Hafnarstræti 16 - deiliskipulag

Málsnúmer 2022061609

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Lögð fram tillaga á vinnslustigi frá Form ráðgjöf ehf. að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 16 við Hafnarstræti.

Breytingin felur m.a. í sér stækkun lóðar og byggingarreits til suðurs þar sem heimilt verður að byggja allt að 300 m2 viðbyggingu á einni hæð. Þá er gert ráð fyrir fjölgun íbúða úr einni í sex og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,158 í 0,270. Þá verður bílastæðum innan lóðar fjölgað úr fimm í tíu.

Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að hún verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar vegna Hafnarstrætis 16 lauk þann 24. ágúst sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lítilsháttar stækkun á lóð fyrir íbúðarkjarna og jafnframt stækkun og endurbótum á leiksvæði.

Ellefu athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjarí október áður en auglýsingatíma lýkur.

Bæjarstjórn - 3515. fundur - 20.09.2022

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. september 2022:

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar vegna Hafnarstrætis 16 lauk þann 24. ágúst sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lítilsháttar stækkun á lóð fyrir íbúðarkjarna og jafnframt stækkun og endurbótum á leiksvæði. Ellefu athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og kynnt á opnu húsi í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í október áður en auglýsingatíma lýkur.

Ungmennaráð - 33. fundur - 07.12.2022

Ungmennaráð tók til umsagnar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi Innbæjar vegna áforma um stækkun íbúðakjarna á lóð Hafnarstrætis 16.
Ungmennaráð Akureyrarbæjar harmar að það eigi að minnka leiksvæðið, en fyrst það á að fara í þessa framkvæmd þá vill ungmennaráð að farið verði í framkvæmd á leiksvæði sem allra fyrst og að ungmennaráð, sem og ungmenni í innbænum verði þátttakendur í ákvörðunartökunni þegar það kemur að uppbyggingunni.

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar vegna áforma við Hafnarstræti 16 lauk þann 28. nóvember sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun á lóð fyrir íbúðakjarna og jafnframt stækkun og endurbótum á aðliggjandi leiksvæði.

Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Sex athugasemdir bárust auk undirskriftarlista með undirskriftum 137 einstaklinga. Umsögn barst frá velferðarsviði Akureyrarbæjar.

Ofangreind gögn eru lögð fram nú ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki svör við efni athugasemda.

Bæjarstjórn - 3521. fundur - 20.12.2022

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. desember 2022:

Auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar vegna áforma við Hafnarstræti 16 lauk þann 28. nóvember sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun á lóð fyrir íbúðakjarna og jafnframt stækkun og endurbótum á aðliggjandi leiksvæði.

Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Sex athugasemdir bárust auk undirskriftarlista með undirskriftum 137 einstaklinga. Umsögn barst frá velferðarsviði Akureyrarbæjar.

Ofangreind gögn eru lögð fram nú ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki svör við efni athugasemda.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn sat hjá.