Velferðarráð

1239. fundur 02. nóvember 2016 kl. 14:00 - 17:00 Hlíð - samkomusalur
Nefndarmenn
  • Róbert Freyr Jónsson varaformaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Valdís Anna Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar
Dagskrá
Valdís Anna Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðaði forföll.

1.Fjárhagserindi 2016 - áfrýjanir

Málsnúmer 2016010011Vakta málsnúmer

Snjólaug Jóhannesdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók velferðarráðs.2.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2016

Málsnúmer 2016020160Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar rekstraryfirlit búsetudeildar, fjölskyldudeildar og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar fyrir 9 mánuði ársins 2016.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið.

3.Búsetudeild - gjaldskrár 2017

Málsnúmer 2016100191Vakta málsnúmer

Umræður um hugmyndir að breytingum á gjaldskrá heimaþjónustu Akureyrarbæjar.
Tillaga að gjaldskrá verður lögð fram á næsta fundi.

4.CONNECT - verkefnið

Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer

Velferðarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum þann 19. október sl. að settir verði á fót vinnuhópar um velferðartækni á hverju sviði og var framkvæmdastjórum búsetudeildar, fjölskyldudeildar og ÖA falið að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópana og leggja fyrir næsta fund velferðarráðs.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti verkefnið og nauðsyn þess að gera upplýsingar um velferðartækni aðgengilegar starfsfólki þar sem þróun tækninnar er mjög hröð. Kynningu erindisbréfa frestað til næsta fundar.

5.Öldrunarþjónusta - biðlistar 2016

Málsnúmer 2016020149Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af Færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými pr. 1. október sl., ásamt upplýsingum um fjölda notenda í dagþjálfun.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um heimahjúkrun á vegum HSN né um heimaþjónustu og heimsendan mat.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA gerði grein fyrir biðlistum. Sífellt fjölgar þeim sem eru á biðlista og er notast við RAI mat við afgeiðslu umsókna í dagþjálfun. Rætt var um að ítarlegri upplýsingar þurfi um stöðu þjónustunnar.

6.Málefni í vinnslu og gögn frá SFV

Málsnúmer 2015040217Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram til kynningar rammasamning Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila. Halldór kynnti að boðað væri til vinnustofu með stjórnendum hjúkrunarheimila þann 7. nóvember nk. til að fjalla nánar um innihald rammasamningsins.

Eins og kunnugt er, er gert ráð fyrir að hjúkrunarheimilin sæki um aðild að samningnum eigi síðar en 15. nóvember nk.
Velferðarráð ítrekar fyrri bókun frá 21. september sl. þar sem fram kemur að samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, sé mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila og hvetur til þess að bæjarráð ljúki afgreiðslu málsins sem allra fyrst.

7.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsemi og fundað með stjórnendum ÖA.

Velferðarráði kynnt nokkur af þeim nýsköpunar- og þróunarverkefnum sem eru í gangi innan ÖA og hafa verið unnin á síðustu misserum. Eftirfarandi verkefni voru kynnt af viðkomandi stjórnendum ÖA:

1) Lyklar vellíðunar og samræða.

2) Helstu áherslur og nýmæli í öldrunarþjónustu - sagt frá ráðstefnu í Noregi.

3) Samstarf og fundur með samstarfsaðilum í öldrunarþjónustu á Akureyri.

Helga G Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA kynntu.

4) Saga - heilbrigðisskráningarkerfið, notkun og áhrif.

Jóhanna Berglind Bjarnadóttir forstöðumaður Eini- og Grenihlíðar kynnti.

5) Alfa- rafrænt lyfjaumsjónarkerfi.

Bryndís Björg Þórhallsdóttir forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar kynnti.

6) Áherslur og næstu skref í þjónandi leiðsögn.

Brynja Vignisdóttir forstöðumaður Aspar- og Beykihlíðar kynnti.

8.Framkvæmdaáætlun í búsetumálum fatlaðs fólks 2016

Málsnúmer 2016100017Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá fundar velferðarráðs þann 3. september sl.

Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar fór yfir stöðu varðandi áætlun um uppbyggingu búsetuúrræða og gerð framkvæmdaáætlunar Akureyrarbæjar.
Velferðarráð óskar eftir því við framkvæmdaráð að gert verði ráð fyrir brýnum verkefnum varðandi uppbyggingu búsetuúrræða í framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar næstu ár. Á árunum 2017-2018 þarf að gera ráð fyrir byggingu sex til sjö íbúða búsetukjarna og byggingu a.m.k. tveggja smáhýsa fyrir tímabundin úrræði fyrir einstaklinga sem eiga við fíkni- eða geðrænan vanda að stríða og rekast illa í fjölbýli. Einnig þarf að gera ráð fyrir endurbótum á sambýlinu í Hafnarstræti 16 og frekari fjölgun íbúðarrýma fyrir fatlað fólk með mikla þjónustuþörf um fjögur til sex á næstu fimm til sex árum.

Fundi slitið - kl. 17:00.