Skipulagsráð

387. fundur 14. september 2022 kl. 08:15 - 12:33 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Skarphéðinn Birgisson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Skarphéðinn Birgisson F-lista mætti í forföllum Jóns Hjaltasonar.

1.Stofnstígur milli sveitarfélaga

Málsnúmer 2022020885Vakta málsnúmer

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hjá umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti stöðu verkefnis sem felst í frumhönnun stofnstígs frá Hörgársveit í norðri, suður að mörkum Eyjafjarðarsveitar og til austurs yfir Leiruveg.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2022 - 2025

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Unnið er að gerð starfsáætlunar skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar ásamt drögum að fjárhagsáætlun 2023.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað að eftirfarandi verkefni verði sett á starfsáætlun 2023:


1: Bæjarfulltrúi leggur til að farið verði átak í skráningu á gámum og innheimtu stöðugjalds í sveitarfélaginu.


2: Bæjarfulltrúi leggur til að unnið verði að því að lóðarhafar virði lóðarmörk sín og geymi ekki tæki og tól utan lóðarmarka.


3: Bæjarfulltrúi leggur fram þá tillögu að farið verði í skoðun á því að koma upp sérstöku geymslusvæði, eins og fyrirfinnst í mörgum sveitarfélögum, þar sem hægt er að fá leigt gámastæði og pláss fyrir vinnutæki sem ekki komast fyrir á lóðum fyrirtækja. Á lóðinni mætti einnig koma fyrir númeralausum bílum og öðru lauslegu dóti sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands sinnir eftirliti með að fjarlægt skuli í bæjarlandinu samkvæmt Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Vert væri að kanna möguleika þess að geymslusvæðið yrði rekið í sameiningu með sveitarfélögunum í kring.

3.Skipulagsráð - framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs

Málsnúmer 2019080399Vakta málsnúmer

Lögð fram framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir 2022-2025 ásamt drögum að tillögum skipulagsráðs um æskilegar framkvæmdir árið 2023 í samræmi við fyrirliggjandi skipulagsáætlanir. Tillögur skipulagsráðs eru settar fram að beiðni umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir framkvæmdaáætlun sviðsins 2023-2026.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum varðandi uppbyggingu á miðbæjarsvæði, gönguleið yfir Glerárgötu og endurbætur á leiksvæði við Hafnarstræti og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim áfram til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

4.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - ákvörðun um endurskoðun

Málsnúmer 2022090355Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi kynnti helstu atriði Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 en skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal bæjarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar aðalskipulags innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum.

5.Hafnarstræti 16 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021041151Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma við Hafnarstræti 16 lauk þann 24. ágúst sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lítilsháttar stækkun á lóð fyrir íbúðakjarna.

Tillagan var kynnt samhliða kynningu á breytingu á deiliskipulagi Innbæjar. Ellefu athugasemdir bárust við sameiginlega kynningu og eru þær lagðar fram undir fundarlið nr. 6 ásamt umsögnum frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu deiliskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

6.Hafnarstræti 16 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022061609Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar vegna Hafnarstrætis 16 lauk þann 24. ágúst sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lítilsháttar stækkun á lóð fyrir íbúðarkjarna og jafnframt stækkun og endurbótum á leiksvæði.

Ellefu athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjarí október áður en auglýsingatíma lýkur.

7.Tryggvabraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2018040295Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut. Kynningu á tillögunni lauk þann 15. ágúst sl.

Fjórar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, Minjastofnun Íslands og Hafnasamlagi Norðurlands.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8.Glerárgata 7 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018090257Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2022 þar sem Davíð Torfi Ólafsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir fyrir hönd Norðureigna sækja um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 7 við Glerárgötu. Breytingin felst í hækkun á leyfilegri hámarkshæð húss úr fimm hæðum í sex, aukningu á leyfilegu byggingarmagni í bílakjallara og nýtingarhlutfalli lóðar ásamt stækkun byggingarreits. Meðfylgjandi er uppdráttur.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 30. janúar 2019.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsráðs að ræða við umsækjanda um framhald málsins. Jafnframt er óskað eftir að umsækjandi leggi fram ítarlegri gögn, s.s. skuggavarpsmyndir.

9.Austursíða 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022090301Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2022 þar sem Baldur Óli Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Austursíðu.

