Velferðarráð

1273. fundur 07. mars 2018 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Helga Guðrún Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Öldrunarþjónusta - biðlistar 2016, 2017 og 2018

Málsnúmer 2016020149Vakta málsnúmer

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrar lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými þann 1. mars 2018 ásamt upplýsingum um fjölda umsækjenda á biðlista eftir dagþjálfun.

2.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Kynntur var bæklingurinn "Einmanaleiki á meðal eldra fólks" sem gefinn er út af Öldrunarheimilum Akureyrar og skrifstofu öldrunar- og húsnæðismála hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Frumútgáfa á dönsku: Útgefandi Marselisborg Consulting. Þýtt og aðlagað fyrir íslenska útgáfu: Halldór S. Guðmundsson félagsráðgjafi og Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur.

3.10 ára áætlun Akureyrarbæjar - velferðarsvið

Málsnúmer 2018030057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að 10 ára áætlun fjölskyldusviðs, búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar.

4.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

Lagðar fyrir að nýju reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, málið var áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi lagði fram minnisblað sitt dagsett 5. mars 2018.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og þann kostnaðarauka sem í þeim felst fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.Fjárhagserindi 2018 - áfrýjanir

Málsnúmer 2018010268Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

6.Fatlað fólk - fjölbreyttari atvinnutækifæri, nýsköpun og frumkvöðlastarf

Málsnúmer 2018010149Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur vegna nýsköpunarverkefnis á sviði atvinnumála fatlaðs fólks.

7.Þekkingardagur velferðarsviða og -stofnana

Málsnúmer 2018030063Vakta málsnúmer

Lagt var til að haldinn verði "þekkingardagur" fyrir velferðarstofnanir Akureyrarkaupstaðar.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haldið opna starfsdaga undir nafninu "þekkingardagur velferðarsviðs". Á þekkingardeginum hefur verið boðið upp á kynningar á verkefnum sem unnið er að á sviði velferðarmála, áhugaverða fyrirlestra auk sölu- og sýningarbása.
Velferðarráð lýsir yfir áhuga á að haldinn verði "þekkingardagur" fyrir velferðarstofnanir Akureyrarkaupstaðar og felur sviðsstjórum að vinna að undirbúningi og setja fram tillögur að efni og tímasetningu.

8.Velferðarstefna 2014 - 2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Kynntar breytingar sem orðið hafa á meginköflum velferðarstefnu í meðförum vinnuhóps, sbr. bókun ráðsins frá 1270. fundi þann 24. janúar sl.

Fundi slitið - kl. 16:30.