Velferðarráð

1303. fundur 19. júní 2019 kl. 14:00 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Maron Pétursson
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri öa
  • Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir
Dagskrá
Maron Pétursson L-lista sat fundinn í forföllum Róberts Freys Jónssonar.

1.Velferðarstefna 2018-2023

2018081103

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti undirbúning að uppsetningu og útgáfu aðgerðaáætlunar með velferðarstefnu sbr. tillögum sem reifaðar eru í tölvupósti þann 12. júní sl., frá Braga V. Bergmann hjá Fremri Almannatengslum.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur framkvæmdastjóra ÖA og sviðsstjórum fjölskyldusviðs og búsetusviðs að vinna áfram að verkefninu á þeim grunni sem kynntur var á fundinum.

2.Fundaáætlun velferðarráðs

2015060008

Lögð fram áætlun um fundi velferðarráðs ágúst - desember 2019.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

3.Starfsáætlun velferðaráðs 2020

2019050646

Tekin til umræðu starfsáætlunargerð sviða ráðsins sem unnin er samhliða fjárhagsáætlunargerð.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

4.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

2019060257

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs kynnti nýstofnaðan samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

5.Skammtímaþjónusta - rýmisvandi

2019060244

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram minnisblað dagsett 14. júní 2019 þar sem aðstöðuvandi skammtímaþjónstu var kynntur og óskaði eftir að fá til ráðstöfunar þann hluta Þórunnarstrætis 99 sem nú er leigður út (kjallari) eða að öðrum kosti annað húsnæði verði fundið fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa skammtímaþjónustu.

Arna Jakobsdóttir forstöðumaður í afleysingum í Þórunnarstræti 99 sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð tekur undir óskir sviðsstjóra búsetusviðs og felur honum að fylgja málinu eftir í samráði við bæjarstjóra.

6.Stefna og áherslur í málefnum einstaklinga með heilabilun/Alzheimer

2017080028

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá könnunarviðræðum og undirbúningi að samstarfsverkefni um "vinvænt samfélag fyrir einstaklinga með heilabilun", og samstarfi við íslensku og dönsku Alzheimersamtökin um ráðgjöf, áherslur, fræðsluefni og framkvæmd.

Verkefnið byggir á samstarfi og viljayfirlýsingu Alzheimersamtakanna og ÖA frá því í október 2018. Áformað er að búsetusvið, fjölskyldusvið og ÖA taki öll þátt í verkefninu sem áformað er að hefjist í haust.

Nánari upplýsingar um "Dementia friendly communities" má finna á eftirfarandi slóð:(https://www.alz.co.uk/dementia-friendly-communities/principles)

7.Þekkingarmiðlun og viðurkenningar

2019050125

Á fundi velferðarráðs þann 8. maí 2019 samþykkti ráðið að skipaður yrði undirbúningshópur sem hefur það verkefni að afla frekari upplýsinga og móta tillögu að markmiðum og vinnulagi um hvernig staðið verði að miðlun þekkingar um starfsemi og áherslur velferðarsviða Akureyrarbæjar og viðurkenningar til að vekja athygli á grósku og nýbreytni í starfseminni.

Tilnefndir eru þrír fulltrúar, einn frá hverju sviði, til setu í undirbúningshópnum:

Sigurlína Stefánsdóttir forstöðumaður hjá ÖA,

Kristín Birna Kristjánsdóttir sérfræðingur hjá fjölskyldusviði og

Kristinn Torfason forstöðumaður þjónustukjarna hjá búsetusviðiGert er ráð fyrir að undirbúningshópurinn skili tillögum og eða ábendingum sínum til sviðsstjóra og velferðarráðs fyrir 1. október næstkomandi.

8.ÖA - stefna og starfsemi

2013010214

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti endurskoðað stefnuskjal ÖA, vinnuna og helstu breytingar sem felast í leiðréttingu og orðalagsbreytingum á texta frumskjalsins frá 2013.

Fundi slitið - kl. 16:00.