Breytingin felst í eftirfarandi:

1) lóðinni verði skipt í þrjár lóðir. Ný lóð við gatnamót Síðubrautar og Austursíðu fái staðfangið Austursíða 4 og ný lóð við gatnamót Síðubrautar og Hörgárbrautar fái staðfangið Austursíða 6.

2) skilgreindur verði nýr byggingarreitur fyrir þjónustuhús á einni hæð á lóð Austursíðu 4.

3) skilgreindur verði nýr byggingarreitur fyrir þjónustuhús á einni hæð við Austursíðu 6.

4) gerð verði ný aðkoma frá Síðubraut.

5) byggingarreitur á lóð Austursíðu 2 verði þrengdur um 11 m.

6) vestari innkeyrsla frá Austursíðu verði sameiginleg öllum þremur lóðunum.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með þeirri breytingu að vinstri beygjur inn á lóðina frá Síðubraut verði ekki heimilar heldur eingöngu hægri beygjur inn og út af lóðinni. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Helgamagrastræti 9 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022050455Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi norður-Brekku, neðri hluta vegna áforma um bílgeymslu á lóð Helgamagrastrætis 9 lauk þann 23. ágúst sl.

Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggur umsögn Minjasafnsins á Akureyri um áformin.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi norður-Brekku, neðri hluta.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Oddeyrargata 4B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi og breytingu á staðfangi

Málsnúmer 2022060795Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna stækkunar lóðar nr. 4B við Oddeyrargötu lauk þann 9.september sl.

Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda og drögum skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemdar.

Jafnframt var sótt um breytingu á staðfangi lóðarinnar í Krákustíg 1.
Afgreiðslu frestað og formanni og varaformanni skipulagsráðs falið að ræða við bæjarlögmann um næstu skref.

12.Klettatún 8 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022081392Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2022 þar sem Eiríkur Sigurðsson leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun lóðar nr. 8 við Klettatún. Stækkunin sem um ræðir er norðan við núverandi lóð, samsíða lóðarmörkum og stíg að austan til norðurs að stíg þar sem hann beygir til vesturs.

Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Miðbraut Hrísey - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2022081204Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2022 þar sem Claudia Andrea Werdecker sendir inn fyrirspurn um stofnun lóðar við Miðbraut í Hrísey fyrir byggingu íbúðarhúss.

Umrætt svæði er innan íbúðarsvæðis ÍB25, á ódeiliskipulögðu svæði milli Miðbrautar 13 og Gamla skóla.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags svæðisins í samræmi við 40.- 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 svo úthluta megi lóðum við Miðbraut. Úthlutun lóða sem skipulagðar verða innan svæðisins mun lúta reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Geirþrúðarhagi 6A,102 - fyrirspurn varðandi rekstrarleyfisskylda gististarfsemi

Málsnúmer 2022081368Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2022 þar sem Eyþór Páll Ásgeirsson leggur inn fyrirspurn varðandi rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í íbúð 102 í Geirþrúðarhaga 6A.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi til samræmis við erindið en bendir á að samþykki allra íbúa hússins þarf fyrir fyrirhugaðri starfsemi.

Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa.

15.Gránufélagsgata 41A - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2022070490Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júlí 2022 þar sem Arnar Yngvason óskar eftir leyfi til að merkja bílastæði fyrir framan hús nr. 41A við Gránufélagsgötu sem einkabílastæði fyrir hreyfihamlaða.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. ágúst sl. þar sem óskað var umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs og liggur hún nú fyrir.
Skipulagsráð heimilar merkingu á bílastæði sem einkabílastæði fyrir hreyfihamlaða sunnan til í götunni til móts við hús nr. 41A. Bílastæðið skal merkt með bílnúmeri viðkomandi.

Leyfið gildir í tvö ár og skal umsókn endurnýjuð að þeim tíma loknum.

