir A-lista fór af fundi kl. 16:28.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir helstu atriðum í kafla ÖA í ársskýrslu Akureyrarbæjar, framlengingu á samningum um lyfjaskömmtun og eftirlit, vinnu við samninga við HA og SAk og athugunum á kaupum á hugbúnaði til að halda utan um innkaup matvöru og hjúkrunarvöru.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1186. fundur - 28.05.2014

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri lagði fram og kynnti ársskýrslu ÖA og uppfært skorkort ÖA fyrir árið 2013.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna. Ánægjulegt er að sjá hversu vel hefur tekist að auka hlutfall karla og fagmenntaðra starfsmanna hjá ÖA.

Félagsmálaráð - 1195. fundur - 15.10.2014

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Helga G. Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri, Heiðrún Björgvinsdóttir rekstrarstjóri og Bryndís Björg Þórhallsdóttir forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar mættu á fundinn. Félagsmálaráði kynntar áherslur Eden hugmyndafræðinnar og nokkurra þeirra þróunarverkefna sem eru í gangi.
Þjónustustjóri kynnti nýlega úttekt sem gerð var á iðju- og félagsstarfi út frá kynjasjónarhorni, en slík úttekt var einnig unnin fyrir ári síðan.
Þá fór félagsmálaráð í stutta skoðunarferð um Víði- og Furuhlíð undir leiðsögn forstöðumanns.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og ljúffengar veitingar.

Félagsmálaráð - 1203. fundur - 04.02.2015

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Sigurður Guðmundsson og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri fóru yfir nokkra þætti í starfsemi ÖA og umbóta- og þróunarverkefni á heimilunum. Sögðu þau m.a. frá samstarfi við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi um málþing 10. mars nk. um 'viðhorf og viðmót gagnvart dauðanum'.
Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri ÖA kynnti áformaðar breytingar á starfsemi og hópastarfi Lífsneistans samhliða breytingum á nýtingu húsnæðis í Glaðheimum.
Forstöðumaður Eini- og Grenihlíðar, Klara Jenný Arnbjörnsdóttir og Brynja Vignisdóttir forstöðumaður Aspar- og Beykihlíðar sögðu frá breytingum á vaktrýmum á heimilunum og fjölluðu um samhljóm hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar og Eden, en unnið er að innleiðingu Þjónandi leiðsagnar og eru þær leiðbeinendur í verkefninu.
Karl Jónsson yfirmatreiðslumaður og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri kynntu Tímían innkaupakerfið.
Félagsmálaráð fór síðan í stutta skoðunarferð í anddyri Hlíðar og Glaðheima, Aspar- og Beykihlíð og lauk fundi með heimsókn í Lögmannshlíð þar sem Þóra Sif Sigurðardóttir forstöðumaður tók á móti ráðinu.
Félagasmálaráð þakkar fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1207. fundur - 15.04.2015

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Sigurður Guðmundsson, lagði fram drög að samantekt um starfsemi ÖA á árinu 2014 fyrir ársskýrslu Akureyrarbæjar.

Velferðarráð - 1208. fundur - 06.05.2015

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti tímabundnar úrlausnir í einstaklingsmáli og reifaði hugmyndir um frekari verkefni á því sviði.

Velferðarráð - 1215. fundur - 21.09.2015

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram og kynnti drög að endurskoðun skipurits ÖA sem tekur mið af breytingum sem unnið hefur verið að á síðustu mánuðum.

Velferðarráð - 1220. fundur - 02.12.2015

Fundað með stjórnendum ÖA, Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra, Helgu Erlingsdóttur hjúkrunarforstjóra, Friðnýju Sigurðardóttur þjónustustjóra, Bryndísi Björgu Þórhallsdóttur forstöðumanni Víði- og Furuhlíðar og Unni Harðardóttur forstöðumanni Birki-/Lerki-/Reyni- og Skógarhlíðar.
Velferðarráð fór í skoðunarferð um þann hluta húsnæðis ÖA sem þarfnast endurbóta vegna viðmiða um aðbúnað og áform um endurbætur á starfsemi og breytingar í tengslum við það. Jafnframt skoðuð dagþjálfunin og undirbúningur að flutningi á starfsemi dagþjónustu úr Víðilundi.

Velferðarráð - 1222. fundur - 20.01.2016

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Halldór Guðmundsson, greindi frá ráðningu Lúðvíks Freys Sæmundssonar í stöðu rekstrarstjóra ÖA, í kjölfar þess að Heiðrún Björgvinsdóttir lét af störfum vegna aldurs.

