Málsnúmer 2014030277Vakta málsnúmer
Tekið fyrir að nýju erindi frá stjórn Geðverndarfélags Akureyrar og nágrennis dagsett 2. mars 2015, ósk um rekstrarstyrk fyrir Grófina - geðverndarmiðstöð, ásamt ársreikningum félagsins. Erindið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar þann 18. mars 2015.
Á fundi velgerðarráðs var lagt fram:
1. Ársreikningur Geðverndarfélags Akureyrar. Samkvæmt ársreikningi félagsins, sem rekur Grófina, á félagið töluvert eigið fé í árslok 2014 sem er tilkominn vegna sölu fasteignar Brálundar 1 (áður Álfabyggð 4) þar sem Akureyrarbær hafði rekið áfangaheimili fyrir fólk með geðraskanir.
2. Bréf dagsett 22. september 2008 með ákvörðun félags- og tryggingamálaráðuneytisins, þar sem tveir starfsmenn (LB og RK) samþykkja f.h. ráðherra, að ráðuneytið samþykki sölu Álfabyggðar 4, enda renni andvirði eignarinnar til sambærilegs úrræðis á Akureyri.
3. Yfirlýsingu formanns Geðverndarfélagsins, frá 8. febrúar 2007, þess efnis að félagið lýsir því yfir að það muni ráðstafa andvirði Álfabyggðar 4 til byggingar húsnæðis í þágu geðfatlaðra á vegum Akureyrarbæjar.
Fundur hófst kl. 14:40 í Glerárgötu 26.