16.Oddeyrarskóli - tillaga að breytingum á skólalóð

Málsnúmer 2021060969Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á tillögu að breytingum á lóð Oddeyrarskóla lauk þann 8. júlí sl.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á lóð Oddeyrarskóla og aðliggjandi götum og stígum skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

17.Spennistöð við Strandgötu - byggingarlýsing

Málsnúmer 2022090320Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Teiknistofu Þ. Guðmundssonar að útliti fyrirhugaðrar spennistöðvar sem rísa á við Strandgötu í samræmi við skilmála í deiliskipulagi miðbæjar sem staðfest var þann 7. júní sl.
Skipulagsráð telur framlagða tillögu ekki gera nægilega skýra grein fyrir aðlögun byggingarinnar að umhverfi eins og kveðið er á um í skilmálum deiliskipulags fyrir svæðið. Skipulagsráð telur mikilvægt að fyrirhuguð bygging verði í góðum tengslum við nánasta umhverfi, t.a.m. steinhleðslu meðfram Strandgötu. Er skipulagsfulltrúa falið að ræða við hönnuð tillögunnar um frekari útfærslu.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista vék af fundi kl. 12:00.

18.Norðurtangi - erindi frá lögmanni Bústólpa

Málsnúmer 2022090161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. september 2022 þar sem Sunna Axelsdóttir lögmaður rekur kröfur Bústólpa ehf. varðandi lóðir nr. 7 og 9 við Norðurtanga.

Eins og komið hefur fram í svörum skipulagsfulltrúa til málsaðila þá hefur vinna við breytingu á deiliskipulagi svæðis við Norðurtanga ekki verið hafin þrátt fyrir að fyrir liggi beiðni þar um og hafa engar ákvarðanir verið teknar um framtíð svæðisins.

Er skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu í samvinnu við bæjarlögmann.

19.Hrísey - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 2021030891Vakta málsnúmer

Í mars árið 2019 samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að veita 75% afslátt af gatnagerðargjöldum á lóðum í Hrísey og Grímsey til ársloka 2021. Fyrir liggur að hverfisráð Hríseyjar hefur óskað eftir að gatnagerðargjald verði fellt niður í stað afsláttar til hvatningar hugsanlegum lóðakaupendum og til að bæta samkeppnisstöðu Hríseyjar gagnvart nærliggjandi byggðakjörnum þar sem þessi gjöld hafa verið felld niður við þegar tilbúnar götur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að 75% afsláttur verði veittur af gatnagerðargjöldum í Hrísey til ársloka 2024.

20.Tillögur starfshóps um nýtingu vindorku - samráð

Málsnúmer 2022080951Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. september 2022:

Erindi dagsett 23. ágúst 2022 frá Hafsteini S. Hafsteinssyni f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þar sem tilkynnt er um skipun nýs starfshóps til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Samráðsferli er hafið og er sveitarfélögum boðið að senda sjónarmið sín um málefnið til starfshópsins á netfangið vindorka@urn.is fyrir 30. september næstkomandi.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs og felur ráðunum að koma með tillögu að umsögn fyrir bæjarráð, fyrir fund bæjarráðs 29. september 2022.
Skipulagsráð telur brýnt að við mótun stefnu um nýtingu vindorku verði lögð áhersla á lágmörkun umhverfisáhrifa og að auðlindagjald verði lagt á slíka nýtingu.

21.Móahverfi - götuheiti

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur Landslags ehf. að niðurröðun götuheita í Móahverfi.
Skipulagsráð samþykkir að niðurröðun götuheita í Móahverfi verði samkvæmt tillögu 1.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

22.Hlíðarbraut 4 - útboð lóðar

Málsnúmer 2022011589Vakta málsnúmer

Í byrjun febrúar 2022 var byggingarréttur lóðarinnar Hlíðarbrautar 4 auglýstur og barst eitt tilboð í lóðina. Tilboðshafi skilaði ekki inn tilskyldum gögnum til samræmis við útboðsskilmála og féll tilboðið því niður.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa byggingarrétt lóðarinnar að nýju til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála.

23.Týsnes 22 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022081281Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. ágúst 2022 þar sem B.E. húsbyggingar ehf. sækir um lóð nr. 22 við Týsnes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka ásamt greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

24.Naustagata 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022070825Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júlí 2022 þar sem Kista byggingarfélag sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu.

Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform ásamt yfirlýsingu viðskiptabanka.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. ágúst sl. og var afgreiðslu frestað.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Afgreiðslu frestað.

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 878. fundar, dagsett 25. ágúst 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

26.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 879. fundar, dagsett 1. september 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

27.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 880. fundar, dagsett 8. september 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:33.