Samhliða þessum breytingum voru gerðar breytingar á verkefnum og starfslýsingu í takti við endurskoðun á skipuriti ÖA.

Velferðarráð - 1223. fundur - 03.02.2016

Lögð fram að nýju, tillaga framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Halldórs Guðmundssonar, að endurskoðuðu skipuriti ÖA. Tillagan byggir á fyrra skipuriti en tekur mið af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á síðustu árum.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Halldórs Guðmundssonar að endurskoðuðu skipuriti Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Velferðarráð - 1224. fundur - 17.02.2016

Samhliða skoðunarferð og fundi með stjórnendum Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, ræddi velferðarráð á fundi sínum 2. desember 2015 um þörf á að skilgreina með skýrum hætti að þjónusta hjúkrunarheimilanna felst í líknandi meðferð, skipulagi fræðslu og teymisvinnu um sérhæfða líknarmeðferð. Tilefni umræðunnar er að á árinu 2014 samsvaraði notkun rýma fyrir líknandi meðferð að jafnaði 2,2 rýmum í skammtíma-/ hvíldardvöl hjá ÖA. Á árinu 2015 hefur þessi tilgreinda notkun rýma aukist töluvert, að mati stjórnenda ÖA og gefur tilefni til að þessi hluti starfsemi ÖA verði sýnilegur og viðurkenndur af velferðarráðuneytinu og samstarfsaðilum.
Velferðarráð felur framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar að leita eftir viðurkenningu velferðarráðuneytis gagnvart núverandi starfsemi líknarþjónusturýma hjá ÖA og jafnframt að vísa frekari umfjöllun málsins til vinnuhóps um velferðarstefnu Akureyrarbæjar.

Velferðarráð - 1239. fundur - 02.11.2016

Farið yfir starfsemi og fundað með stjórnendum ÖA.

Velferðarráði kynnt nokkur af þeim nýsköpunar- og þróunarverkefnum sem eru í gangi innan ÖA og hafa verið unnin á síðustu misserum. Eftirfarandi verkefni voru kynnt af viðkomandi stjórnendum ÖA:

1) Lyklar vellíðunar og samræða.

2) Helstu áherslur og nýmæli í öldrunarþjónustu - sagt frá ráðstefnu í Noregi.

3) Samstarf og fundur með samstarfsaðilum í öldrunarþjónustu á Akureyri.

Helga G Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA kynntu.

4) Saga - heilbrigðisskráningarkerfið, notkun og áhrif.

Jóhanna Berglind Bjarnadóttir forstöðumaður Eini- og Grenihlíðar kynnti.

5) Alfa- rafrænt lyfjaumsjónarkerfi.

Bryndís Björg Þórhallsdóttir forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar kynnti.

6) Áherslur og næstu skref í þjónandi leiðsögn.

Brynja Vignisdóttir forstöðumaður Aspar- og Beykihlíðar kynnti.

Velferðarráð - 1241. fundur - 07.12.2016

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti fyrirhugaðan fund Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem haldinn verður á Akureyri 8. desember nk.

Einnig greindi hann frá því að 10 ár væru síðan nýjasti hluti Hlíðar í Austurbyggð 17 var tekinn í notkun. Þar eru Aspar- og Beykihlíð og Eini- og Grenihlíð, auk eldhúss og matsalar. Aðstandendum og íbúum og starfsfólki var síðari hluta nóvember boðið til afmæliskaffis í tilefni tímamótanna.

Þá greindi framkvæmdastjóri frá þakkarbréfi aðstandenda til starfsfólks og stjórnenda.

Í lokin greindi framkvæmdastjóri frá vinnu með KPMG varðandi rekstur ÖA.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1245. fundur - 18.01.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S Guðmundsson, lagði fram til kynningar skýrslu um þróunarverkefni í tímabundinni dvöl sem unnið var á árinu 2016.

Eins og segir á heimasíðu ÖA um verkefni er "Megintilgangur þessa þróunarverkefnis að auka ábyrgð og sjálfstæði einstaklinga, víkja frá hefðbundnu viðhorfi til tímabundinnar dvalar eða flutnings á hjúkrunarheimili sem hefur einkennst af viðhorfi til spítaladvalar. Snúa frá vinnubrögðum þar sem ábyrgð og sjálfstæði einstaklingsins er skert því það getur dregið úr sjálfsábyrgð og sjálfstæði, ýtt undir hjálparleysi/stofnanavæðingu og aukið líkur á að dvalargestir fari heim í lélegra ástandi en þegar þeir komu.

