Velferðarráð

1295. fundur 20. febrúar 2019 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri öa
  • Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir
Dagskrá

1.Þjónustukönnun Gallup 2018 - kynning í ráðum

Málsnúmer 2019020200Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2018.

2.Kynningaráætlanir sviða 2019

Málsnúmer 2019020253Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingastefnu Akureyrarbæjar skulu svið leggja fram kynningaráætlun fyrir 1. mars ár hvert.
Velferðarráð óskar eftir því að sviðsstjórar geri drög að kynningaráætlun í samræmi við umræður á fundinum og leggi fyrir velferðarráð á næsta fundi, þann 6. mars.

3.Jafnréttisstefna - skipan þróunarleiðtoga

Málsnúmer 2018110171Vakta málsnúmer

Samkvæmt Jafnréttistefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.
Dagbjört Pálsdóttir kjörin þróunarleiðtogi jafnréttismála.

Hermann Arason V-lista leggur fram eftirfarandi bókun: Þróun jafnréttismála hjá Akureyrarbæ er mikilvæg og allt um lykjandi verkefni. Því tel ég eðlilegt að launaður starfsmaður hafi umsjón með málaflokknum frekar en að kjörnir fulltrúar taki verkefnið að sér í sjálfboðavinnu.

4.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2018

Málsnúmer 2018040006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit 2018.

5.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) starfar þriggja manna RAI nefnd og hefur hún umsjón og eftirlit með gæðamatinu.

Helstu verkefni nefndarinnar eru að vinna að bættum gæðum, vera stuðningsaðili, aðstoða við matið, senda minnispunkta til starfsmanna í upphafi RAI tímabils og sinna fræðslu.

Í upphafi hvers tímabils eru teknir út gæðavísar síðasta tímabils fyrir hvert heimili og ÖA í heild. Nefndin heimsækir öll heimilin og fer yfir gæðavísana með starfsfólki, skoðar niðurstöðurnar með tilliti til þess hvað sé að ganga vel og hvað þarf að bæta.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynnti nýjustu samantekt gæðavísa frá árunum 2010 - 2018 og viðfangsefni og kvarða fyrir árið 2018 (skýrslan er einnig birt á heimasíðu ÖA).
Skýrsla um RAI - gæðamat sem notað er á ÖA lögð fram til kynningar.

6.ÖA - breyting á skammtímarými í dagþjálfunarrými

Málsnúmer 2018030309Vakta málsnúmer

Nýsköpunar- og þróunarverkefni í dagþjálfun og þjónustu við aldraða, hófst í byrjun febrúar að undangengnum undirbúningi og fræðslu starfsmanna sem og undirbúningsfundum með nokkrum helstu samstarfsaðilum.

Verkefnið sem unnið er í samstarfi og með heimild heilbrigðisráðuneytis, er nýjung í þjónustunni hjá Akureyrarbæ og mikilvægur þáttur þess er að upplýsa og vinna með viðhorf til þjónustunnar. Af því tilefni efnir ÖA til opins dags þar sem bæjarbúum, samstarfsaðilum og öðrum áhugasömum aðilum er boðið til kynningardags þar sem nýja verkefnið og áherslur í starfsemi dagþjálfunar verða kynntar ásamt öðrum þáttum starfseminnar. Þá verður tímabundin dvöl kynnt ásamt iðju- og félagsstarfi sem tengist dagþjálfun og nokkrum af þeim velferðartæknilausnum sem notaðar verða í nýsköpunar- og þróunarverkefninu.

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, kynnti málið og dagskrá dagsins.
Halldór S. Guðmundsson býður velferðarráð formlega velkomið á opið hús sem haldið verður þann 22. febrúar.

7.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa

Málsnúmer 2019010172Vakta málsnúmer

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 6. febrúar sl. og var þá samþykkt að fela sviðsstjóra að gera drög að samningi.
Drögin nú lögð fram til kynningar og Karólínu Gunnarsdóttur settum sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að ganga frá samningi við Reykjavíkurborg.

8.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar drögum að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning aftur til velferðarráðs og óskar eftir að ráðið afli frekari gagna um áhrif breytingatillagnanna.
Tillaga um að lágmarks greiðslubyrði vegna húsaleigu verði 40.000 í stað 50.000 eins og velferðarráð hafði áður samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.