Félagsmálaráð

1177. fundur 08. janúar 2014 kl. 14:00 - 15:08 Hlíð - samkomusalur
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Þráinn Brjánsson fundarritari
Dagskrá
Félagsmálaráð óskar samstarfsfólki sínu gleðilegs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári.

1.Fjárhagsaðstoð 2013

Málsnúmer 2013010062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2013.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

2.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2013

Málsnúmer 2013010063Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti stöðuna um áramót á biðlista eftir leiguíbúðum Akureyrarbæjar. Lagt fram minnisblað Jóns Heiðars dags. 2. janúar 2014.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Dagur Fannar Dagsson L-lista mætti til fundar kl. 14:18.

3.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Fundargerð samráðsfundar Félags eldri borgara og fulltrúa Akureyrarbæjar dags. 10. desember 2013 lögð fram til kynningar og umræðu.

Varðandi lið 2 þar sem fram kemur að bílar SVA stoppa langt frá Boganum og ferðir ekki aðgengilegar fyrir fólk úr suðurhluta bæjarins þá óskar félagsmálaráð eftir að málið verði tekið upp hjá framkvæmdaráði.

4.Félagsmálaráð - gjaldskrár 2014

Málsnúmer 2013090249Vakta málsnúmer

Gjaldskrá 2014 fyrir heimaþjónustu Akureyrarbæjar lögð fram.

Félagsmálaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

5.Endurbætur á ÖA - Víði- og Furuhlíð

Málsnúmer 2013110216Vakta málsnúmer

Framkvæmdstjóri greindi frá beiðni til Fasteigna Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir að gerð verði endurbóta-/viðhaldsáætlun fyrir Víði- og Furuhlíð, í samræmi við tillögu að langtímaáætlun ÖA.
Lagt fram til kynningar.

6.ÖA - Saga - heilbrigðisskráningarkerfi

Málsnúmer 2014010068Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri rakti þá vinnu sem farið hefur fram á síðustu mánuðum varðandi Sögu - heilbrigðisskráningarkerfi á ÖA. Verkefnið felur í sér endurnýjun á tölvum og þjálfun starfsmanna. Fjárhagsáætlun heimilanna gerir ráð fyrir afnotagjöldum en stofnkostnaður sem er um 7 milljónir króna, er framlag úr Gjafasjóði ÖA.
Framkvæmdastjóri skýrði einnig frá að þetta verkefni ásamt öðrum verkefnum s.s. "Vinnustund", "Tölvur og Tækni" og "Gæðahandbók ÖA" séu hluti af áherslum og stefnu ÖA um aukna rafræna skráningu.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

7.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 6. janúar 2014 frá framkvæmdastjóra vegna breytinga á stöðuheiti "hjúkrunardeildarstjóra", sem verður "forstöðumaður". Breytingin tekur gildi 1. janúar 2014 og gerð með samþykki viðkomandi starfsmanna og í samráði við Starfsmannaþjónustu bæjarins, enda felur stöðuheitisbreytingin ekki í sér neina aðra breytingu á starfslýsingu eða kjörum.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

8.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri greindi frá að hafin væri undirbúningur að innleiðingu á "Vinnustund" viðveru- og vaktakerfi. Kerfið mun koma í stað eldri kerfa "Bakvarðar" tímaskráningarkerfis og "time-care" vaktakerfis, sem verið hafa í notkun á ÖA. Innleiðing er hafin á einu af heimilum ÖA (Víði- og Furuhlíð) og er áætlað að öll heimilin verði komin inn í nýtt viðveru- og vaktakerfi í vor.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Fundi slitið - kl. 15:08.