Í þessu verkefni er unnið út frá styrkleikum og reynslu viðkomandi, skoðað hvernig honum hefur tekist að nýta sér þessa þætti í daglegu lífi og gæti nýtt þá í tímabundinni dvöl til að ná þeim væntingum sem hann hefur til dvalarinnar. Hvað það er sem viðkomandi vill/telur sig geta orðið sterkari í og um leið aukið lífsgæði."
Halldóri S Guðmundssyni þakkað fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1246. fundur - 01.02.2017

Innkaupa- og matarvefurinn Timian hefur verið í notkun hjá ÖA síðan á miðju ári 2014, að hafist var handa við innleiðingu og uppsetningu kerfisins.

Kristbjörg Björnsdóttir verkefnastjóri hjá ÖA mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti notkun kerfisins og greiningar á innkaupum og vörunotkun sem unnar eru mánaðarlega hjá ÖA.

Velferðarráð - 1249. fundur - 15.03.2017

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lagði fram og kynnti uppfært skorkort ÖA fyrir tímabilið 2013-2016.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1250. fundur - 05.04.2017

Undir þessum lið voru kynningar og umfjöllun um:

1. Þróunarverkefnið um samfélagshjúkrun (Buurtzorg).

Birna Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur sat fundinn undir þessum lið og kynnti framvindu verkefnisins.

2. Lífsgæði og vellíðan íbúa. Í gangi er verkefni sem lýtur að umfjöllun og áherslum Eden hugmyndafræðinnar á sjö þemu sem varða lífsgæði og vellíðan.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður kynntu áherslur og hugmyndagrunn verkefnisins.

3. Staða, straumar og stefna í málefnum aldraðra.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið, kynntu og fjölluðu um drög að sviðsmyndum sem lúta að stöðu, straumum og stefnu í málefnum eldra fólks.

Velferðarráð - 1251. fundur - 19.04.2017

Lagt fram minnisblað dagsett 3. apríl sl. frá framkvæmdastjóra ÖA, Halldóri S. Guðmundssyni, varðandi skipan vinnuhóps til að þarfagreina viðhalds- og endurbótaverkefni í húsnæði ÖA í Austurbyggð. Í minnisblaðinu er bent á að ráðast þurfi í endurbætur til að heimilin verði í stakk búin til að takast á við fyrirsjáanleg verkefni á næstu árum. Vinnuhópnum verði einnig falið að setja fram tillögur um endurbóta- og viðhaldsáætlun húsnæðisins til næstu ára.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti skipan starfshóps um greiningu þarfa á viðhaldi og endurbótum á húsnæði ÖA í Austurbyggð.

Velferðarráð leggur til að hópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum frá ÖA og tveimur fulltrúum umhverfis- og mannvirkjasviðs. Starfshópurinn leiti sér aðstoðar fagaðila eftir þörfum.

Velferðarráð leggur til að drög að viðhalds- og endurbótaáætlun liggi fyrir í byrjun september nk.

Velferðarráð - 1251. fundur - 19.04.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði fram samantekt og drög að ársskýrslu ÖA.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1253. fundur - 24.05.2017

Á fundi velferðarráðs 19. apríl 2017, 3. lið, var tillaga velferðarráðs um að stofnað verði til starfshóps sem skipaður væri fulltrúum frá ÖA og umhverfis- og mannvirkjasviði. Verkefni hópsins er að vinna greiningu á þörfum fyrir viðhalds- og endurbætur á húsnæði ÖA í Austurbyggð og skila um það drögum að viðhalds- og endurbótaáætlun sem liggi fyrir í byrjun september 2017.

Halldór S Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að skipa Halldór S Guðmundsson framkvæmdastjóra ÖA og Helgu Erlingsdóttur hjúkrunarforstjóra ÖA í starfshópinn og óskar eftir tilnefningum frá umhverfis- og mannvirkjasviði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 13. fundur - 16.06.2017

Lögð fram beiðni frá velferðarráði um skipun fulltrúa frá umhverfis- og mannvirkjasviði í starfshóp um viðhalds- og endurbætur á húsnæði ÖA í Austurbyggð sem skila á drögum að viðhalds- og endurbótaáæltun í byrjun september 2017.
Afgreiðslu frestað.

Velferðarráð - 1256. fundur - 16.08.2017

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, upplýsti um ráðningu Sigurlínu Stefánsdóttur hjúkrunarfræðins sem forstöðumanns við Aspar- og Beykihlíð. Sigurlína tekur við starfinu frá og með 25. ágúst nk. af Brynju Vignisdóttur.

Velferðarráð - 1256. fundur - 16.08.2017

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, gerði grein fyrir stöðu máls varðandi skipan vinnuhóps um viðhald og endurbætur á húsnæði ÖA.

