Velferðarráð

1222. fundur 20. janúar 2016 kl. 14:00 - 16:53 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Róbert Freyr Jónsson varaformaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá
Valdís Anna Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.

1.Fjárhagsaðstoð 2015

2015010058

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2015.

2.Fjárhagserindi 2016 - áfrýjanir

2016010011

Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

3.Húsaleigubætur - yfirlit 2015

2015110003

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi lagði fram til kynningar yfirlit yfir veittar húsaleigubætur á árinu 2015.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2015

2015010057

Biðlisti eftir leiguhúsnæði bæjarins í lok árs 2015 lagður fram til kynningar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

5.Sérstakar húsaleigubætur - áfrýjanir 2014

2014100055

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti áfrýjun vegna synjunar á sérstökum húsaleigubótum.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Áfrýjun og afgreiðsla hennar er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

6.Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar 2013 og 2016

2013040041

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um leiguíbúðir Akureyrarbæjar.
Velferðarráð felur starfsmönnum að halda áfram vinnunni með reglurnar.

7.Öldrunarheimili Akureyrar - breyting á dvalarrýmum í hjúkrunarrými

2016010087

Lagt fram erindi til Velferðarráðuneytisins dags. 30. desember 2015, þar sem óskað er eftir að breyta fjórum dvalarrýmum í hjúkrunarrými.

Einnig lagt fram svarbréf og samþykki ráðuneytisins dags. 11. janúar 2016.
Lagt fram til kynningar.

8.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - stefna og starfsemi

2013010214

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Halldór Guðmundsson, greindi frá ráðningu Lúðvíks Freys Sæmundssonar í stöðu rekstrarstjóra ÖA, í kjölfar þess að Heiðrún Björgvinsdóttir lét af störfum vegna aldurs.

Samhliða þessum breytingum voru gerðar breytingar á verkefnum og starfslýsingu í takti við endurskoðun á skipuriti ÖA.

9.Rekstrarfyrirkomulag hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofa hjá Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar og Þjónustumiðstöðvum í Víðilundi og Bugðusíðu

2013090049

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Halldór Guðmundsson greindi frá breytingum á leigutaka húsnæðis fyrir hárgreiðslustofu hjá ÖA. Amber hárstofa sagði upp samningi frá 31. desember 2015 og í framhaldi leitaði Hafdís Ármann Þorvaldsdóttir þáverandi starfsmaður Amber, eftir að taka við/ganga inn í leigusamninginn og halda áfram rekstri undir vöruverkinu 'hárstúdíó Hafdísar'.

Samningurinn sem fyrir liggur gerir ráð fyrir að fyrri leigusamningur standi óbreyttur að öðru leyti en að samningstími lengist til 31. desember 2018.
Velferðarráð gerir ekki athugasemdir við breytingarnar og þakkar kynninguna.

10.Þróunarverkefni um rafræna lyfjaskráningu

2014100097

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Halldór Guðmundsson greindi frá samstarfssamningi við Lyfjaver dagsettum 11. desember 2015 um annan áfanga þróunarverkefnisins um rafræna lyfjaskráningu.

Einnig kynnti framkvæmdastjóri helstu atriði í úttekt sem unnin var innan ÖA um fyrri áfanga og væntingar til næsta áfanga sem hófst í byrjun janúar 2016 og þá hagræðingarmöguleika sem verkefnið skapar.

11.Stefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

2015100006

Lögð fram til kynningar umsókn um styrk til að efla nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu, frá Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar, búsetudeild Akureyrarbæjar og velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Umsóknin var unnin í samstarfi aðila og send velferðarráðuneytinu 30. desember 2015.

Meðal verkefna sem tilgreind eru í umsókninni er að sveitarfélögin hefji markvisst samstarf um innleiðingu og notkun á rafrænu heimaþjónustukerfi, en Reykjavíkurborg hefur markað sér stefnu um þetta. Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar, lýsti áformum um samstarfið og þróunina sem þarf að eiga sér stað til að taka upp virkt heimaþjónustukerfi.
Velferðarráð þakkar kynninguna og samþykkir að heimila framkvæmdastjóra búsetudeildar að gera samstarfssamning (viljayfirlýsingu) við Currum ehf um þróun rafræns heimaþjónustukerfis. Framlag deildarinnar felst í þekkingarmiðlun á framkvæmd heimaþjónustunnar. Markmið kerfisins er að gera heimaþjónustu skilvirkari í framkvæmd og eftirlit þjónustunnar einfaldara, samhliða því sem aðgengi notenda að upplýsingum um framkvæmd verður meira.

Fundi slitið - kl. 16:53.