Umhverfis- og mannvirkjaráð

15. fundur 18. ágúst 2017 kl. 08:15 - 11:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður tæknideildar
  • Kristín Sigurðardóttir fundarritari
Dagskrá
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti ekki né varamaður.

1.Stöðuskýrslur rekstrar 2017

Málsnúmer 2017020164Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla fyrir rekstur umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 15. ágúst 2017.

2.Hafnarstræti 73 og 75 - kauptilboð

Málsnúmer 2017080044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kauptilboð sem bárust í sölu á Hafnarstræti 73 og 75.



Fjögur tilboð bárust í Hafnarstræti 73 og 75:



Kadett ehf kr. 74.700.000

Var þróunarfélag ehf kr. 71.000.000

Vigas ehf kr. 45.000.000

Daníel Smárason kr. 62.000.000



Eitt tilboð barst í Hafnarstræti 75:



Árnes ehf kr. 5.050.000

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að ganga til viðræðna við hæstbjóðanda.

3.Naustaskóli 6. áfangi - lóð

Málsnúmer 2017020140Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað um framkvæmdir á lóð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Garð og hönnun ehf og samþykkir að kaupa leiktæki samkvæmt framlögðum lista.

4.Íbúðalánasjóður - möguleg kaup á fasteignum sjóðsins

Málsnúmer 2017060071Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka upp viðræður við Íbúðalánasjóð um kaup á eignum.

5.Umhverfis- og mannvirkjasvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2017050113Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ráðning yfirmanns í umhverfismálum og sorphirðu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að auglýsa starf forstöðumanns í umhverfismálum og sorphirðu.

6.Umhverfis- og mannvirkjasvið - plastlaus september 2017

Málsnúmer 2017080046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar boðið en getur ekki orðið við erindinu. Umhverfis- og mannvirkjaráð er að vinna eftir Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar þar sem meðal annars eitt verkefni er að draga úr plasnotkun.

7.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

14. liður á dagskrá velferðarráðs 24. maí 2017 þar sem óskað var eftir tilnefningu frá umhverfis- og mannvirkjaráði í starfshóp um greiningu á þörfum fyrir viðhald og endurbætur á húsnæði ÖA í Austurbyggð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Ingibjörgu Isaksen B-lista og Guðríði Friðriksdóttur sviðsstjóra í vinnuhópinn

8.Hagar - gatnagerð

Málsnúmer 2017080054Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um lóðaframboð Hagahverfi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bjóða út verkið.

9.SVA - ábendingar varðandi nýtt leiðakerfi 2016 til 9. júní 2017

Málsnúmer 2016100103Vakta málsnúmer

Farið yfir ábendingar á leiðakerfi SVA.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar og Rúna Ásmundsdóttir frá Eflu ehf mættu á fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar Jónasi Vigfússyni og Rúnu Ásmundsdóttur fyrir yfirferðina.
Hermann Arason V-lista vék af fundi kl. 11:02.

10.SVA - sala auglýsinga á strætisvagna í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017020079Vakta málsnúmer

Farið yfir hvort eigi að leyfa auglýsingar á strætisvögnum.



Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðsöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í útboð samkvæmt framlögðum gögnum.

Fundi slitið - kl. 11:45.