Málið var áður tekið fyrir á fundum velferðarráðs þann 19. apríl og 24. maí sl. sem og á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs 16. júní sl. og afgreiðslu eða tilnefningu frestað.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 15. fundur - 18.08.2017

14. liður á dagskrá velferðarráðs 24. maí 2017 þar sem óskað var eftir tilnefningu frá umhverfis- og mannvirkjaráði í starfshóp um greiningu á þörfum fyrir viðhald og endurbætur á húsnæði ÖA í Austurbyggð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Ingibjörgu Isaksen B-lista og Guðríði Friðriksdóttur sviðsstjóra í vinnuhópinn

Velferðarráð - 1264. fundur - 01.11.2017

Farið yfir starfsemina og fundað með stjórnendum Öldrunarheimilanna. Farið var yfir þróunarverkefni og breytingar sem varða tímabundna dvöl og dagþjálfun með áherslu á aðgerðir til að samhæfa þjónustu við notendur og við önnur þjónustukerfi svo sem heimaþjónustu og heimahjúkrun og útskriftarteymi við SAk.

Auk framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, Halldórs S. Guðmundssonar, sátu fundinn undir þessu lið, Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi hjá ÖA, Helga Hákonardóttir og Birna S. Björnsdóttir hjúkrunarfræðingar og verkefnastjórar, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og Björg Jónína Gunnarsdóttir deilarstjóri við dagþjálfun.

Velferðarráð - 1273. fundur - 07.03.2018

Kynntur var bæklingurinn "Einmanaleiki á meðal eldra fólks" sem gefinn er út af Öldrunarheimilum Akureyrar og skrifstofu öldrunar- og húsnæðismála hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Frumútgáfa á dönsku: Útgefandi Marselisborg Consulting. Þýtt og aðlagað fyrir íslenska útgáfu: Halldór S. Guðmundsson félagsráðgjafi og Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur.

Velferðarráð - 1276. fundur - 18.04.2018

Heimsókn í eldhús Hlíðar.

Karl F. Jónsson yfirmatreiðslumaður og Magnús Örn Friðriksson matreiðslumaður kynntu starfsemina.

Velferðarráð - 1276. fundur - 18.04.2018

Dagþjálfun og skammtímadvöl.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar kynnti umsóknarferli og stöðu biðlista.

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1282. fundur - 22.08.2018

Í vinnuhóp um endurbætur og húsnæðismál ÖA voru tilnefnd Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri.

Af hálfu umhverfis- og mannvirkjasviðs sitja í hópnum Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri UMSA og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar UMSA.
Velferðarráð samþykkir að tilnefna Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur formann velferðarráðs sem þriðja fulltrúa velferðarráðs í vinnuhópinn.
Sif Sigurðardóttir kom aftur til fundar kl. 16:50.

Velferðarráð - 1295. fundur - 20.02.2019

Á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) starfar þriggja manna RAI nefnd og hefur hún umsjón og eftirlit með gæðamatinu.

Helstu verkefni nefndarinnar eru að vinna að bættum gæðum, vera stuðningsaðili, aðstoða við matið, senda minnispunkta til starfsmanna í upphafi RAI tímabils og sinna fræðslu.

Í upphafi hvers tímabils eru teknir út gæðavísar síðasta tímabils fyrir hvert heimili og ÖA í heild. Nefndin heimsækir öll heimilin og fer yfir gæðavísana með starfsfólki, skoðar niðurstöðurnar með tilliti til þess hvað sé að ganga vel og hvað þarf að bæta.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynnti nýjustu samantekt gæðavísa frá árunum 2010 - 2018 og viðfangsefni og kvarða fyrir árið 2018 (skýrslan er einnig birt á heimasíðu ÖA).
Skýrsla um RAI - gæðamat sem notað er á ÖA lögð fram til kynningar.

Velferðarráð - 1303. fundur - 19.06.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti endurskoðað stefnuskjal ÖA, vinnuna og helstu breytingar sem felast í leiðréttingu og orðalagsbreytingum á texta frumskjalsins frá 2013.

Velferðarráð - 1313. fundur - 18.12.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá að Helga G. Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA muni gegna störfum framkvæmdastjóra ÖA vegna námsleyfis hans frá janúar 2020 til júlí 2020. Halldór kynnti stuttlega áform að verkefnum á því tímabili.

Velferðarráð - 1315. fundur - 22.01.2020

Ný verðskrá í mötuneyti ÖA lögð fram til samþykktar.
Velferðarráð samþykkir nýja verðskrá mötuneytis ÖA.