Félagsmálaráð

1174. fundur 13. nóvember 2013 kl. 14:00 - 17:45 Hlíð - samkomusalur
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Alfreðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Áfrýjun vegna forgangs í leiguhúsnæði 2013

Málsnúmer 2013100212Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti áfrýjun vegna forgangs í leiguhúsnæði bæjarins.

Áfrýjanir vegna forgangs í leiguhúsnæði bæjarins eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Húsaleigubætur 2013 - áfrýjun

Málsnúmer 2013110078Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti áfrýjun vegna húsaleigubóta.

Áfrýjun vegna húsaleigubóta er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

3.Langtímaáætlun - fjölskyldudeild

Málsnúmer 2013010263Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri lagði fram langtímaáætlun fjölskyldudeildar.

Félagsmálaráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

4.10 ára áætlun HAK 2013-2022

Málsnúmer 2013110067Vakta málsnúmer

Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri HAK lagði fram til kynningar 10 ára áætlun HAK.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

5.Langtímaáætlun - búsetudeild

Málsnúmer 2013010300Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram drög að langtímaáætlun deildarinnar til kynningar og umræðu.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

6.Félagsstofnun stúdenta - leiga á íbúðum

Málsnúmer 2010060122Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti hugmyndir um áframhaldandi leigu á íbúðum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri. Akureyrarbær leigir nú nokkrar íbúðir af Félagsstofnun stúdenta á Akureyri (FÉSTA) og endurleigir til fólks sem þarf félagslegt húsnæði. Í nokkrum þeirra er veitt allt að sólarhringsþjónusta til íbúa sem þar búa. Samningurinn við FÉSTA rennur út 1. janúar 2016 og er mikilvægt að tímanlega liggi fyrir hvort um áframhaldandi leigu verði að ræða eða hvort finna þurfi viðkomandi einstaklingum nýtt húsnæði.

Félagsmálaráð óskar eftir að húsnæðisdeild leiti eftir samningum við stjórn FÉSTA um framlengingu á leigusamningum, vegna íbúða 101, 102, 103, 104, 105, 303 og 305, frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2020.

7.Rekstrarfyrirkomulag hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofa hjá Öldrunarheimilum Akureyrar og Þjónustumiðstöðvum í Víðilundi og Bugðusíðu

Málsnúmer 2013090049Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu lögðu fram til kynningar fundargerð frá opnun útboða vegna hár- og fótsnyrtiþjónustu. Jafnframt var lagður fram undirskiftarlisti með nöfnum 57 íbúa í Víðilundi 20 og 24 sem vilja hafa hárgreiðslustofuna í Þjónustumiðstöðinni Víðilundi áfram.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna. Varðandi undirskriftarlistann skal tekið fram að þar sem þörf er á húsnæðinu undir starfsemi dagþjónustu mun fyrri ákvörðun standa.

8.Gæðahandbók ÖA

Málsnúmer 2013110084Vakta málsnúmer

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynnti vinnuna við gæðahandbók ÖA og stöðu þess verkefnis.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

9.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA skýrðu frá helstu niðurstöðum úr starfsmannakönnunum frá því í mars og í júní á þessu ári. Einnig var kynnt staða Eden verkefnisins.

Félagsmálaráð þakkar upplýsingarnar.

10.ÖA - velferð og tækni, velferðartækni

Málsnúmer 2013010215Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lýsti í stuttu máli stöðu mála á heimilinu. Farið var í stutta skoðunarferð um húsakynni samhliða fundi félagsmálaráðs á ÖA.

Félagsmálaráð þakkar upplýsingarnar.

Fundi slitið - kl. 17:45.