Félagsmálaráð

1168. fundur 21. ágúst 2013 kl. 14:00 - 16:37 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá
Dagur Fannar Dagsson L-lista og Oktavía Jóhannesdóttir D-lista mættu á fundinn kl. 14:07.

1.Fjárhagsaðstoð 2013

Málsnúmer 2013010062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu sjö mánuði ársins 2013.

2.Búsetudeild - einstaklingsmál 2013

Málsnúmer 2013050068Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál. Málefni tveggja einstaklinga kynnt.

Trúnaðarmál og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

3.Starfsáætlun félagsmálaráðs 2010-2014

Málsnúmer 2011010043Vakta málsnúmer

Farið yfir aðgerðarlista starfsáætlunar félagsmálaráðs 2010-2014.
Unnið að starfsáætlun.

4.Heilsugæslustöðin á Akureyri - ársskýrsla 2012

Málsnúmer 2013080033Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti ársskýrslu Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri fyrir árið 2012.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

5.Fjölskyldudeild - ársskýrslur 2010-2012

Málsnúmer 2011080066Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram til kynningar ársskýrslu fjölskyldudeildar fyrir árið 2012.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

6.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Framkæmdastjóri ÖA greindi frá að Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri hjá ÖA verði í námsleyfi frá 26. ágúst nk. til maíloka 2014.
Erla Björk Helgadóttir sjúkraliði og Ester Einarsdóttir iðjuþálfi, sem báðar eru starfsmenn við dagþjónustu ÖA, munu sinna verkefnum þjónustustjóra á námsleyfistímanum.
Lagt fram til kynningar.

7.Félagsmálaráð - vinabæjasamskipti 2013 - 2014

Málsnúmer 2013040099Vakta málsnúmer

Boðað er til vinabæjamóts í Lahti 29.- 30. ágúst 2013. Þema er málefni eldra fólks. Óskað er tilnefningar fulltrúa félagsmálaráðs sem sæki mótið.
Formaður félagsmálaráðs og Helga G. Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA munu sækja vinabæjamótið fyrir hönd Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 16:37.